Nafn skrár:JonJon-1866-04-28
Dagsetning:A-1866-04-28
Ritunarstaður (bær):Hesti
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 98 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jón Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1828-00-00
Dánardagur:1898-11-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mosfellshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Kjós.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hesti Dag 28 Apríl 1866

Frænði goður eg þakka þíer firir til skifið eríeg fíekk fra þier þó ekki firir enn um paskaskaog var það um seinan uppá það er þú nefnðir með Steilurnarþó ætlar guðmunður i lang holti að/ hugxa til þín ef hann gietur enn bægur þær er þú nefir eru bæði fáar og í slmu er og ónítar, enn líóða bokána gíetur þú feingið hiá Jóni Arnasini kunnínga þínum enn orkneinga saga er ekki til nema einstaka blaður henni og ekki erklaustur posturín til helður enn daltþið er af norex konga sogum í slæmu stanði hvuriur að eru þessar magnus ber fættu og sigurði ber jórsalafara,, saga hágkonur hákonar sonar skulu herto magnusi boga butir þættir halfdanar svarta og upphafi og upphafi Haráls har fagra Hargruhábragur og olafs geírstaða alfs saga ólafs tríggva síní, saga sverrirs Hákonar sverrirs sona og þær hvur fram af annari liosvetnínga saga saga ólafs kongs helga og þættír ímsa landnema og með henni hefur verið virt j numeri sagasveinbiarnar Eigils sonar i somu numerínu nú gíetur þú hugsað þigum hvurt þú vildir nú j nokkuð af þeim eður ekki ekki veit íeg hvurt íeg verið á ogs síoniári eður ekki og ekki heldur nær hun verður þier er bestað biðia símon Hreppiora að bíoða j þær firir þíg þíví? hann verður vist þar við staddur siera Jakopijgufudal eru veitt Hest þingin og verð íeg að fara j burtu því han vil leki bgga of og er lika of litil husakinni því að hann kvu hafa mart fólk, íeg var buinað skrifa þíer í vetur með Guðmunði í tungutuni þegar hann fór til sivar og vona jeg að hann hafi af hent þíer það hafi hann ekki

glatað þvi eins og br bríefinu til hafstíns ívetur íeg hefi eíngvar f að skíla þier nema hier er goð tið sidan bulinkom og fíenað köld guð það íeg viet enn litið er latiðum fiski abla fra sionum mier þægti gaman ef þú nentir að klora mier línu aftur og íeg bið að heilsa konu þinni sma fræð folkinu og for lattu klórið þíenustu reið buin frænði og með oskum als goðs

Jón Jóns son

Myndir:12