Nafn skrár: | JonArn-1871-04-21 |
Dagsetning: | A-1871-04-21 |
Ritunarstaður (bær): | Víðimýri |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Skag. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 2755 4to |
Nafn viðtakanda: | Halldór Jónsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Jón Árnason |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1830-00-00 |
Dánardagur: | 1880-03-11 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Seyluhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Skag. |
Upprunaslóðir (bær): | Tindum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Svínavatnshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | A-Hún. |
Texti bréfs |
Víðimýri, 21. apríl 1871 Velæruverðugi herra prófastur! Háttverti vinur! "Bera verður til hverrar sögu nokkuð" Að jeg nú aldrei þessu vangur fer að rita yður, kemur af því, að í vetur sem næstleið, sendi Gísli Gíslason á Husey Eyólf Hansson norður til yðar og V. Oddsens í þeim erindum að kaupa hálfa Húsey, og kvaðst Eyólfur, er hann kom aptur, hafa fengið hálflenduna keypta - og það skriflega gjört- fyrir 600 að hausti komandi, allt í peningum og enn - skrift í verzlun á Akureyri - Jeg vildi fyrir hvern mun ekki spilla þessu fyrir Gísla, ef skeð gæti, að hann með þessu móti gæti fengið varanlegan samastað, þó jeg á hinn boginn sæi eingin við konu fyrir að taka í arf eptir móður sína. Nú er Eyóflur eins staddur að sinu leiti, og svo fjelaus, að hann gat naumast borgið móður sinni vorið 1869 og eigi komið henni neinstaðar fyrir; og sagði hana því hjer til
einhleypan mann er stundar járnsmíði, og veit jeg ógjörla, hvort hann er fær um þessi kaup, þó hann máske sje að græða á handverki sínu; en hitt ræður að líkindum, að hann vart muni fara að búa á jörðinni, og hún svo niðurníðast enn mega - undir ábúð Gísla, sem eigi hefur efni á hana hálfa svo í lagi sje. Mjer kemur því til hugar að grenzlast eptir , hvert Gísli hefur sjálfur keypt,, og með því fara með hana eins og honum gott þykir, ef til vill, eigendum í skaða. Og svo á hinn bóginn, hvert þorið að eiga á hættu, að útvega mjer nefnda hálflendu til kaups, með sama verði, og öllum sömu skilmálum sem í vetur. Þó mjer nú þyki hún heldur dýr, og eigi sje gott um peninga, þá samt mundi jeg hafa, ef til þess kæmi, eigi láta standa á borguninni fram yfir tiltekinn tíma, og einnig sjá um, að hin hálflendan eigi færi í níðslu, eins og nú virðist benda til að verði. Þar að mjer er nú orðið hugleikið að þessu geti orðið framgengt, bið jeg yður að gjöra hvað þjer sjáið bezt, henta mín vegna, til þess jeg nái kaupunum, án þess þó að nokkurs rjetti sje þar með hattað, eða að jeg fari í kapp við nokkurn um þau, sem jeg eigi þarf að taka fram við yður á nokkurn hátt. Af því nú er í von að jeg fái að sjá yður í sumar um leið og sje engum lofuð til kaups fremur en búið er, jeg haft um boð yfir Húsey, skildi jeg hafa nú strax í vor útvegað á hana góðan og duglegan mann, sem þó hefði unnið til að lofa Gísla að vera kyrrum á hálflendunni í þetta sinn, semsje næst komandi fardagár.- Jer er nú maíke orðinn allt af fjölorður um hið framandritaða, og let yður með brjefbera mínum Birni Guðmundsyni frá Kirkjuhóli, sem nú leggur af stað norður á sveitir. Fyrirgefðu mjer að jeg ómaka yður með þessum illa úr garði gjörðu línum, og lifið með öllum yðar sem allra bezt að óskað getur yðar velæru verðugheita skuldn., J.Árnason P.S. Hafi jeg brotið lög |