Nafn skrár: | JonTho-1866-05-12 |
Dagsetning: | A-1866-05-12 |
Ritunarstaður (bær): | Þórðarstöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 99 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Jónatan Þorláksson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1829-12-04 |
Dánardagur: | 1906-02-09 |
Fæðingarstaður (bær): | Þórðarstöðum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Þórðarstöðum þann 12 Heiðraði vinur! Innilega þakka eg þjer fyrir tilskrifið í vetur og þar með fylgjandi bækur, sem mjer þóktu merkilegar, og mikið til koma, og með því sýndir þú sama hug til mín og þú hafðir áður látið í ljósi æfinlega við mig; nú er eg svo ógerðar legur að eg get ekkert sent þjer aptur að þessu sinni, reyna mættir þú ef þú vildir eg útvegaði þjer ein hvörjar bækur að tiltaka þær, mig minnir þú vildir einusinni fá Tvö Akureyrarskip liggja nú undan Skéri á Látra strönd semum tíma urðu föst í ís, enn nú er hjersagt þau sjeu laus úr honum, og liggi nú í rífu sem sje með fram ströndinni, annar hvað nú hafa losast ís yzt af Eyjafirði, og menn hafa von um að þessi skip saki ekki framar, Einginn há kallaskip hafa enn komist á flot, og mun þeím mönnum leiðast það. I vetur snemma andaðist Jón ríki Gunnlögsson frá Sörlastöðum enn þá Ekki get eg að þessu sinni skrifað þjer lýsingu forngripa þeirra sem eg hef enn huxi þó að gjöra það JÞorláksson S.T. Herra bókbindara J Borgfjörð í Reykjavík |