Nafn skrár:JonEld-1889-05-17
Dagsetning:A-1889-05-17
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3093 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Jón Eldon Erlendsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1855-08-12
Dánardagur:1906-11-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Keldunesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Kelduneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Þing.
Texti bréfs

17 mai 89.

Minn elsku Torfi!

Bestu þökk fyrir fallega brefið. Ekki er það nú samt nema eitt.

Hvað er á seiði: þenna morgun lifi eg. Barnið mitt lifði í gærkveldi og konan í gærdag. Hún er á Spítala barnið hjá kaupmanni Finney. Útgjöld á næstliðnum mán mundu hafa numið $178, en gátu ekki greiðst. Þau stíga ekki eins hátt, held eg þenna mán. Í gærkveldi fór Good Templarsdeildin „Hekla" 33 sem eg stendí að safna gjöfum. $5, frá 170 manns. Eg þáði ekki þarna sérðu lundarförin .

Eg er svo djúpt fallinn sem nokkur maðr getr orðið í peningasökum. Eg leggst nú aldrei rólegr til svefns og hef valla getað fest hann, þegar eg stend aptr á fætur, enda svo hin mesta óregla á mér og komin einar 5 vikur er eg varð að fá mjer rúm hingað og þangað, því hér var ekki pláss í húsinu en eg vanalega vakinn, þegar átti að sofna til að sækja læknir eða meðul, stundum aldrei háttað

þú veizt hvað 5-6 dollarar kosta í 5-6 vikur og svo fáein 00000 af yfirsetu og vökukonum.

Eg segi þér ekki meira elsku Torfi, því eg hef engan tíma og er búin að rita ögn lengra að Kleifum

Heill sé þér jafnan

þinn Eldon

Utanaskrift: John E. Eldon 35 Lombard Str. Winnipeg Man. Can.

Myndir:12