Nafn skrár:AudGis-1891-10-17
Dagsetning:A-1891-10-17
Ritunarstaður (bær):Þverá
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Frænka Einars?
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:mynd vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Auður Gísladóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1873-03-02
Dánardagur:1962-07-27
Fæðingarstaður (bær):Þverá
Fæðingarstaður (sveitarf.):Grýtubakkahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Þverá 17.okt. 1891

Elskulegi frændi!

Jeg get aldrei þakkað þjer eins vel og jeg vildi hvað gott og skemmmtilegt jeg átti hjá þjer. Af því jeg er hrædd um að pabbi hafi ekki skrifað þjer núna með

póstinum dettur mjer í hug að gera það, svo þú vitir að við erum þó öll tórandi Fyrir viku fylgdi jeg pabba inn á Akureyri, þaðan fór hann með

Lauru til Hafnar til að leita sjer lækninga, pabbi ætlaði ef til vill frá Höfn til Noregs, en hvernig þetta gengur veit maður ekki fyrst um sinn.

I haust þegar drengir áttu að leggja á stað var ekki annað sjáanlegt en þeir yrðu að lifa á útigangi í vetur, því þeir fóru því nær peningalausir. Fjeð var rírt og

markaðir svo slæmir að pabba datt ekki í hug að láta nokkra skepnu, enda vildu þeir sist veturgamalt en annað hafði hann ekki að bjóða. En

svo rættist mikið úr þessu Tryggvi Gunnarsson kom hjer norður í dalinn til að kaupa fje fyrir Gránufjelagið. Þá seldi pabbi honum þrjátíu kindur veturgamlar á 11 kr.

hverja fjekk liðugan helming í peningum, það sendi hann drengjum og svo fengu þeir

mikin mat að heimann svo þeir komast vel af fyrst um sinn. Það var mest Tryggva að þakka að pabbi reif sig til að sigla, hann var hreint hættur að hugsa um það

þegar skepnurnar gengu svona ílla, en Tryggvi gerði ekki mann ur honum ef hann reyndi ekki að sigla með sjer á Lauru. svo jeg vona að Tryggvi reynist pabba vel.

Kristinn Havstein lánaði pabba fjögur hundruð kr. Það verður líklega of lítið, en maður hugsar ekki um kostnaðinn bara honum geti batnað. Heilsuleysi pabba er það

eina sem að okkur amar, Jeg bið að heilsa Bjössa Mama biður að heilsa þjer

annarsw líður okkur ágætlega. Bezta tíð í allt haust, Mikill síldarafli og allgóður ísuafli við Eyjafjörð. Heilsa manna góð almennt, en einstöku slys hafa viljað til

einkum á Húsavík. Kona sjera Jóns Arasonar datt af hestbaki og fótbrotnaði, vinnumaður þeirra hjóna fótbrotnaði líka. Tveir menn voru að höggva kjöt á Húsavík

annar þeirra ætlaði að ná bita hjá hinum, en varð fyrir öxi hins, og missti þar með mikið af fingrunum. Maður fram í Bárðardal myrti kærustu sína óljetta, það þykir

eitt hið mesta níðingsverk sem framið hefir verið á Íslandi með því hann fór svo þrælslega að því. Blaðið er búið. Fyrirgefðu

ruglið Með beztu óskum og kærri kveðju. Auður

Myndir:12