Nafn skrár:KleBjo-1857-11-08
Dagsetning:A-1857-11-08
Ritunarstaður (bær):Ferstiklu
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Klemens Björnsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1833-11-26
Dánardagur:1892-08-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Eyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Elskaði Trigda Vin! óskir bestu!

Alvarlega þakka eg þjer, fyrir þín góðu tilskrif, sem eg hef meðtekið með skilum, þó eg hafi ekki sem mier hefur borið ritað þjer aptur, og hefur það orsakast af hraparlegri penna legi, fyrir mjer, enn biðin er liðin, og dugarekki um að fást, - nú i þinu seinna bréfi sem til mín kom, spirðu mig sjerilagi um það, hvört eg géti látið þig vita, um Norðurferð mína, og verð eg að svara þjer til þess sem skýrast eg gét, með þar að töldum atvikum, eður réttara að seiga fráhindrun, sem fyrst lagdist i veigin i fyrra vetur með seinkun á brjefi mínu til þín, og að því liður kom mjer til hugar að gjöra tilraun á, að sjá nokkuð til með móður minni, sem að jafnast til skams tima hefur orðið að sæta erviðum lifskjörum, og það hvað báast i fyrra vetur svo að rekið var að þvi, að hún skildi færast til sinar sveitar, þó lifir maður hennar, enn hvað um það, þvi á sama stendur, og þótti mjer slikt, sem að þreingandi

-tilfinningum inum, að hrökkva á burtu á fjærlæga staði hefdi eg með nokkrum ráðum gétað að gjört enn vinnumenn hafa sjaldann mikil húsa ráð, svo eg gat nú komið móðir minni fyrir i Vor, til þessa líðandi árs, í góðann sama stað, með þvi móti að sjá fyrir meðgjöf með henni eptir þörf, því heilsa fari hennar er mjög farið að hnigna sem að lika er von, svo nú með þessa töldu þikir mjer sárt að kveða, að géta nú ekki verið nálægur næsta ár, ef eg gæti að nokkru henni hjálpað, því hún á nú ekki marga þá að, sem að hafa vilja eður krapt að sina heni, þó að minn sje veikur, þó eg gjarnan að öðru tilliti vildi leggja hug að þvi, að komast norður til þín, því eg sje að slikt er ráð, og gétur orðið mjer að miklu gagni, bæði er það að suðurland fer nú úr þessu að verða fremur óindislegt og ekki i nánu sjerlega árennulegt til lífsbjargar, þar þess helsti bjargræðis stofa er nú þegar fallin, og það er þung sjóa að lita fram á slika tið, og það marga sem þvi fylgir því eg meina að læknara muni fæstu bjarga, og mun það betur seinna sannast, þó þikir mjer það lakast ef svo irði,- að þjer biðist tækifæri til þess, að gjöra þjer undir búning til húsbiggingar

eptir mér, svo tæpt er um að tepla, af mjer er það að sega, eg er kir á sama bæ, og Vinnumaður og gjörði eg það fyrir bón húsbónda mins, hann er lika væn maður, enn á hvörn veg eg haga kjörum fram veigis vil eg geta srkfiað þjer iVetur og fleyra, til þess verð eg nú að mælast fáirðu þennan litilfjörlega brje miða, að gæta þess ekki, að mjer bar að gjöra han betur úr garði enn þetta, og um bera vel ófullkomlegleika mína, en sami fylgir andin málim ínu sem fyrri til þín, að eg vil ekki gleimin vera þó til þess sjáist litil merki, brít eg svo saman þennan óreglulega miða treistandi þjer til vesta, mér til handa sem fyrri, þakkandi þjer fyrir allan velvilja mér auðsyndan, óskandi þér af einlægum anda farsældar og öllum þínum af þeim kröptuga stjórnara allra hluta, Vil eg svo jafnan finnast þinn einlægur þó ónitur Vin!

Klemens Björnsson

Fetstiklu dag 8d Novembr 1857

Til Bókbindara Jóns Jónssonar Borgfjörð á Akureyri

Myndir:12