Nafn skrár:KleBjo-1858-11-15
Dagsetning:A-1858-11-15
Ritunarstaður (bær):Miðdal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Kjós.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Klemens Björnsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1833-11-26
Dánardagur:1892-08-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Eyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Triggfasti góði Vin!

Það hefur leingi svo mælt verið að seint væri að yðrast eptir dauðan, eður skal ekki mér, sem öðrum verða það óviðráðanlegt, og þó ekki kunni að vera utan snofnsá, sem manni hefur orðið svo vær, að maður vaknar ekki fyrr en i ótima, og sjer þá hvörsu liðið er á timan, og framhjá hlaupin dyrmæta tiðin, já það er opt sárt að sjá til baka, þvi er gott að gæta sín i tima, með vakandi augum, Það vart sem fyrri, að likast var sem jeg vakandi af laungum i nefni, þegar eg meðtók, og las þitt jafnbyða og trigða rika ávarp, sem eg reitti móttöku dag 13d Nóvembr, fyrir hvört eg alúðlega þakka þér, sem önnur fleíri, þvi þau verða aldrej launað af minni hendi, þvi mig skortir faung sem krapt, þú leitast til við að vekja við mig, enn eg dotta ei að siður og gegni valla þini röddu, sem að bæði reinist mér ómanlegt og skaðlegt, þar eð nú má segia ekki siður enn fyrri, vaknið upp Islendigar, þvi myrkvan tekur að draga upp i mörgum stöðum, sem sendur er til að

- leggia þungar byrðar á herðar, inn að óbærar muna verða, miklar og þungar eru forlaga sögur Islans, þar eð upp varð að koma sú óurlega fjárpláa, sem ógnar að steipa landinu i dauðan, eður skal ei verða þungt að ráða þá pláu af dögum?, það vil eg meina að flestum verði, og það munu sunnlendingar finna margir hvörjir áður líkur, því valla mun þeim duga, einræðis skapur og þrálindi til að lifa af, Það væri á næja að géta flogið til þinn svo sem ein dag i Vetur til þess að skrafa, þar jeg er hættur að nenna að skrifa, því svo má heita sem eg h sje hættur að líta til Bóka i sama máta, svona breitist maður á leið sinni gégnum lífið, þó að til hvörs géti verið orsakir nokkrar, að hvör hlytur að gégn þeirri köllun lifsins sem han er til kallaður, og ekki má það mína vera sem jeg segi þeri frjettum heldur en það, hvörnin mér líður, jeg hætti að vera Vinnumaður næstliðið vor, og byrjaði ogjeg það alt um seinan, að verða lausamaður, sem mesta heimska kallast þar tíðin er svo þung, þó hef jeg ekki fram að færa utan nema sjalfan mig, og það sem jeg lít til móður minar, sem mér geingur nærri að géta ekki liðsint i þörf henar, go nú stend eg i skoðun við sjálfan mig hvað horfa skal, en altþað skal eg segja þér, að sitt heit steingði eg við sjálfan mig,

sjálfan mig við byrjun þessa, að ef svo færi að mér misfjelli áform mín yfirstandandi ár, þá mundi eg snúa huga minum frá suðurlandi, hvað sem hvör til segði, þetta géfur tiðinn að sanna, hvört eg endi ef svo leingi lifi, eg þarf að sönu ekki yfir að kvarta að mig vanti vinur, jafnt Vetur sem sumar, þvi margir vilja um mig sækja þar verk min reinast vönduð, og á framförum er jeg hvað þau snertir, jeg yfir gaf nú Hvalfjarðarströndina mína og flutti mig suður i kjósina á milli þraung fjalla, þar sem jeg þekti skugglegast vera, slikt þótti mér bezt við eiga, Bærin er nefndur Miðdalur, og skrifast jeg þar þetta ár, svona eru útúrdurar minir. Fátt gét jeg sagt þjer af æskunar stöðum i frjettum utan missir þeirra Andkýlinga með Hreppstjóran svo i Sumar han varð að kallast i burtu, og harmdauður held jeg um séðir, fram farir eru þar góðar með almeningi til búnaðarbóta til land og vatns, lika dó þar i sumar Húsmóðir min gamla Guðrún Jóh.ottir á Grimastöðum, sagt er mér að aumleg sje heilsa G. Teitssonar, og skaði er það á úngum mönum sem falla svo frá þarflegum störfum. og þaðan hef jeg ei fleyra merkilegt frjett; heyrt hef jeg að Borgfyrðingavanti falltrúa að nýju, þvi fáir held eg Kolbein kjósi, því slíkur maður er óhæfur til þeyrra starfa, svo fáa er nú um að vekja, ei að síður mun leitað verða

verða, þvi ei beið Sjera Benidikt eptir kosningum Borgfyrðinga, þó máski hefði verið til þess hæfur, nú mun vera i ráðagjörð að kjósa Guðmund Ólafsson jarðyrkjumann á Gröf han mun vera þar manna best til þess fallinn því föðurlands elskari mun hann eflaust vera, og einhvör þingmana mundi deigari framgánga en han, og hepna kalla eg Borgfyrðinga ef hun irði fulltrúi, Það er af verzlunini i ár að ségja hér sunanlanz, að allvel mátti hana þolanlega kalla, ef landvarna hefði meíri verið, og vist bætti hér úr i sumar hvörsu mikið timbur fluttist út hingað, og fremur mátti kalla það með góðu verði, lika hafa margir þess að notið með byggingarna, svo að kyrkju stjórarnir hafa ekki þarft að spara verkefnin, (það er og mælt um sjera, Þorgrim á Saurbæ) enn nú þikir halla fremur kærleika kaupmana, þvi svo má kalla að þvertekið sje fyrir hjáp og han hjá þeim og þar með eru þeir salt lausir að mestu svo Hlítur fyrir erviðt verði fyrir mörgum með sjáar útveigin, svo að nú hafa þeir lagt grundvöll til þess, að kreppa mætti að þeim, ef þjóðinn gætti að sínum hluta, en fundi og samtök mun þó verða seina um

og þvi fer svo margt aflaga, sem betur gæti eflaust geingið, Von er að þér sje farði að leiðast eptir skélum fyrir fyrir Rimna kverin, það er af trassaskap, jeg hef ekki borgað, utan þan 1 til Bjarna á kjaranstöðum, eptir örk þini, sem þú ætlaðir til minnisvarðans Hanes Sal. Stefhensen en með það sem eptir stnedur mun jeg gjöra þér skil fyrir, það er ekki gott að selja þessar bækur, fyrir þá sem óviða fara yfir, því hinir verða fyrri, sem géfa sig út að ferðast með þær satt er það, ekki er eg farin að skrifa mig i Bókmentafjelagið, það er af undan drætti, líka eru mér margir lykir með soddan deifð, það er til ónítis að fegra slika hluti fyrir mörgum, þar allan smekkin vantar, þó jeg meigi valla lá. Merkilegt er að fretta starfsemi prentsmiðjunar þar nirðra, víst helð jeg að sumt af þeim bókum gángi út, Jónslaga bók, og sögur þínar, en um sumt af hinum kan jeg síður til að géta, jeg var undrandi að lesa ófarir af brjefi því sem eg skrifaði þér i fyrra haust með Ðostinum það var i flítir gjört að búa það úr garði þvi jeg ætlaði að skrifa seina, og furða var að það skilði framm koma, og hentast er að áríðandi málefni fylgi

ekki Brjefum þeim er þannveg fara, sem ómögulegt er fyrir að sjá og það vona jeg að betur takist nú til með brjef mitt núna, það er að sönnu rjett til þess að flækjast, þó jeg vilji fremur síka að þú fair að sjá það, þvi á því géturðu sjeð að enn lifir hin sami andi i brjósti minu, þó fjör og ferðugheit vanti, því mjög litið þokar mér áfram þó árin fjölgi, þvi öllum er ekki þjenugt að hafa margt fyrir hendi, svo ekki spilli hvað fyrir öðru, þar lyfsins umsvif fara þó átum fjölgandi, fyrir einum sem öðrum, hvört til þess eru færir eður ekki, Jeg vilði gjarnan óska þess sem eptir geingist, að Sigurður bróðir min væri hvorfinn til þín, burt úr henni Reykjavik, ef ské mættir að han hvirfi, eður sneri sjer til baka, og gætti sinna ófara, því sá staður er hönum óþínugur, eður hvörju þeim, sem farinn er að missa þá þarflega aðgæslu á sjálfum sjer, til lifsins útréttinga og viðhalds, því sárt er að líta til baka, og sjá æfileið sína svo hörmulega lagða, en vera þó velgjörður af náttúrinnar herra, - því þau talsnöru bönd sem á mannin leggast eru þung og ervitt að sigra þau, gjaldi maður ekki varhuga við, og slýti þau með abli skinseminar, og halði sjer fast við hennar leiðréttandi Röddin, - jeg gét ekki hér við minst

á þá dráps - sendi- boða vorra trúarbragða, þvi ? er ekki fær um að lýsa þeirri gremju, sem gégnir minar tilfinningar, að líta til þess, að grundvöllur ?? lagður að nýju á landi voru, þeirra eyturblöndu trúar, sleppandi svo sjer vísvitandi úr hendi þeim ágæta gimsteini lúthers trúar leiðandi svo með því ógefnna yfir höfuð sér lítum til þeirri fyrri tima hvörsu þá gékk til, enn erviðt verður að mæla á móti því, að á veikum fæti sinast byggð vera trúar inræti sumra manna, allt fyrir það þó árlega sje úttbyggt landið með þarflegar og hreintrúaðar Bækur já það einar litið á skeítingarleisi og lettuð, sem yfir ráðin hefur, eg ætti ekki síst að geta fundið veikleika sjálfs mina. þvi ekki reinir á framgaunguna fyrr en á orustu vellinum, sem að sönu má segja að daglega yfirstandi, Mér fer að koma til hugar að brjóta blaðið, og filla það ekki upp fremur með ónýtar hugsanir það heimsækir mig sem búið er að sigra mig með öllu, nefnilega letin með að skrifa, hvörsu var jeg öðru visi forðum þegar þó, sá hættulegi æskufimi yfirstóð, og mjög hlytur maður að gjalða, i sinum einstæðingsskap filgisleisi yfirboðara sina, svo niður kafnar margt það, sem byggingin hefði tillátið að taka á móti, og hepnari meiga þeir ségjast sem njóta sina með

með fylgi og aluð. Gaman væri að fretta i vetur hvört þú hefur i higgju að byggja þér hús með fram tyðini, en hvað varðar mig um það, ef jeg hef ekki manndáð, að færa norður og rétta þér hönd, ei að síður er mér nokkuð lettar úr því jeg losaði böndin, enn hvað sem þvi liður ættir þú ætið fina mig með augu sjáandi og eyru heyrandi, uns það hlytur að dvína, og hverfa fyrir abli dauðans, og sú óumræðilega birta tekur við, og skyrir upp aptur það hulda, og skuggamyndirnar taka enda, hvörs vér vænum i sannri trú að verða njótandi. sá hin eini alvalði óumbreitanlegi stjórnari leiði þig og þína lukkulega hér timanlega, og síðar til gleði og farsælðar, svo mælir af alebli andans þinn þungdóms vinur, með alúðar þökku fyrir trigð og tilskrif öll, með ósk, að en þá fjölgun feingi alla tima af mér kært kvaddur!,

KBjörnsson

Miðdal dag 15a November 1858

Til Bókbindara JJónssonar Borgfjörð á Akureyri

Myndir:1234