Nafn skrár:KleBjo-1855-02-25
Dagsetning:A-1855-02-25
Ritunarstaður (bær):Gröf
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Klemens Björnsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1833-11-26
Dánardagur:1892-08-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Eyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Kæri vin, óskir bestu af einlæga hug!

Ekki dugar á lífshlaupinu að láta sier hugfallast, þó mótsett atvik mani að höndum beri, heldur verður með öruggum huga að þráta skeiðið, með hreini trú, og góðri von, jeg er að reina til þvi hugurin girnist það, að géta látið þig sjá i anda nokkrar linur, þó þær bæði sieu ófróðar og litils verðar, utan til þess var, að viðhalda sem ber, heitum þeim, sem vér alvarlega bundum og hefur það lika birst fyrir augum mér frá þinni hendi skemtileg og fræðileg sending i vetur, hvörja jeg meðtók með góðum skilum, frá Sigurði bróðir minum seinast senda, og var jeg þá búin að ætla þér nokkrar linur þó fátæklega ne garði gjörður, hvörjar eg varð of vin að seda i Veigin fyrir norðurlands postin, þvi han fór nokkrum dögum fyrri úr Reykjavik en i fyrra ?? það blekti mig, nú hef jeg geimt þær linur móti vilja minum i 15 vikur þvi jeg hef ekki vogast til að senda þær með óvissum ferðum, nú vildi jeg hafa girt mig aptur i brók, og freista til hvörnin takast muni, og senda þér þær sömu línur, í veigin fyrir postin að ytra Hólmi, en takist það ekki þá er i flest skjól

fokið, þér mun nú til hugar koma að tiðin sem liðin er i Vetur, muni ekki frietta laust liðið hafa i burtu, þvi svo hefur optast til geingið að timin geimir margt i skauti sinu, á veðráttu farið verður first að minnast, umhleypinga söm veðrátta hélst við hér siðra með sama abli fram að þorra með frekri snjókomu og áfreðum, svo það harða úrkoma skot gjörði bjargarlaust fyrir allar skepnu nær og fjær, svo illa áh0rfðist en þorrin bætti bætti nokkuð sumstaðar úr þeim áföllum harðindum með haga ,helst i minu plassi, en viða hvar von han litið á nú er hans bliða á enda, og Góa tekin til að sina oss odd á oflæti sinu, með grimum frostum og harðviðrum, og það með so grimum að förum að jeg held að það væri ekki af gjört að kveða um hana, eins og Siera Jón Hjaltalin k??ð forðum i Tiðavisunum, þvi frostið keirir nú fram úr hófi, þvi allan allanþó leggur nú með ji, svo allir sjófarendur teppast þar sem þeir eru komir, horfir það illa út þar bjargræðis timi manna er hér komið, og ligg jeg nú ásamt fleirum til berjar, út með Hvalfyrði, enteralt stoppað, ekki veit eg hvað þvi tók tið stefnir ef bót fæst ei við meini, morgum varð sá liuðni þorri og góðu, þvi fyskirý kvað gótt hafa verið, Sunan fjals á honum svo hlutir vóru vóru orðnir góðir i ?áfnum og viðar einig i garði, og suður þángað sóktu Seltjarningar fiskin og urðu þeim túrar þeir að góðu hvarfi, eins og fyrri

Heilsu far mana hefur fremur kvilla samt verið i vetur, og nokkrir hafa dáið i okkar áður alþekta plassi hafa dáið okkur þektir Þorður bónin i Tungu tuni, og kona Jóns á Grimstöðum og Guðrún Sigmundsdóttir móðir Valg: eptir fleirum man jeg ekki þar, nokkrir haf orðið bráðkvaddir hér og þar en fæstir nafnkendir utan gamall maður fyrir ustan, sem Þjóðólfur skyrirfrá eins og öðrum friettum, og bist jeg við að han komi þér fyrir sjónir, jeg veit ekki hvört jeg á að skrifa það með friettum, að ráðskonan hans sjera Jóhans okkar gamla hefur átt barn i vetur, og hefur þá komið fát á kallin, en Olafur sem var þér samtiða á Hvitarvollum varð við soddan tilfelli faðir, svona geimir timin með sjer marga sjerlega viðburði, heirt hef jeg að Jónas fari frá Asgarði en hvört, veit jeg ekki, og þángað aptur Guðmundur Teitsson dreigari, og byrja þar búskap, lika hefur borist að til hans fari stúlka nokkur (Sigriður Jónsdóttir á Hvanneýri) óhvylikt kærleiksband, og margt mun þar á framfarar veigi vera, þo mér sje hulið, Fátt gét jeg ritað þér af mentunar lifinu hér siðra, utan Þjóðólfur geingur af krapti um allar áttir itl að vekja afhigli mana svo þeir sofna ekki utaf aptur, þess er lika þörf, svo er lka Ingólfur tölta öðru hvörju undan pressuni hvör uppbýgging sem að hönum er? ekki veit eg hvör miskunar sig yfir han fyrst Svb: atlar að fara norður að Hrafnagili fyrir aðstaðar prest, og þá kémur til þin ein kunnugir, af suður landi, illa held eg mér takist að riðja þokuni frá þinum sálar augum með þessu rugli, hvað þó skildugt væri

væri, þvi þessa striðviðra sama góa held ieg gjöri flest að deifa sem unt er, þó náði póstskipið að koma áður en henar grimd tók að geisa, hvað sem hun gjörir nú við það, ekkert hef jeg en þá skrifað þér af sjálfum mér, mér hefur þó liðið bærilega til þessa uppá heilsu, en burt er jeg nú búin að flitja mig dslunum, að öllu leiti, hvað sem nú fyrir rekur, það veit jeg ógjörla en þá, og valla gét eg skrifað þér það með vissu, en sendirðu mér miða ef við báðir lifum, þá gétur Sigurður bróðir minn leiðbeint þvi, lika á jeg kost á að vera hjá honum, en ekki veit jeg hvört það veður, eg er lika ekki búin að fina han en þá, en margur sækir fast á að fá mig, jeg vonast eptir að fá að frietta af þér i hvörri stöðu að þér framgeingt verður, en eg veit að þér hefur liðið vel, jeg mun ekki þurfa að búast við þvi að sjá þig i vor á Þingvöllum, sem valla er von Sigurður gamli í Fossakoti ætlar að kina sjer á efriárum sinum i vor, þan gamla frelsis stað þjóðarinar, en þeir ungu sitja heima, þvi seint lifnar lifiði spjórtinu á þeim ungu þjóðlimum okkar, nú hel jeg að jeg fari að binda enda á rugl þetta, þvi nú er eg pappirs laus, og anað hitt, að hér má sjá við á litlum fram förum er jeg, að eg byriaði öfugt að setja öfugt linur þessar á blað þetta, nú bið eg þig að forláta mér þetta rugl, sem eg þó óska að til þin kæmist, þó seint i rði eður verði og bæti eg þessum linum hjá þeim fyrri, og kveð eg þig nú með þakklæti fyrir alla trigð, og fel þig af alheitum anda þeirri algóðu vegleiðslu á hendur þess óskar þin vin

Kleméns Björnsson

Staddur á Gröf dag 25a Febr 1855

Myndir:12