Þórðorstoðum 2an Novemb 1870- Heiðraði vinur! Hjer með þakka eg þjer fyrir tilskrifið syðast, og þar með fylgjandi blöð, er eg með tók með góðum skylum ó spill, á Micaels messu degi, hafðist þú upp á mjer brúnin svo að hún hefir ekki sýgið eins lágt sýðan og áður var, því eg sá þú enn þá mundir til min þó undar legt sje, þar, sem eg get ekki og hef ekki glatt þig með neinu. nú, Fátt verður nú hjeðann að skrifa, Norðanf. ber allar helztu frjettir. Mjer liður all bærilega, hef að kalla má all goðaheilsu líkt og þegar þú þektir til, samthefi eg ekki verið frý fyrir brjóst veiki sýðann í vor, að eg fjekk kvefveiki, sem margir aðrir. svo eg held eg yrði mæðinn að hefja ferð og ganga suður í Reykjavík. til að finna þig, og sjá þann merkilegast astað lands vors sem nú er orðin, hvorutveggja þætti mjer þó skemti legt margt mætti nú pjalla við þig sem ekki verður skrifað, ýmis legt kemur fyrir. og hefir komið hjer norðann lands og veit eg þú hefir veður af því sama, svo veit eg að stundum blæs á norðam hrafnar og fyglar fljúga lika, og má vera þú skyljir mál þeirra- eg sagði í fyrstu mjer lið allbærilega, og sagði eg það af ógáti, því það er þó ekki að sumu leiti. eg er í álögum- þó jeg voni nú að geta fyrri enn seinna komist úr þeim; þegar hjer um veturinn varð mest hreppstjóra hrunið, sem frægt er orðið kom það aður á mjer að Amtm. hlýfðar laust; undirdagl. sekt, ef eg ekki hlyddi skýkkaði mjer að gegna þeim störfum, svo það hjet svo eg gerði það og er svo í á logum þessum enn, hafa sumir brugðið mjer um eg væri vinveittur Amtm., að þessu hefir nú ekki getað verið neitt mark, þó eg hafi ekki viljað fylla flokk mótstöðu manna hanns meðann hann ekki fyndi neitt til sakar við mig. á þessum dögum er nú tíðast talað um afsetníngu hanns, munu nokkrir þeir og það hinir meiri menn, sem þykir hann hafa verið búinn að vera nógu lengi í embætti, þó Haust amtm. hafi haft morgu og mikla kosti til að bera sem embættismaður, var hann nú á sýðari tímum farin að beita hörðu embættssvaldi, sinu er mátti kalla ofur vald, og reyndist ekki jafnaðargjarn; enn sakna má hann að mörgu leiti; þegar nýr amtm. kemur vona eg að geta leyst mig er á lögum, og því verð eg feginn. Eg skrifa nú Jóni Guðmundssyni til og bið hann að heimta skuldina að Sigurði Bjarna syni- brjef hatt læt eg hjer með og bið þig að afhenda það Jóni og veita sýðann athygli hvernig gengur og skrifa mjer það; þegar Jón Guðm dvaldi á Akureyri í sumar kom eg að máli við hann og bað hann þá að eiga við Sigurð. og tók hann vel undir það; ef hann fengi skuld þessa hefi eg beðið hann að af henda þjer 2 rd, sem þú skalt kannast við, bið eg þig kvetja Jón til að beita þeim brögðum, sem bezt þætti við eiga til að ná skuldinni, enn ekki ætlast eg til með mál sókn, sem ekki mun vegur til, helzt mun það ef Segurður gæti unnið það af sjer með ein hvurju svo sem flutningi á Þjóðólfi. Einnig skrifa eg Sigurði og bið hann borga Jóni Guðmundssyni skuldina eg veit ekki hvort heimili hanns er bið eg þig skrifa heimili hanns á brjefið og skyla honum því sydan þó held eg bezt að Jón Guðm son skylaði Sigurði brjefinu sjálfur svo hann gæti um leið, og þó strax talað við hann um skuldina æður enn hann Sigurðr hefði tíma til að huxa sjer að hafa undumsbrögð eða leita ráða til annara, bið eg þig hugsa sem bezt um þetta Eg bið þig reyna til að útvega mjer þarna hjá Islenzku bók menta fjelags deildinni 1ta hefti af Sturlunga sögu eg hefi nú fengið alla sturlunga nema þann part og mun ekki gott að fá hann, og þó þú gætir nú ekki fengið hann keyptann bið eg þig að minsta kosti komast eptir handa hann muni ekki einu sinni vera til, enn ekki vil eg hann nema hann sje o skemdr Hvornig ksyldi Jóni Guðmundssyni hafa þótt að koma í norður land, og hvernig skyldi honum hafa litist á norðlingu ætla ekki komi ferði saga hanns í Þjóðólfi Að þess öllu framan og ofan skrifuðu rausi ??? bið eg þig innilega að láta aungann mám sjá þ??? því loksins þegar eg fór nú til að skrifa þjer mát?? flyta mjer svo það er illa skrifað og óskipulega h?? eg jafnframt bið þig fyrir gefa, með næstu póstfer? í huga að klóra þjer blað. allra vinsamlegast JÞorláksson ST Herra lögregluþjon J Borgfjörð á Reykjavík |