Nafn skrár:JonEld-1888-00-24
Dagsetning:A-1888-00-24
Ritunarstaður (bær):Kleifum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Dal.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3093 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Jón Eldon Erlendsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1855-08-12
Dánardagur:1906-11-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Keldunesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Kelduneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Þing.
Texti bréfs

Kleifum 24/0 88

Elsku besti Torfi!

Þökk, ástarþökk fyrir síðast og alt drengilegt.

Þá verðr að „leita á hurðir 00ra" - Eg er ekki að sjá ástæðr. Rógburðr er mér ekki tamr ... - Og í herrans nafni og 40 þ biðja þig að sjá um bréfsendinguna til Richters. Eg eða við litla „Gerðr" þurfum ekki að gjöra þér fyrirsögn, þú veist hvernig sakir standa. Sjálfsögð ferð út á Skarðströnd eða Fellsströnd? Og - ef til vill - ferð í „hólminn" fáist ekki vissa um flutning á bréfinu fyrir 29-30. þ.m. - Eg þarf að biðja þig að ganga í borgunarábyrgð mín vegna, auk þess kostnaðar sem þú gjörir beinlínis. Alt þetta borga eg þér af Isafirði, getir þú sent mér, eðr látið flytendr gefa mér skeyti en góði! þú fær náttúrl. engan pening ef kaupmaðr Árni gefr mér ekkert og þá borgar „Strákr" ærlega fyrir Eldon og Gerði.

„Strákr" er sendr með þessar línur.

Njóttu betr en þú væntir og við getum óskað. Gerðr biðr hjartanl. að heilsa þinn vin J.E. Eldon

Myndir:1