Nafn skrár:JonTho-1867-xx-xx
Dagsetning:A-1867-xx-xx
Ritunarstaður (bær):Þórðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jónatan Þorláksson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1829-12-04
Dánardagur:1906-02-09
Fæðingarstaður (bær):Þórðarstöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Þórðarstöðum, Nýja fardag 1867

Heiðraði vinur!

Vinsamlega þakka eg þjer, tilskrifið og þar með fylgjandi rit; ennað þú skulir geta verið altaf að senda mér óverðugum, þar eg skrifa þjer aldrei eða sendi þjer neitt, það er markilegt; eg fjekk brjefið frá þjer kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta, um morguninn reis eg úr rekkju glaður í bragði að lesa brjefið, og skóla skýrsluna, og um Kýrós, var það líka bezta skemtuninn því ekki gladdi mig nje aðra tíðar farið, Veturinn var harður og langur að kalla má, svo enginn man því líkann og sama veðrátta hélst við framm um Kóngsbænadag þá gerði mildara veður um viku svo þá kom upp jörð og geldfje komst af viðast hvar, enn ekki er fyrrenn nú nýlega kominn upp sauð snöp á fremsta bænum Hjaltadal, ekki hafa menn hjer i Fnjóskadal fangað fje af fóðrum, nema nokkrum kúm og hestum, enn flestir hafa gefið korn til fóður dryginda, meira og minna, og fyrir það halda menn fje sínu, sem eg hygg að verði, ef ekki keyrir frammur hófi enn með með illviðri (altaf er heldur kalt með aust lægum vindi, og ónota legt) enn ekki er fryttum að farist ung lömb

Bágara er þó alt að frjetta hjer úr Norður þíngeýjar sýslu n.l. af langa nesi þystilfyrði og Sljéttu - þar er sagt sumstaðar sauðlaust- einnig kelduhverfi. Alt Norðurland hefir verið undirlagt harðindonum bezt mun hafa verið i Eyjafirði því þar kom upp jörð til muna á góunni, helzt í svo kölluðum Grundarplássi,, þó mun þeim Eyfirðíng hafa fundist full harðsamt, af þessum harðindum leiðir nú ervið leika manna á milli, margir hafa farið i miklar skuldir við kaup menn fyrir korn kaup því þeir hafa lánað mikið, sem sagt er að yfir maður þeirra á Akureyri hafi lítið þakkað þeim fyrir þegar hann kom, út hvorfðist hann og belgdi um á sjer kvoptunum, og spillir öllum við skiptum við kaupmenn, Hakallsafli hefir verið mikill; Grásleppu afli mokkur i Flatey má vera víðar, Sylúngs afli mikill í Mývatns sveit, sem þeirri sveit mun hafa komið vel. Fátt er prentað á Akureyri nema Norðanfari, og sagt er að bætt hafi verið við Laxdælu SveinsSkúlasonar, enn því er enn ekki hreift því Sveins hlut vantar, Reyna máttu að senda mjer Prentsöguna tilsals og koma henni til einhvors viss mans á Akyreyri og biðja hann segja mjer til jeg tek hana þá þar sjálfur, Ekki hef eg grætt mikið af bókum síðan við sáustum, þó hef eg fengið til eignar Summarium heylagrar Ritningar, pr. á Gurúpafelli enn

það er mein að vantar framann við hana (skylda þærnúvera margar orðnar til í landinu) Einu sinni minnir mig þig vantaði 4 deild ár bóka, ef svo er enn get eg látið þig fá hana, einn eiginn get eg látið þig fá 15da Lærdómslista fjelagsrit, fyrir það 12ta. og reyna skyldi eg að útvega þjer eitthvað sem þú vildir ef það væri hægt, Mig langar til að skrifa þjer til í sumar og senda þjer eina vaðmálsalin, eg kan því ekki við í þetta sinn.... Eg hef stundum buxað að senda í Forn gripa safnið dálitið, ef nokkuð þætti til koma enn eg hef nú ekki tíma að greina meir frá því Eg bið þig að skrifa mjer með fyrstu ferð og segja mjer eitthvað af þjer og öðrum. Eg verð nú að ?? þvi eg fer að búa mig i kaupstað og fer með brjef þetta bið þig froláta það, það er fljótlegaskrifað og hugsað enn þú líklega sýnir það ekki æðstu höfðingjónum í Reykjavík og það er bót í máli með það, eg oska þjer og þínum sannrar farsældar, þinn vin

JÞorláksson

S.T.

Herra, lögregluþjón J. Borgfjörð

í Reykjavík

Myndir:12