Nafn skrár:KetSig-1869-02-22
Dagsetning:A-1869-02-22
Ritunarstaður (bær):Miklagarði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Ketill Sigurðsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1821-11-26
Dánardagur:1903-03-04
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Litla-Eyrarlandi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Miklagarði 22. Febru 1869

Heiðraði Góði Vinur!

Hafðu bestu þakkir fyrir tilskrifið með seinustu póstferð, og því með fylgjandi sendingu, einnig goða undirtekt með ektavísi útvegurnar Hjer með læt jeg fyljga 4rd sem borgun fyrir 2 lóð af þeim opt nefndu og sárt eptir þreiða vír og vil jeg biðja þig ef mögulega gjetur að senda mjer hann nú með þessari ferð; enn það sem þú þarft að borga fyrir flutninginn, skal jeg senda þjer síðar þegar þú hefur látið mig vita hanð mikið það er 16 skilðinga legg jeg einninn hjer með fyrir Brúdargarnið 1 lóð er þú sendir mjer Því heiðraðu fjelagi sem útgjefur "Baldur" bið jeg þig að gjöra kunnugt- ef þú veist um nokkurn mann í því- að 2

af kaupendum blaðsins er jeg hafði hafa geingið frá enn í þetta sinn sendi jeg þó ekki þua tvö af sendu því jeg að ekki vonlaus um að gjeta Snú?ið aðra í það aptur enn þó er ekki vert að senda mjer með næstu ferð nema 8 exempl. Frjettir skrifa jeg þjer ekki því ef nokkrar væru merkilegar þá flitur Akureyrar pósturinn þær, af mjer hefi jeg heldur ekki margt að skrifa jeg lifi við þetta gamla bærilega, all vel rólegur og ánægður, hefi talsvert fleyri Skjepnur enn á Eyrarlandi enn hjer um bil að þvi skapi meyra Skuldugur börn mín eru 6 á lífi nú næstum fullorðinn utann 1 sem eg er nema 8 vetra Davíð sá elsti af dreingjunum 22" ára hefur lært Söðlasmíði og er nú trú lofaður með það tumar dóttur Hallgríms á Hálsi hjer Einarssonar

presti,- bið leifir málið mitt góða kvilir sig nú við Hæsturjett og verður ekki dæmt í því fyrri enn að ári liðnu það mun liklegast meiga heimfærast til mín þar við að,, frestur sje á íllu bæstur Fylgi þjer ætíð friður og blessun drottins

óskar þinn þob

KSigurðsson

# # #

Hvað mundi fóstur heims presturinn sá er jarðsaung Bakkus ? sagt hafi, ef einhver við það tækifæri hefði snúið vanti í vin, eða upp á annann máta bruggið það, til þess að hressa þá er þar vóru nærstaddir, eini og tiðkunlegt, er við jarðarfarir, líklega eins og Embættis bræður hans farðumdaga burt burt með hann barn ??hann krossfestist hann

ekki vænti jeg að Balður vildi hlaupa með þetta fyrir KS#Sjá Norðanfara No 7-8

S.T.

Herra Lögregluþjónn J. Borgfyrðingur

Reykjavík Innlagðir 4- 16~ borgað 16??

Myndir:12