Nafn skrár:KleBjo-1848-09-18
Dagsetning:A-1848-09-18
Ritunarstaður (bær):Bjarteyjarsandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Klemens Björnsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1833-11-26
Dánardagur:1892-08-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Eyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Bjarteyarsanði þan 18da September 1848

Ætið Sæll kunningi góður!

Eg þacka þér hjartanlega fyrir til skrifid i Vor hvort eg með tók með skilum og þótti mikið Vænt um, en eg helð að það verði fá orðara hjá mér því eg frétti ecki neitt markverðugt neinstaðar frá sem þú hefur ecki heirt, nema hér hefur siðra hefur mátt heita i stirðara lagi heyskapar timin vegna of frekra Storma hér á Ströndini, vel hefur mér liðið Siðan eg kom uppifir hvalfjorð i Vor það sem af er, eg ætla að Biðia þig að vera Driugan þegar þú ferð að senda mér í Haust sitt af hvöriu Smá Veigis því eg heg egej tók á að fina þig þó mig lángaði til þvi nú hef eg ecki neitt til upp skriftar eða skemtunar mér I Vetur og er ej anað að flya en til þin þó lángt sé á milli ockar en Best kjæmi mér það ef móður min kjæmi með það ef hun gjæti funðið mig eða með einkhvörri vissri ferð, en kvæðin og það sem þú lédir mér er þá til, en forhalist henar ferð gét jeg sleigið utanum það ef eg fæ vissa ferð, eg Vonast eptir Seðli frá þér með fréttir úr plassinu

Plassinu því þar er optast umbreitingunni unðir órpið eins og anar staðar og þiki mér gamað að heira það helsta og merkilegasta Eg atla að biðia þig að forlata hastin i flitir parað og illa orðað og vertu alla tima guði á valð falin þess oskar þin einlægur kunningi meðan Heiti

Klemens Björnsson

P;S;

eg bið að heilsa Ingibjorgu i Staðarholi og Jóhönnu þar; lifðu sæll!

Myndir:12