Nafn skrár:KleBjo-1859-12-27
Dagsetning:A-1859-12-27
Ritunarstaður (bær):Brekka
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Klemens Björnsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1833-11-26
Dánardagur:1892-08-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Eyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Elskul. góði og triggfast. Vin

Nú við enda þessa árs, berst mér i hendur sendi máður Akureyrar, sem þó ekki hefur skéð fyrri að hann hafi gistingu tekið á sama bæ sem og hef verið, eður þeir norður postur, það væri likast þvi ef eg nenti ekki þá, að ríta þér eína línu, sem eg vilði diljast i felum sem þó ekki er að réttu, skapnaður minn, þvi frjálslegan sýni eg mig i lifnaði mínum, enn það er óhætt umliðið, síðan eg losaði böndint já það er ofstutt, enn það er mini vandi að sjá á eptir, það gjöri eg að gamni mínu að láta þig sjá nafn mitt að þessu sini, þvi ekkert gét eg sagt þér i frjettum, útan það, að mér líður vel, og að margir verða til þess að unna mér heldur góðs, sem að eru mikils verð auðæfi i þessu lifi, almennast er að heíra alstaðar frá, þúnga kvefveíki, og nokkrir kallast á burtu, enn fáir nafnkéndir, þeír hafa haft talsvert fyrir stafni Borgfyrðingar i haust, með fjenaðar niðurskurð, og inkaup þess aptur

það má ségia um það, að betra er að vakna seinna enn aldrei, mikil stjórn er með fjárklaðan hér siðra og mikil þolinmæði er það, sem sunnlendingar hafa til að bera, að þreíta við þessa ónógu lækningu, sem aldrei dugar, og mikið þiki mér meðmæli J sigruðsson við lækningar, og hjálpa þar víst að spillvirkjar velförnunar lansins, og víst er það að betur fellur mér, J Guðmundssonar ritgjörð um kláðan, nú, heldur en fyrri, þvi mér virðist hún, nú fyrst hrein og alvarleg, þess er líka þörf, og er þó Jón farin að slá slöku við þjóðólf, þó starfar hann mikið, og það er hentast að hann er fær um að afkasta míklu, ekki gét eg mínst á bókalíf mitt, það er ekkert, því eg hættur að lesa blöð og bækur, enn það var eg mestur i haust, að eg gat feinigð árbækur þær sem mig vantaði, E. Bókbindari útvegaði mér þær, víst er það hug hef eg á því að skrífa mig í Bókmenta fjelagið, er það er um seínan, utan að skrifa sig fram fyrir það liðna, en það er þíngra þvi eingin fæst i fylgi, sona er það en þá hér siðra, það má nú ekki vera minna en það, að eg minist á skuld þá, sem þú átt hjá, mér það er altaf of mikil dráttur að borga það, svo vegna þess vægar þú ekki að senda mér fallegustu

Bókina sem þeir prenta á Akureyri, því ekki nenni eg að sækja hana til þín enn þá, alstaðar er nú þúngt að halda áfram lifi sínu því tiðin er þúng og dýr mjög; og sumt að mestu ófánlegt, þetta má kalla rétt að nafninu tilskrif mitt núna, enn eg þekki þig á þann veg, að þú ert vanur veíkum og strjálum við burðum mínum, að endíngu þakka eg þér fyrir öll þér góðu tilskrif sem annað gott og trígðaríkt mér auðsínt, kveð eg þig svo óskum bestu, af samjöfnum vínar anda, og vil jafnan finnast hinn sami i fjærlægðinni þinn gamli úngdóms Vin!

KBjörnasson

Brekku dag 27 Decembr 1859

S.T.

Herra Bókbindara J. Borgfjörð

á

Akureyri

Myndir:12