Nafn skrár:KetSig-1868-11-13
Dagsetning:A-1868-11-13
Ritunarstaður (bær):Miklagarði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Ketill Sigurðsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1821-11-26
Dánardagur:1903-03-04
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Litla-Eyrarlandi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Miklagarði d 13í kaupangssveit da Nóvemb: 1868

Heiðraði fornvinur!

Alúðlega þakka jeg þjer alla góða viðkínningu- eins og þú mátt nærri gjeta kjemur það ekki til af góðu að ofar nú að skrifa þjer þar sem jeg hefi alldrey gjört það fyrri Svo stendur á að jeg hefi nokkrum sinnum að undann förnu bestilt hjá Teingðabróður mínum í Höfn (sem er dáinn) Oktbuvír sem brúkaður er bæði í knipli á þann svo kallaða Íslendsku búning og til að bródera með enn þann vir eða tvinna er ekki að fá hjer á Akureyri og á næstl. sumri bað jeg bað jeg Hvostein að bestilla dálítið með haust Skipinu enn hann fekk ekkert þetta kjemur sjer mjög ónotalega því ein mjer nærskild Stúlka hefur leingi beðið og biður enn hálfgipt eptir þessum ekta

vír brúðkaups fötinn verða ekki sett í stand fyrri enn hann er feinginn, nú vil jeg því biðja þig góði kunningi að komast eptir hvert opt nefndann vír ekki er að fá í Reykjavíkur tölubuðum og ef vera kinni til þá að útvega og senda mjer með pósti 2 lóð af honum jeg skal senda þjer borgunina aptur með næstu ferð vír þessi á að vera með Silvurlit enn snúin eins og tvinni, þegar sundur er rakinn sínist það vera, Silvur þráður snúinn utan um Silki tvinna jeg mun ekki þurfa að lísa honum frekar fyrir þjer- einnig og uppá sama máta bið jeg þig að útvega mjer 1 lóð af hvítu Brúdargarni Póstinum Skal jeg borga flutninginn Fyrirgjefðu bónajustur þetta þjer og þínum alls góð árnandi

Velunnara

KSigurðssyni

Myndir:12