Nafn skrár: | JonEld-1889-02-15 |
Dagsetning: | A-1889-02-15 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3093 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Jón Eldon Erlendsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1855-08-12 |
Dánardagur: | 1906-11-00 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Keldunesi |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Kelduneshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Þing. |
Texti bréfs |
15. febr. 1889. - 35 Lombard Str. Winnip., Man. Kæri vinr! Með því eg hefi Og efnið: það er þetta. Hingað kom eg 21. jan. var fáa daga atvinnulaus, gat síðan átt kost bæði á smíðavinnu og brautarvinna en frost getur náð fé sínu undan öðrum (svikahroppum) Ekki - als ekki líst mér á hag landa hér í Wp. það eru rétt örfáir sem allvel bjargast helst þeir sem fara með kaupskap. Djöfuls frost og fjöldi landa gengr yðjulaus. margir fullvinnandi eyða því yfir vetrinn sem þeir afla á sumrin. Um þessar mundir er kaup stúlkna hér í bæ frá $6-20 um mán. Karla kaup við brúargjörð eru $2,50 á dag, en þess njóta fáir og þola aðeins traustir.Eg hefi góða heilsu og er þegar komin hér í allgott Óvíst er enn að lán fáist hjá stjórninni til þess að kosta vestrfl. agent á þessu næsta sumri. Eg bið þig að láta þessar litlu fréttir komast til vinfólksins á Kleifum. Eg hef engan tíma til að skrifa póstrinn þarf að fara innan fárra stunda og verkstofan heimtar mig. Þinn vinr sem hjartanlega biðr að heilsa í bæinn J.E. Eldon Herra skólastjóri Torfi Bjarnason Ólafsdal |