Nafn skrár: | JonTho-1867-xx-xx |
Dagsetning: | A-1867-xx-xx |
Ritunarstaður (bær): | Þórðarstöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 99 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Jónatan Þorláksson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1829-12-04 |
Dánardagur: | 1906-02-09 |
Fæðingarstaður (bær): | Þórðarstöðum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Þórðarstöðum, Nýja fardag 1867 Heiðraði vinur! Vinsamlega þakka eg þjer, tilskrifið og þar með fylgjandi rit; ennað þú skulir geta verið altaf að senda mér óverðugum, þar eg skrifa þjer aldrei eða sendi þjer neitt, það er markilegt; eg fjekk brjefið frá þjer kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta, um morguninn reis eg úr rekkju glaður í bragði að lesa brjefið, og skóla skýrsluna, og um Kýrós, var það líka bezta skemtuninn því ekki gladdi mig nje aðra tíðar farið, Veturinn var harður og langur að kalla má, svo enginn man því líkann og sama veðrátta hélst við framm um Kóngsbænadag þá gerði mildara veður Bágara er þó alt að frjetta hjer úr Norður þíngeýjar sýslu n.l. af langa nesi þystilfyrði og Sljéttu - þar er sagt sumstaðar sauðlaust- einnig kelduhverfi. Alt Norðurland hefir verið undirlagt harðindonum bezt mun hafa verið i Eyjafirði því þar kom upp jörð til muna á góunni, helzt í svo kölluðum Grundarplássi,, þó mun þeim Eyfirðíng hafa fundist full það er mein að vantar framann við hana (skylda þærnúvera margar orðnar til í landinu) Einu sinni minnir mig þig vantaði 4 deild ár bóka, ef svo er enn get eg látið þig fá JÞorláksson S.T. Herra, lögregluþjón J. Borgfjörð í Reykjavík |