Nafn skrár:JonTho-1868-02-17
Dagsetning:A-1868-02-17
Ritunarstaður (bær):Þórðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jónatan Þorláksson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1829-12-04
Dánardagur:1906-02-09
Fæðingarstaður (bær):Þórðarstöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Þórðarstöðum þann 17da Febr 1868

Heiðraði vinur!

Ástsamlega þakka eg þjer tilskrifið sýðast, og líka einnig Skólaskýrsluna, sem eg meðtók frá E. sýðar nokkuð, Nú er að byrja á því að Sigurður heitir maðr og er Bjarnason, hann var eittsinn póstur; í sumar átti hann heima á Stóraeyrarlandi og muntu nú kannast við manninn, hann fór í vetur þaðann suður kannské alfarinn) Eg átti hjá honum skluld 8 ríkisd. að upphæð, eg bað hann afhenda þjer þar af 2 rdl þegar hann kæmi suðr og fyndi þig (sem hann sagðist mundi gjöra) þar af áttir þú að taka verðið fyrir prenstmiðju söguna (þær sem þú-sendir mjer i sumar) þetta ætlaði eg að skrifa þjer með Sigurði enn hann fór af stað fyrr enn enn eg gæti komið því við, Eg bað lika Erl: bókb: að skrifa þjer þetta með honum enn það forslíka fyrir, hefði nú Sigurðr verið áreiðann legur maðr svo hefði hann mátt borga þjer þessa 2 rdl þó eg ekki væri búinn að skrifa þjer um það, svo töluðum við mikið um þetta og hafi hann nú ekki gjört það bið eg þig gánga eptir því hjá honum, því við það mun hann kannast; hann lízt líka geta alt þegar hann kæmi suðr og væri þar orðinn póstr. Komi nú Sigurður ekki norður aptur, og sendi mjer ekki ofann greinda skuld heldr. fer það svo að eg bið þig ganga eptir henni

Þú gjörir svo vel að hafa gætur á þessu fyrir mig og skrifar mjer hvörnig gengur, um Sigrð þennan, Haldór er nú frá því að hafa skipti á Fjelagsritonum við þig því hann komst að því við mann hjer á næsta bæ, samt fór eg því framm að ef þú vildir endilega fá það 15 ritið yrði hann að hafa einhvör ráð til þess að útvega þjer það, svo hann stæði við orðsýn, enn þú sendir mjer nú ekki það 12ta ef þú ert ekki búinn að því. I vetur hefir nú Halldór (þessi) verið að skrifa upp bækur hjer í sóknum fyrir bón og tilmæli Jóns Arnasonar, hann var hjá mjer í 1 daga við það, ekki skrifaði hann hja mjer þær bækr sem hann hafði áður fengið og vóru þær nokkrar og af handritum því nær ekkert, því þjer að segja hefði það dvalið fyrir honum, má vera hann þo hefði átt að gjöra það, eptir því sem fyrir er mælt, eg huxa þú verður einhvorn tíma svo nærri J+oni Arnasyni að þú getur fengið að sjá þessa bóaskrá. Er nokkur nú að hugsa um að gefa ut á prent Rímur af Olgeiri- Danska (það var hjer um árið auglýst í Þjóðolfi) eg hef nýlega eignast handrit af þeim; mjer kemur stundum til hugar að safna samann öllum Rímum Guðmundar Bergþórssonar i eitt, enn nokkrar verða þær sem ekki verður hægt að fá hjer; eg hefi fengið Olgeirs Rímr Dýnusar drambláta, rímur, Sigurgarðs og Vallrands, og Jallmans og Hermuns allar eptir Guðmund Bergþórsson, lakast held eg verði að fá Rímurnar af Kræklingum sem hann orti og er það mein því sagann er töpuð líka, eptir þeim bið eg þig að spyrja, þá sem fróðir eru um það

Skyldi ekki koma hingað norður til sölu Sagan af Gunnlaugi Ormstúngu hana held eg þyrfti að fá, Það mun ekki auðvelt að fá söguna af gullþórir, það mun nú enginn reyna til að útvega hana, ef það gerði einhvör vil eg biðja þig að utvega mjer eina. Væri til nokkurs að safna enn þá munn mæla sögum og þess háttar itl þess að yrði prentað, eg held það mætti enn þá týna til töluvert af þess háttar sem ekki er áður prentað það mætti eg fá að vita Veðráttan þennann vetr frá byrjun til miðs vetrar var hin besta hjer svo elstu menn mundu ekki aðra eins á þeim tíma árs. st-d ???ar blýðviðri og stilling og snjólaus jörð, Þor??? hefir nú verið dálítið grá lyndr, þó telzt þa?? ekki nema nátturlega, Mönnum mun koma betr að ekki verði mjög hart, þvi hey reynast mjög ljett, enn víða er nú samt litið búið að gefa, sumstaðar var hjer ekki gefið lömbum fyrrenn undir miðjann vetur I vetur gekk hjer um norðrland langsöm kvef veiki, þó dóu fáir, enn ekki þókti kvefið gott, Nú bið eg þig skrifa mjer, hvornig gengur um Sigurð póst að hann borgi þjer það fyrgeinda og hvort þú mundir vilja verða til að heimta skuldina að honum fyrir mig ef þarf, enn fremur bið eg þig forlata mjer brjef þetta og að svo mæltu kveð eg þig og óska þjer og þínum sannrar farsældar

þinn vin

JÞorláksson láttu aungann sjá eða heyra það er i flytir hugsa og hypað

Myndir:12