Nafn skrár: | KleBjo-1857-11-08 |
Dagsetning: | A-1857-11-08 |
Ritunarstaður (bær): | Ferstiklu |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Borg. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | ÍB 99 fol. a |
Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðings Jónsson |
Titill viðtakanda: | bókbindari |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Klemens Björnsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1833-11-26 |
Dánardagur: | 1892-08-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Eyri |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Andakílshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Borg. |
Texti bréfs |
Elskaði Trigda Vin! óskir bestu! Alvarlega þakka eg þjer, fyrir þín góðu tilskrif, sem eg hef meðtekið með skilum, þó eg hafi ekki sem mier hefur borið ritað þjer aptur, og hefur það orsakast af hraparlegri penna legi, fyrir mjer, enn biðin er liðin, og -tilfinningum inum, að hrökkva á burtu á fjærlæga staði hefdi eg með nokkrum ráðum gétað að gjört enn vinnumenn hafa sjaldann mikil húsa ráð, svo eg gat nú komið móðir minni fyrir i Vor, til þessa líðandi árs, í góðann sama stað, með þvi móti að sjá fyrir meðgjöf með henni eptir þörf, því heilsa fari hennar er mjög farið að hnigna sem að lika er von, svo nú með þessa töldu þikir mjer sárt að kveða, að géta nú ekki verið nálægur næsta ár, ef eg gæti að nokkru henni hjálpað, því hún á nú ekki marga þá að, sem að hafa vilja eður krapt að sina heni, þó að minn sje veikur, þó eg gjarnan að öðru tilliti vildi leggja hug að þvi, að komast norður til þín, því eg sje að slikt er ráð, og gétur orðið mjer að miklu gagni, bæði er það að suðurland fer nú úr þessu að verða fremur óindislegt og ekki i nánu sjerlega árennulegt til lífsbjargar, þar þess helsti bjargræðis stofa er nú þegar fallin, og það er þung sjóa að lita fram eptir mér, svo tæpt er um að tepla, af mjer er það að sega, eg er kir á sama bæ, og Vinnumaður og gjörði eg það fyrir bón húsbónda mins, hann er lika væn maður, enn á hvörn veg eg haga kjörum fram veigis vil eg geta srkfiað þjer iVetur og fleyra, til Klemens Björnsson Fetstiklu dag 8 Til Bókbindara Jóns Jónssonar Borgfjörð á Akureyri |