Nafn skrár:KleBjo-1861-11-20
Dagsetning:A-1861-11-20
Ritunarstaður (bær):Borg
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Kjós.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Klemens Björnsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1833-11-26
Dánardagur:1892-08-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Eyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Borg d. 20 Novembr 1861

Elskaði fornvinur óskir beztu!

Brjef þitt af 8 oktobr, nýmeðtekið þakka eg þér, það er nú efni til að rita þér margt i frjettum, ef eg nenti að setjast niðr á Kjaptastólin, það er nú aflagt fyrir mér að gjöra það, með pennanum sem forðum, svona fer timin að breíta mörgum hlutum, þó þrek meíri sjeu, enn eg, það var sem orðið fullhermt fyrir þér, að eg væri fallin, og skeítingarlaus, orðin fyrir ginnandi röddum heímsins, enn hvað er ekki vegur margra, gefa sig við breítingum þeím, það er ekki heldur tilgángur minn i þetta sinn, að berja niður meíningar þínar, það skal heldur timin gjöra, það verður samt ekki margt sem eg rita þér i friettum iþinuþetta, eg ætla stuttlega að skyra þér frá stöðu minni og breítigum, eíns og eg hef áður gjört, eg er litið eítt búin að færa mig úr stað, og keípti eg mér bæ i vor fyrir 80rd, og stendur hann á lóð assisors Jóns Pjetursonar i R.vík, og hefur það verið lögbíli fyrri, enn komið i órækt, fyrir trassaskap eígendanna, og er eg nú búin að flitja mig alveg á þennan stað, hvörsu leíngi sem mér er atlað á honum að standa það veít eg ekki, heímurin var búin að fræða þig um eg ætti stúlku, og það mun eg líka gjöra, þá

eg hafi litið um það skrafað fyrri, og síst við þig. þar eð bæði skildfólk mitt, og fleíri hafa lett þvi á mér enn þeím er nú ráð að hætta, jeg gipti mig 8a þ.m. svo er nú það skref á lífsleíðinni stigið, hvört sem það er heldur framkomið til gleði eður þíngðar, það er mér um megn að sjá i gengum glér, enn htit er víst að þar sem skinsemin er látin ráða, að maður lifir glaðari, i von, um Guðlega forsjón, að hún muni ætið vaka,- að þessu sleptu, ef svo skildi falla að forlögin skildu ákvarða þér verustað á suðurlandi aptur, vildi eg óska mér þess að lifa þá stund, sem þú kæmir til húsa minna, og eg gæti sínt þér móttöku þá, sem báðum væri til gleði, og þú geíngir eítthvað annað að skoða, enn myrkva forlaga minna, enn það er nú ekki árennilegt að flitja sig suður, því illu lifir suðurland, það verður valla með fáum orðum frá sagt, hvörsu búið er að steípa högum þess, með stjórn og yfir gángi kláða maktarinnar, það hefur eflaust gört mezt að verkum, og ekki kalla eg mig skammlífan ef eg sje þau stóru sár gróin, sem nú gína opin, freslið er nú farið, og færir deíðingu i marga lifandi likhami, ekki er gott, slíkt að víta, það verður sínu framm að fara, þó óöld heíti. Á þesus ári fór eg að manna mig, og skoða það grösuga norðurland, og er það ekki ofskermt að það er vel byggilegt, enn þar vantar sem víða annarstaðar, að margt er skamt á veg komið, og illa

notað, sem eg meína bæði til sjós og vatns, þar eru sunnlendingar míklu framar, og mig furðaði hvað norðlendingr skeíta því lítið til um bótar, jeg ferðist yfir meígin hluta Húnavatnssyslu að norðan, og frekast sem eg hafði tíma til, og víst er það satt, aðalúðlegt er fólk þar að hitta og fann eg mun á þvi, eður hér siðra það var líka skemtilegt að ferðast i sumar, þar stilling veðráttunnar var samjöfn til enda, og góð gjöf var það með ástæðum landsins, svo fyrir norðan mátti kalla eítt af velbi árum farans, heískapin góðan, og kaupstaðr prísa þar varann aflandinu var töluverð til, og það svo að mér þótti mikið þegar eg hugsaði til suðurlands og bjargar abla fólks þar þetta ár, enn það var betur að það gékk ekki yfir allt i senn, þvi margir hafa gott af þvi að fara norður, enn mjög er það hallandi á móti þvi sem það var, það eru líka helst til margir sem þángað fara, vegna þess að þeír fara of stutt. jeg gét ekki verið að rita þér neitt úr R:vík. það er sagt að sýfeldar breítingar sjeu þar á embættis mönnum og fleíru, og það er haft fyrir satt að kaupmenn verði matarlausir i vetur, enn selji það litla i háuverði, og er það vel að þeír gánga ekki berhöfðir i kuldanum góðu herrar, eður so klæðlitlir þá slái að hjarta, svo þeír hafi ekki önnur ráð enn géfa fátæklingum sem til þeírra koma, i þeírri von að

géta feíngið betra líf þegar þeír hætta verzla. jeg er nú ekki að fjölirða þetta fremur vinur minn, þvi eg veit að þér berast fréttirnar úr öllum áttum, þá að eg þégi, heldur er þetta, til þess að láta þig víta að mér líður vel, og sama tíra lífir í brjósti minu, sem eg vildi áminna og glæða, so hún feíngi ekki útaf að slokna, og það samkvæmt óskum þínum til mín, sem alltaf má kalla að lifi í fersku fjöri, að endingu fel eg þig og þér kærkomna guðsforsjón, og vil jafnan finnast þinn samjafn elskandi Vin!

KBjörnsson

Myndir:12