Nafn skrár: | JonHal-1851-08-19 |
Dagsetning: | A-1851-08-19 |
Ritunarstaður (bær): | Eyri |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Ís. |
Athugasemd: | Jóna var systir Helga Hálfdanarsonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2844 4to |
Nafn viðtakanda: | Helgi Hálfdánarson |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Jóna Hálfdanardóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1828-00-00 |
Dánardagur: | 1862-05-31 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hrafnagilshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Eyf. |
Upprunaslóðir (bær): | Kvennabrekku |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Miðdalahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Dal. |
Texti bréfs |
Eyri við Skutulsfjörð 19 Agúst 1851. Elskulegi bróðir! Nú er þá kominn tíminn, sem jeg lofaði þjer að jeg skildi skrifa þjer til á, og bíst jeg við að mjer tjái nú ekki lengur að vera að draga það, þar skipið ætlar af stað á morgun. Ekki máttu nú vonast eptir löngu eða efnisríku brjefi frá mjer núna, því jeg á altaf jafnorðugt með að semja brjef, þó jeg kanské berji mjer mest, þegar jeg á að skrifa þessum spreinglærðu mönnum einsog þjer. Ekkét hefir hjer borið til tíðinda, sem nokkuð kveði að, því hjer er allt jafnan rólegt og þögult, og fáir eru þeir dagarnir hjer, sem öðrum framar eru merkisdagar svo sem vegna viðburða, sem þeir hafi í för með sjer. Ef nokkuð væri þá eru sunnu dagarnir hjerna viðburðaríkastir, því þá ber hjer stund um margt á góma einkum í Kaupstaðnum Jeg lifi altaf sjálf heldur glaðværðar og tilbreitnis litlu lífi, og fer aldrei neitt hjeðan, nema einstöku sinnum ofan á tángan að fynna þær fau kunningja stúlkur mínar, sem þær eru, að öðru leiti er skemtun mín lítil, en samt svo að jeg er vel ánægð með hana Optast er jeg frísk og heil heilsu, nema einstöku sinnum, sem jeg verð lasin í höfðinu, sem þó sjaldan varir lengur en litla stund úr degi. Ekki man jeg hvert jeg hefi nokkurn tíma þakkað þjer fyrir hattinn minn rauða sem þú útvegaðir mjer, og ef það er ekki þó gjöri jeg það nú hjermeð allra aludleg þikist nú ekki senn vera komin uppá danska kvennfólkið (með að (með að búa til fötin, kvert sem vera skal heldur fyrir kall eða konu úr þessu og ekki einusinni þessa hatta, því jeg ljek mjer að því hjerna um dagin að sauma allra fallegasta hatt handa nefndarkonu hjer í nánd og þótti ekki meira fyrir því slétta bók á fat eða prjona leppdulu á Læk, heldurðu jeg sje ekki orðin nýtileg. Fötin hjerna sníð Jóna Hálfdanardóttir S.T. Frá Jónu 13 Sept 1851. herra studioso theos. H. Hálfdanarsyni á Kaupmannahöfn |