Nafn skrár:JonTho-1869-07-18
Dagsetning:A-1869-07-18
Ritunarstaður (bær):Þórðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jónatan Þorláksson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1829-12-04
Dánardagur:1906-02-09
Fæðingarstaður (bær):Þórðarstöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Þórðarstöðum þann 18da júli 1869

Heiðraði vinur!

Bestu þakkir fyrir tilskrif og sendingar að undanförnu; Hjerðann er nú ekki annað að frjetta en erviðleika með öllum móti, norður land hefir ekki í manns minni verið eins aðþrengt með ýmsum hætti og í vor og sumar, hafisinn er altaf hjer fyrir landi einkum norðarlega svo með öllu er aflalaust engin kaupskip hafa fyrr enn rjett nýlega komist hjer að Akureyri enn ekkert á Húsavík eða Raufar höfn, af þessu hefir leitt mikinn bjargar skort manna á milli og það svo að oskyljanlegt má þykja hvornig fólkhefir af komist í vor; Grasvöxtr er nú í allra minsta lagi, sem verið hefir á þesusm tíma. Nú eru Alþíngismenn að fara, og á þá vildi eg koma brjefi þessu. Tryggvi á Hallgilsstöð fer fyrir Norðurþýngeyjarsýslu, enn reyndar hefir Amtm: (mágur hans) huxað sjer að koma í veg fyrir það Tryggva hef eg beðið fyrir að finna Sigurð póst Bjarnason og heimta inn eitthvað af því sem ejg hef átt hjá honum- og gert ráð fyrir að þú fengið þar af 2 rdl. ef þú ert ekki enn búinn að ná því, á þetta vil eg biðja

að minnu Tryggva og stiðja að því eg gæti eitthvað feng ef mögulegt er. Hvörnig skyldi nú gánga á þingi í sumar. Nú eru vanda mál fyrir hendi um að ræða Eg vil nú biðja þig að skrifa mjer eitthvað í haust- aptur með Alþ. mönnum- um ræður og ritgjörðir manna, sem uppspretta er og verður mikil af þarna í höfuð stað lanzins. Fyrir skemstu - herum 2 árum-. gaf byskupinn út, á prentuðu blaði reglur um kirkna tekjur og gjölu, þó eg sje nú ekki neinna kirkju eigandi eða ráðandi vil eg biðja þig að útvega mjer eitt þetta ef möguelgt er, Nú vænti eg Jón Arnason sja búinn að yfir fara bókaskrárnar sem teknar hafa verið samann um alt land að undan förnu, skyldi hann hafa nokkuð grætt á því, einga fá sjeða eða merkilega bók hefi eg getað fengið nú á þessum tíma Er ekki hægt að fá upp lýsing um landamerk í skjölum styptisins, fær einginn að sjá slíkt, Lundur næsti bær við Þórðarsl. var Hóla stóls eign, andski eitthvað um landamerki þeirra væri til, ef þjer væri hægt vildi eg biðja þig njósna um slíkt, enn ekki láta mikið að bera. Nú má eg til að hætta, með því að biðja þig forláts á öllu rugli þessu, og eg bið þig þess og vil finnast þinn vin og velunnari

Jónathan Þorláksson

Myndir:12