Nafn skrár: | JonTho-1868-02-17 |
Dagsetning: | A-1868-02-17 |
Ritunarstaður (bær): | Þórðarstöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 99 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Jónatan Þorláksson |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1829-12-04 |
Dánardagur: | 1906-02-09 |
Fæðingarstaður (bær): | Þórðarstöðum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Þórðarstöðum þann 17 Heiðraði vinur! Ástsamlega þakka eg þjer tilskrifið sýðast, og líka einnig Skólaskýrsluna, sem eg meðtók frá E. sýðar nokkuð, Nú er að byrja á því að Sigurður heitir maðr og er Bjarnason, hann var eittsinn póstur; í sumar átti hann heima á Stóraeyrarlandi og muntu nú kannast við manninn, hann fór í vetur þaðann suður kannské alfarinn) Eg átti hjá honum skluld 8 ríkisd. að upphæð, eg bað hann afhenda þjer þar af 2 rdl þegar hann kæmi suðr og fyndi þig (sem hann sagðist mundi gjöra) þar af áttir þú að taka verðið fyrir prenstmiðju söguna (þær sem þú-sendir mjer i sumar) þetta ætlaði eg að skrifa þjer með Sigurði enn hann fór af stað fyrr enn enn eg gæti komið því við, Eg bað lika Erl: bókb: að skrifa þjer þetta með honum enn það Þú gjörir svo vel að hafa gætur á þessu fyrir mig og skrifar mjer hvörnig gengur, um Sigrð þennan, Haldór er nú frá því að hafa skipti á Fjelagsritonum við þig því hann komst að því við mann hjer á næsta bæ, samt fór eg því framm að ef þú vildir endilega fá það 15 ritið yrði hann að hafa einhvör ráð til þess að útvega þjer það, svo hann stæði við orðsýn, enn þú sendir mjer nú ekki það 12 Skyldi ekki koma hingað norður til sölu Sagan af Gunnlaugi Ormstúngu hana held eg þyrfti að fá, Það mun ekki auðvelt að fá söguna af gullþórir, það mun nú enginn reyna til að útvega hana, ef það gerði einhvör vil eg biðja þig að utvega mjer eina. Væri til nokkurs að safna enn þá munn mæla sögum og þess háttar itl þess að yrði prentað, eg held það mætti enn þá týna til töluvert af þess háttar sem ekki er áður prentað það mætti eg fá að vita Veðráttan þennann vetr frá byrjun til miðs vetrar var hin besta hjer svo elstu menn þinn vin JÞorláksson |