Nafn skrár: | JonTho-1867-10-16 |
Dagsetning: | A-1867-10-16 |
Ritunarstaður (bær): | Þórðarstöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 99 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Jónatan Þorláksson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1829-12-04 |
Dánardagur: | 1906-02-09 |
Fæðingarstaður (bær): | Þórðarstöðum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Þórðarstöðum þann 16 Heiðraði vinur! Inni lega þakka eg þjer fyrir tilskrifinn og sendíngarnar og alt gott undann farið, Brjef þitt með Prentsmiðju sögunni kom til skyla, seint hefir mjer gengið að selja söguna, þykir hún þó,- það sem eg hef komist að- merki leg enn það árar nú ekki til bóka kaupanna eða réttar sagt sölunnar, öllum finnst nú að kreppa, með árferðið og verzlunin hafa nú sýnt monnum að kalla má i "tvo heimana", Svo er nú orðið hjer á Akureyri að almenníngur fær ekki kornvöru neina ekki penínga ekki kaffi, og ekkert lán þó til væri eitthvað af nauðsynjavöru, og kaup menn ganga fast eptir skuldum, því segi eg ekki gott að selja bækur, Pretsmiðju sögur þær sem þú sendir mjer eru flestar út gengnar enn með þeim kjörum að eg hef orðið að um líða um borgunina,- aðeins er ein mjer borguð- enn eg er nú svo á vegi staddur að eg get ekki sent þjer fyrir þær, sem eg veit eg ehfði þurft að gera, enn með næstu póst ferð mun eg það gera, eðr eg sendi það Benedikt á þú reyndir að hafa það til einhvorra nota þjer sjálfum og litaðir það; Bón fylgir brjefi hvörju og svo er þessu brjefi Mig vantar nokkuð af blöðum í Þjóðólf Lanztíðindi, og Nýtíðindi, sem eg bið þig útvega mjer ef fáanlegt er, og er það þetta í Þjóðólf 14 ð ár 25-26, og í Ný tíðindi 3-4, Ef Þjóðolfur 11 og 12ta ár fengist með niður settu verði vil eg biðja þig að útvega mjer hann, 15 bindi lærdómslistafjelagsrita á Haldór Pétursson það er falt fyrir 12da bondi sömu rita, enn að þessu sinn annars ekki- það er það sem eg nefndi í brjefinu í vetur- Eg get ekki talið að eg hafi nú grætt af bókum í sumar þó má geta um Islenzk sagnablöð sem eg fjekk á uppboðsþíngi einu, og má eg una við það þau voru með góðu verði Mig hefur langað að ná í skræður sem Magnús nokkur á Sandi átti er sálaðist í fira enn það gengur tregt, það var helzt skrifað bók með báðum Eddum á og útlegging á völuspá eptir Björn á Skarðsá- furðu láng ort rit- þar eru æsir upp málaðir... Þjer má leiðast þetta raus, því fer eg að hætta,ta |