Nafn skrár: | JonSol-1874-12-13 |
Dagsetning: | A-1874-12-13 |
Ritunarstaður (bær): | Bustarfelli |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 2755 4to |
Nafn viðtakanda: | Halldór Jónsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Jón Sölvason |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Bustarfelli d: 13-12-74 Elskuleigi Vin! Þar jeg var orðinn að fara ofan í dalinn og koma við hjá yður, þvi gott og greitt var að gánga á hálsonum, þá þori jeg ekki annað enn hjer með að senda yður Stefnana - 4 daga var jeg í þessu bannsetta útholdi og einn daginn svo að seigja hriðteplur á fór jeg úti Strundhöfn og uppi Breiðumgri.- Jeg hafði skrifað Benedikt og beðið hann að koma til móts við mig á YtraNypi enn hann kom nú ekki, og jeg vogaði ekki að taka Björn á útleið - Enn teysti uppá Guðvald enn því við sjálft lá að jeg myndi eingan fá að byrla með mjer Stefnuna því allir áttuðust reið. Sigurðar, og enginn vildi móðga hann, Um síðir fékk jeg Jóhann á Ljósalandi með því að borga honum daglaun ferðina hlýt jeg því að fá vel borgaða.- Úti Strandhöfn frá mjer gjöri jeg 7mílur 1 rd 72
Daglaun handa manninum (um samið)n
fluttir 2 Og þegar maðru er á þess hattar ferðalagi er óvið kunnanlegt að teppast og liggja uppá fólki eins og betlari óska jeg því að fá þóknun í því skini - - -
rd 60 hjermeð, að styrkja mál mitt á forlíkun inni að hlutað eigendur borgi mjer það uppsetta tregðulaust.- Sigurður þikist eiga sök á ð Teynes firir ósannan frum burð i Klögununni að hann hafi lofað að vera Ábyrgður maður firir hálfa dalnum Stefáns, í annan mála að hann hafi tekið útúr reikníng sinum sjer ó og 3 hans eptir, og seigist þar til og með vera góður með að senda klögun yfir hann til Landlæknis firir allar algjörðir hvur á á handlegg sínum - --- Enn fremur vildi jeg láta yður vita, að kosn ið yðar er firir löngu leísið og mættuð þjer ef vilduð senda mjer 1 tunnu til mölunar um leið og mjölið yrði sókt.- Af gjört er að um moku skiptinn myki Einars á Djupalæk og Benjamíns með 310 flytur þángað i Hámundarstaði i Vor --- mikill fáráður er Benjamin ! -- Verið með Alúð og Virðíngu kvaddur frá yður skuldbundnum einlægum Vin.- Jóni Sölvasyni |