Nafn skrár:JonHal-1852-08-28
Dagsetning:A-1852-08-28
Ritunarstaður (bær):Eyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Ís.
Athugasemd:Jóna var systir Helga Hálfdanarsonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2844 4to
Nafn viðtakanda:Helgi Hálfdánarson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Jóna Hálfdanardóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1828-00-00
Dánardagur:1862-05-31
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Kvennabrekku
Upprunaslóðir (sveitarf.):Miðdalahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Eyri 28 dag Agustmánaðar 1852

Hjartkæri bróðir!

Nú vil jeg ekki vera að draga það lengur, að fara að skrifa þjer þar jeg bæði hefi heyrt sagt að þykkvibærinn ætli nú hvað af hverju af stað og eru nú líka feðgar_ nir að því núna, og ætla jeg að fá Guðjón til að hjálpa mjer núna, um leið og hann skrifar fyrir sig. Seðill þessi á að færa þjer innilegasta þakklæti frá mjer fyrir brjefið þitt seinasta í vor með þykkvabænum, sem bæði var svo lángt og fróðlegt, _ en þó einkan= lega fyrir bókina sem þú sendir mjer nfs Övinden Mjer þykir mjög vænt um hana jafnvel þótt jeg ekki viti enþá neitt að ráði hvað hún inniheldur því jeg hefi ekki en sem komið er, gefið mjer tíma til að lesa neitt í henni. Faðir okkar segir líka að málið á henni sje líka vel þungt fyrir mig. Þó að jeg verði að taka við henni svona af þjer einsog seppi, þá fynn jeg samt mjög til þess að verða að gjöra það, og gæta ekki sjeð það við þig í neinu, sem þú auðsýnir mjer gott og bróðurlegt. Ekki held jeg að jeg verði frjettafróð núna heldur en vant er, því jeg heiri fátt, og fer lítið til að útvega mjer þær. Helsta og merkilegasta fregnin sem jeg get sagt þjer er sú, að mjer líður vel, og hefi háft rjettgóða heilsu í súmar.

Ekki fer mjer mikið framm að skrifa núna, jeg má heldur ekki vera að æfa mig í því um þessar mundir, því maður hefur nóg annað að gjöra, og haga um. Því minna fer mjer framm í að skilja Dönsku því það geti jeg valla sagt, að jeg hafi borið við núna um langan tíma, einsog heldur ekki er við að búast. Faðir okkar hefur altaf svo mikið að skrifa og standa, að honum er alveg ómögulegt að æfa mig nokkuð til muna í því._ Mikið hlakka jeg til þess tíma, þegar mjer auðnast, lofi guð, að sjá þig hjer aptur og ykkur báða bræðurnar, jeg er opt að hugsa um það, og gjöra mjer um það ein ar og aðrar gleðihugmindir, þó jeg kanské ekki þurfi að gjöra ráð fyrir að hafa hjer til lengdar gleði og á= nægju af nærveru ykkar. Jeg skal búast við, að ykkur muni ekki þykja tilvonnandi að verða hjerna lengi eptir það, ykkur gagnslitlir, einsog lika er til vonar. Þú mundir valla gjöra þig ánægðan með, að vera lengi embættis laus, úr því, svo bæri komið, en ekki trúi jeg öðru en að þú mundir fljótt kunna hjer ad við þig,

eptir að þú værir búinn að kynnast hjer fólkinu og pláts= inu. Einar mundi nú fljótt fá nóg að ætast hjerna eptir að hann væri nykominn því mikill sægúr er hjer af mýbýlismonnum á tánganum, en mikill skortur á góðum og duglegum smiðum._ Nú gat jeg ekki lengur verið að brúka hattinn rauða einsamlann með íslenska buníngnum, og fór því í sumar, og keipti mjer rauðröndótt efni í kjól, sem jeg ætla að brúka með rauða hattinum og köfunni, sem jeg fjekk í fyrra af læknismað ö unni, en nú er ólukkun, að mig vantar hvítan kraga um hálsinn með honum svo þess vegna að jeg megi nú fara að kvabba á þjer enþá uppá nýtt, og útvega mjer hann, hvort sem að jeg get nokkurntíma borgað þjer hann eða ekki. Nú ætla jeg þá ekki að vera að fjölyrða þennann miða meira, heldur láta hjer við lenda, og fara að brjóta blaðið. Forlattu flaustrið og kvabbið sífelda, ur mjer og lifðu svo ætíð sæll og blessaður, og minstu jafn an í bænum þínum þinnar einlægu og heitt elskandi systur. J Hálfdánardóttur.

Núna fyrirfarandi daga hef jeg verið að búa til skirtu, sem jeg ætla að senda með miða þessum og biðja þig að þiggja fyrir bókina af þinni elsk: systur J.H.

S.T Frá Jónu með þykkvb. 52 fyrir_ Bræðrunum

herra studi thios H. Hálfdánarsyni Iðnaðarsveini E Hálfdánarsyni á Kaupmannahöfn.

Myndir:12