Nafn skrár:KleBjo-1862-03-07
Dagsetning:A-1862-03-07
Ritunarstaður (bær):Borg
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Kjós.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Klemens Björnsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1833-11-26
Dánardagur:1892-08-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Eyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Borg d. 7 Martsi 1862

Elskaði góði gamli vin! óskir beztu, Jeg atla ekki i þetta sinn að vera fjölorðar, heldur geta eínúngis um klaufaskapin á mér i haust að koma þessum línum til þþín sem eg atlaði samstundis að bregða við og manna mig upp og senda þér, enn um þær mundir vóru sífellir norðan stormar svo ekki var fært að komast suður, enn deíginum fyrir þaðð sem eg komst suður fóru þeír með póstin á Akranes, síðan hefur miðin feingið að geímast heíma, svo nú hef eg ásett að róa á aptur og vita hvörnveg geíngur, það liggur við, að maður fái ekki með skilum bréf frá þeím i Reykjav. fyrr enn seínt og illa, og þess vegna er opt litill tími, þó að svara þírfbi með pósti, fyrirgefðu mér vinur þó eg nenni ekki að skrifa þér fréttir, þær eru ekki heldur markverðar til, mikið hefur veðrið verið gott í vetur, og er það góð gjöf, það væri líka bágt ef það fylgði kláðanum, og fískileysinu, enn með það síðar nefnda er þó bóta von, Að endingu læt eg þig vita að mér líður vel, þó þúngt sje i ári fyrir frumbílinga enn því er miður að fleíri kvarta, af mér alla tíma kærast kvaddur, og forsjón guðs falin með vinum þínum, mælir þinn ónítur forn Vin!

KBjörnsson

Myndir:1