Nafn skrár:ArnJoh-1905-08-08
Dagsetning:A-1905-08-08
Ritunarstaður (bær):Dalvík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Svarfdæla, Dalvík
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Árni Jóhannsson
Titill bréfritara:Skipstjóri
Kyn:karl
Fæðingardagur:1887-07-30
Dánardagur:1960-10-21
Fæðingarstaður (bær):Brekkukoti
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Dalvík 8. Ágúst 1905.

Kæri skólabróðir !

Bestu þakkir fyrir allt gott frá því fyrsta, og ekki síst fyrir brjefið frá þjer sem mjer þótti svo vænt um að fá (frá þjer) Ýmislegt var það þó í brjefi þínu,

sem mjer þótti ekki vænt um að heyra, s.s. um hvarf Alberto, sem mejer þótti í meira lagi ógeðfelt því mjer virtist Albert of góður drengur til að lenda í

eins leiðinlegu ástandi, og trúi jeg því vel að þjer hafi þótt fyrr að mis?? jafngóðan fjelaga. Jeg hefi opt óskað eptir að þú værir kominn,

eða

jeg kominn til þín, því ærið dauflegt þykir mjer hjer við ljáinn opt og liður, sem mest er stafandi af því, að jeg get ekki

verið við neitt sjerstakt. I sumar hefi jeg mest verið við róðra þegar gefið hefur til þess. Hefi jeg þá átt að heita form. og aflað heldur vel eptir því sem um er að

gjöra því yfirleitt hefur aflast mjög lítið, enda miklar óstillingar og gæftaleysi. M Nú í 1 1/2 viku hafa verið mjög

miklir óþurkar, og eiga bændur mjög mikið úti af heyi og sumir enn ekki búnir að hirða tún svo Taðann liggur næst því að verða ónýt á túnunum. Jeg hefi aðeins

verið 1 viku við heyskap í sumar, og býst ekki við að verða við hann

meira á þessu sumir. Þeir skólabræður okkar sem hjer eru í sveit eru allir við

heyskapt. En Þ Dóri Hjalti hjá Arna bónda í Dali, og segja sumir bráðir menn að sumarkaupið gangi mestallt í hestalán, og vírfesta og staíshningakaup!! Lítið

hefur enn verið gjört hjer í sveit til framfara síðan jeg kom í vor. Var haldinn einn Rjómabúsfundur en á honum gjörðist ekkert endi legt, strandaði mest á

eigin- og drattunar girni eins manns. Fyrir 1/2 mánuði fór jeg yfir í Höfða og fór Sn. Sigfússon með mjer. Af þeirri ferð get jeg sagt þjer það að jeg rjeði mig

næsta ár sem ráðsmann til þeirra bræðra og er það nokkuð mikið í þaug tekist. Af Snorra er það að segja, að hann býst við

að sigla til

Noregs í haust með Magnúsi gamla organista sem siglir til að syngja í Noregi í vetur og þar með allt söngfjel "Hælda" með sjer, hefur hver fjelagi 1kr. fyrir

hvern mann sem á hlíðir, og 20 aura fyrir hast prófgram jeg vildi óska að honum yrði þetta til góðs. Alltaf hefur mig langað til að fora

okkur í allt sumar en hvert það kemst á er óvíst enn, og síst svo langt jeg finni þig. Ferðinni yrði þá aðallega heitið að Gljúfrá til að skoða rjóma búið þetta er orðið

of langt mál. jeg bið kærl. að heilsa foreldrum þinum og Árna á H. langar til að skrifa honum seinna. Líði þjer sem best fær beðið þinn einl.

vin Árni Jóhannsson

Fyrirgefir villurnar og lestu í málið skrifað í flýti.

Myndir: