Nafn skrár: | JonTho-1865-10-14 |
Dagsetning: | A-1865-10-14 |
Ritunarstaður (bær): | Þórðarstöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 99 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Jónatan Þorláksson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1829-12-04 |
Dánardagur: | 1906-02-09 |
Fæðingarstaður (bær): | Þórðarstöðum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Þórðarstöðum þann 14 Heiðraði kæri vinur! Eg þakka þjer fyrir góða vinsemd sem þú ætið auðsýndir mjer frá því fyrsta við kyntustum við til þessa sýðasta er við sá ustum, eg þakka þjer líka til skrifið og þar með fylgjandi blöð sem þú hefir sent mjer rjett í því þú fórst á stað úr norð landi, enn önnur þau blöð fær Haldór eptir til mælum þínum, Þú sjerð nú af brjefi þessu að eg er tórandi, þann dag er eg rita það, og er það með sömu kjörum og að undann förnu, og sama er að segja um fólk mitt hjer á heimili, heyað hefi eg vel í meðallagi og svo er það víðast hjer og sum staðar í betralagi, sumartíðinn/um heyannir) hefir hjer verið heldur góð, og haust veðrátta nú um tíma hin besta, þó var fyrir nokkrum tíma mikl hvassviðri, enn flestir hjer í sveit vóru búnir að ná inn öllu heyi sínu svo ekki varð hey skaði svo teljandi sje, enn meira varð það í Eyju fyrði og vestar því þar var heý úti og ótekið, Það kom upp hjer um daginn að tvær eða þrjár sauðkyndur hefðu fundist eptir göngur í Bárðardal með sunnlenskum kláða, að sumir hugðu vera ætla menn þó það sje ekki sá kláði; sem betr færi einnig er ekki víst þessar kýndur hafi komið samann við annað fje, að því er líkur þóktu til, það er því ekki að telja að klaði sje hjer enn kominn, hefir þú þetta ekki hátt, einkum ef það skrifa ekki aðrir hjeðan, úr norður landi, I dag hef eg frjett að nú rjett nýlega sjei andaður sjera Þorsteinn Jónnon á Iztafelli - ein hvör getr fengið það brauðið - Hjer ber heldr á kvef veiki með snert af taki, þetta er nú það helzta sem eg get tínt til af frjettum, handa þjer Eg hef altaf vonað, einkum þegar sunnann veður hefir komið, að til mín mundi feikjast einhvör brjef snepikinn frá þjer,(það vona flestir hjer góds þegar sunnannátt er, sem þú líklega manst eptir) enn svoddann hefir ekki birtst mjer, eg vil þó að við látum pennann halda okkur samann í andanum, þó að forlögin hafi hrakið okkur sundur að sjón og samfundum; eg veit þú getur fræðt mig á mörgu frá þeim háa og mikla stað sem þú átt nú heima í hvaðann svo mörg vísindi fljóta útum landið, að veitir fjör og líf allri nátturunni, enn nú er sá tími að sumir fara að syngja "öll náttúran enn fer að deyja" og það fer nú líka að draga af mjer með brjefi rítið, og máskje fleira, enn ef eg hjari huxa eg til þín með pistil sýðar(eg er hræddr um eg nái ekki í póstinn með brjef þetta) enn ey bið þig skrifa mjer og segja mjer eitthvað um einhvorja skræðu ef getur, eg hefdi með tímanum haft hug á að biðja þig útvega mjer Þoskfir´ðingu sög, Sigurðr póstur mætti borga hana, ef vildi, ætli Bókmenta fjelagsdeildin Isl. vildi sæma mig nkkra ef eg eptir leti henni, handrit af fyrra port Sturlúngu sem þú manst eg á, Að svo mæltu kveð eg þig vinur og óska þjer og þínum sannrarfarsælda, JÞorláksson Til Herra bókbindara J. Borgfjörð að Reykjavík |