Nafn skrár: | KleBjo-1853-12-07 |
Dagsetning: | A-1853-12-07 |
Ritunarstaður (bær): | Bjarteyjarsandi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Borg. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 99 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Klemens Björnsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1833-11-26 |
Dánardagur: | 1892-08-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Eyri |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Andakílshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Borg. |
Texti bréfs |
Góði kunningi, óskir bestu! Í þeirri von, að þú siert orðin svo friskur, að hafa feingið rænu á að fletta blöðum þinum, þá hripa eg þenan frietta lausa miða, þakkandi þér fyrir siðast gótt, eins og alt undan farið, mér til handa, þvi eg gét valla orðum að komið rænu leisu minu, að nena valla að rissa þér eina linu, á móti þinum mörgu og skemtulegu briefum, sem þér hefur ekki orðið svo þungt um að senda mér, en nú ferst mér miður i öllu falli, að nú verðurðu að skrifa á beru hnjenu þángað til, ef Guð lofar mér að kom sjálfum í vetur, þvi eg trúi ekki öllum fyrir, að færa þér Bullið, þó að einhvör sie sá á ferð, sem trúandi sie fyrir miða, þvi eg gét ekki snúist við að fara núna suður i skamdeiginu, sierdeilis þar þessi þó að til géta meigi, að dag blöðin skyri þar frá lángtum betur áður en við sjáumst aptur,- Tiðinda litið er að frietta hér um plass, utan það, að fjárpestin er i vægasta lagi, en harðlega sinir han sumum undir brunina á sier þessi VEtur, þvi að ssunnlendingar eru óvanir því, að eiga við Vetur að tebla, og fara þar af best sögur i vor kiemur hvörnin af leiðingarnar verða, bæði með bjargræðis byrðir og margt fleira sem iskiggilegast sinist, Kleméns Björnsson Bjarteyarsandi dag 7 |