Nafn skrár:JonTho-1869-02-16
Dagsetning:A-1869-02-16
Ritunarstaður (bær):Þórðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jónatan Þorláksson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1829-12-04
Dánardagur:1906-02-09
Fæðingarstaður (bær):Þórðarstöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Þórðarstöðum þann 16 Febr. 1869

Heiðraði vinur!

Hjer með þakka eg þjer fyrir til skrifið sýðast, og þar með fylgjandi, sem mier var mjög kær komið, enn það er minni á vinníngur fyrir þig að senda nyar altaf og hafa ekkert aptr á móti frá mjer. Fáar og lítlar eru frjettir, hjeðann að skrifa það merkasta af þeim færðu að sjá í Norðanfara, Mjer og nú mun líðr bærilega; enn heldr þykja líkr til að með harðara móti verði með mönnumí vor því dýrt er að kaupa að kaupmönnum mátvöru nautlenzku, og þeir hafa heimtað miskunar lítið skuldir sínar, sem mörgum hefir komið ílla þegar vörur hafa verð ílægsku verði nú, og mátt því til að taka fje til borgunar þeirra

og haft því minna til frá lags fyrir sig og frammfærslu hyski sítt - Vetur þessi -fyrri posts sem líðin er - hefir mátt heita góður, enn nú er farið að harðna, í þrjá daga hafa nú stöður verið, hrýðar og mest snjó koma í dag, svo eg held alt sökkvi i snjó, hvenær sem það gæist upp aptr. Það þykir mjer nú að brjefi þínu til min, að þú nefnir ekkert Sigurð minn Bjarnason -póst- sem eg hef opt verið að skrifa þjerum, eg veit því ekki hvort þú hefir nokkuð fengið hjá honum af því sem eg hef verið þjer til; eg var nú stað ráðinn í að skrifa herra Jóni Guðmundssyni til og biðja hann að ganga eptir því sem eg á hjá Sigurði; enn nú leseg i Þjóðólfi að Jón fer utann, svo ekkie r mjer nú til hans að leita að svo stöddu, Eg bið þig nú enn að

neita allra bragða til að hafa eitthvað hjá Sigurði líka ráðleggja mjer hvernig mjer væri bezt að eiga veð hann, eðr hvern að fá til þess; og þetta skrifa mjer sýðann; mjer þykir ekki gótt að gefast upp við hann svona, Nú loksins sendi eg þjer 15da ár Lærdómslista Fjelagsrítanna og er það, það sem Haldór átti fyrrum sem eg sagði þjer frá þá eg hafði það út hjá þeim sem hann hafði selt það, þetta bið eg þig þiggja og gefa þjer að gagni; varðst þú ekki eitt sinn mjög ríkur af Titil blöðum fyrir þeim. Smá samann tíni eg samann Þjóðólf, mig vantar nu helzt 11- og -12 ár hans, og skaltu, ekki sækjast eptir honum fyrir mgi að svo stöddu, eg kann að geta fengið hann hjer, lakara þykir mjer að mig vantar í Lanztíðindi ?eða eitt eða tvö blöð, 25-26, og í Nýtíðindi 3-4, sem eg bið þig huxa til mín með.

18Febr.69 Það er nú mikið talað um það að Amtmaður Hafs: hafi skipað. Syslu manni L: að lögsækja Einar í Nesi fyrir það hann let Católska prestinn dvelja hjá sjer lengur enn lög leifa,- enn nú er haldið að komið sje fyrir fótinn á Sýslum: því hjer er nú komin ókleifur snjor- Sýslumaðurinn hefa heldseg nog að gera af ýmsu Amtm: þykir ætla að verða afskipta samr og ekki jafnaðar gjarn altið hann vill stökku hreppstjórum af stóli þeirra fyrir litlar sakir, honum er illa við Tr: Gunnarss. lengðabr. sinn, hann má ekki vera hreppst. Sigurð á Veturliðast: Setti hann hreppstj. í sumar, enn er nú búin að vísa honum frá aptr; hjer er nú engin hreppst: það fer líklega, skald með forlátsbón heilsu, og vensemd

JÞorlaksson (Lattu aungan lesa eðr sjá)

Myndir:12