Nafn skrár:JonTho-1866-05-12
Dagsetning:A-1866-05-12
Ritunarstaður (bær):Þórðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jónatan Þorláksson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1829-12-04
Dánardagur:1906-02-09
Fæðingarstaður (bær):Þórðarstöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Þórðarstöðum þann 12ta Mai 1866

Heiðraði vinur!

Innilega þakka eg þjer fyrir tilskrifið í vetur og þar með fylgjandi bækur, sem mjer þóktu merkilegar, og mikið til koma, og með því sýndir þú sama hug til mín og þú hafðir áður látið í ljósi æfinlega við mig; nú er eg svo ógerðar legur að eg get ekkert sent þjer aptur að þessu sinni, reyna mættir þú ef þú vildir eg útvegaði þjer ein hvörjar bækur að tiltaka þær, mig minnir þú vildir einusinni fá 4.d.árb. hana hef eg, enn þú ert kannské horifnn frá því; Heðan er nú i rauninni fátt að frjetta, Veðráttan var svo að kalla hín æskí legasta fram að nýári, þó skipti um og hefir sýðann mátt kalla jög hart víðas hvar og enn þann dag í dag eru kuldi og frost æði mikið, og hafis hjer fyrir norður landi og víða snjór sjór á landi og ekki minsti gróður vottur enn sjáanlegur í jörð

Tvö Akureyrarskip liggja nú undan Skéri á Látra strönd semum tíma urðu föst í ís, enn nú er hjersagt þau sjeu laus úr honum, og liggi nú í rífu sem sje með fram ströndinni, annar hvað nú hafa losast ís yzt af Eyjafirði, og menn hafa von um að þessi skip saki ekki framar, Einginn há kallaskip hafa enn komist á flot, og mun þeím mönnum leiðast það. I vetur snemma andaðist Jón ríki Gunnlögsson frá Sörlastöðum enn þá komum að Fjósatúngu, hafa nú mágar hans verið við og við að telja og týna saman reitur hans og skiptu með sjer, það mátti heita að kallinn hefði verið allvel fjáður, 16 voru nú jarðirnar með portum sem hann átti fyrir utann þær sem áður voru komnar til skipta til mága hans. sem fyrir víst vóru 4 stórar jarðir og þar að auki partar, Hallgrímur á Kotúngsstöðum sálaðist líka, og sýðar Olgeir á Garði Magnús á Sandi-fyrrum- við Skjálfanda flóa ljetst hann hvað hafa átt no0kkuð af skræðum ekki veit eg hvört mjer tekst að fá nokkuð af þeim

Ekki get eg að þessu sinni skrifað þjer lýsingu forngripa þeirra sem eg hef enn huxi þó að gjöra það sýða ef þú héldir þeim þarna væri það kært, enn eg hef haft í huga heldur að fjölga þeim ef kostur væri á. Sögur af Kongi og Drotningu í ríki sínu held eg enn sjeu nógar til í manna mynni eður óskráðar ef tími væri samannað rita, og fleiri Þjóðsögur ekki ómerki legar, sem ekki ætti að verða útundann... Dveljast þókti sumum hjer fyrir Þjóðólfi fyrsti vetur eptir það hann þó var kom?? á Akureyri, og hefir það verið þar, Nú er langt sýðann Norðanf. hefir komiðút því sagt er að pappírs laust sje þar til skip koma, að endingu bið eg þig nú skrifa mjer svo bið eg þig forláta mjer brjef þetta, það er svo fátækt, vildi geta huxað til þín betur sýður, óska eg svo þjer og þínum sannrar forsældar

JÞorláksson

S.T.

Herra bókbindara J Borgfjörð

í Reykjavík

Myndir:12