Nafn skrár: | JonOla-1879-09-10 |
Dagsetning: | A-1879-09-10 |
Ritunarstaður (bær): | Sveinsstöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | A-Hún. |
Athugasemd: | bróðursonur HJ. Óvíst. |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 2755 4to |
Nafn viðtakanda: | Halldór Jónsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Jón Ólafsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1836-00-00 |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Sveinsstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Sveinsstaðahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | A-Hún. |
Texti bréfs |
Sveinstöðum , 10 sept 1879 Elskul. bróðir! Ástar þakklæti fyrir góðar og skjemtilega viðtökur i sumar þegar eg kom til þín, eínnig fyrir brjef þitt frá 28 þ.m. og því fylgjandi 80kr, eg tók á móti brjefinu og peníngonum, um ferð á Diönu 5 sept hjá Þorsteini þínum, því Árni mikkori fór í lomel á Sauðárkrók, og til sín Jakobs í Miklabæ, Þorsteíns og þeir frændur voru heldur vel frískir, nema hvað Steini var heldur slæmur af augnveiki sinni, og vildi hann fyrir þá sök ekki fara í land á Skagaströnd.- Frjettir eru lítlar hjeðan nema vellíðan okkar allra, Heískapur hefur gengið heldur vel, því þó grasvöxtur hafi verið í rírara lagi, þú hefur nítíngir bætt það mikið upp, því hjergít eg ekki sagt að nokkurn tíma hafi komið hefur töluvert af suðri, Heískapur minn varð í meðalagi, ekki nærri eíns og i fyrra, enda hefi eg slegið slöku við hann seínni part sumarsins, með því að taka pilta mína í skurði og garða á engonum, og nú lét eg bera heim orfin i gærkveldi, en ætla jer að verja því sem eptir er sumarsins til að undirbúa engjarnar til næsta sumars, með Vatnsveitínga görðum og afveitslu skurðum, því nú fæ eg ekki Engjar part í Hnausum framar, og varð því að undirbúa mig sem best til þess að fá sem mest flóð að sumri.- Mikið þótti þeim stirbændonum væntum að Arni hætti við vestur heimsferðina og flutti hjer vestur, því hér eru mikil vandr. með smiði, en tveir af þeim ættu að byggju sitt timburhúsið hver 12 al. á breidd og 18 á leingd, og ætlar því annar þeirra að ríða norður að Miklabæ til að semja við Arna til næsta árs og menn ekki hika við að bjóða honum 4-500 kr. í kaup, en á Mikla bæ heiri eg sagt að Arni muni verða fram undir vor svo Jón frændi á Tjörn Khafnar til að leita sjer læknínga, og í því skini lagði hann af stað núna með pósti til Rvík. og gérði ráð fyrir ef vel gengi að koma aptur með seínustu póstskips ferð í vetur.- Fyrirgefðu elskul. bróðir hvað þessi miði er ófullkomin og fátækur, Kveð eg þig svo konu þína og allt frænd fólkið ástsamlega bestu blessunar óskum, ásamt hjónunum á Vopnafyrði þear þú sjer þau. - þinn elskandi bróðir JOlafsson |