Elskaði Vinur! Til þess er eg knúður að rita þjer eínn, þó ekki sje svo mál efni fyrir hendi, sem eg hefdi helst óskað samt vil eg i stattu efni skýra þjer frá því, sem mér hefur á móti fallið, - við upp byrjun þessa árs, bjó eg til ferðar brjef til þín, eptir skildu minni, og sendi af stað til Reykjavikur, fyrir miðjan Januar, og fól það á hendur Stúdent Jóni Arnasyni, til umsjónar, en brjef burðar maðurin brást mjer svo óhappalega, að han hefur briefið látið hjá sjer liggja til þessarar tíðar, og hefur nú pósturin veitt því loksins móttóku, og gét eg nú valla sagt að betur sje seint enn aldrej, þvi mjer kom nú þetta jafn ílla sem óvart, þar eg á þessum tíma kom hingað sem ferða maður og vonaðist fastlega eptir svari frá þjer eptir tilstefnu mini, en það var hvörgi að finna, sem ekki var von, þar svona fór óhappalega, og þar mér lukkaðist að komast eptir seinferðum brjefsins, þar verð eg að taka til greina kabla einn úr innihaldi þess, sem mjer þótti mest um varða sem mjer var sjálfum helst viðvíkjandi, að eg sje ei önnur ráð að þessu sinni enn sleppa með öllu hanna til stefna þar þessi atvik sem talin eru hafa öllu i ótima heimaráðið þar að aungvar póstferðir verða að svo stöddu á suðurland fyrir þan tima sem þörf væri á, eg þarf ekki lýsa hjer hvört þjer munigéðjast að þessu, þegar þú ert búin að yfirlíta með fyrra brjef, mjer þjenar ekki að vera orðfleyri um þetta efni, þvi eg sje ekki að þvi géti framgeingt orðið i nokkru lagi, timin er nú svo a naumur að vera fjölorður um fleyra i þessum miða, um þau tiðindi og tilfelli sem daglega tilbera, þess er ei heldur þörf því það, verða nú margir sem frjettirnar rita, heldur mun eg enda þennan borðulega miða, með sama aluðar og trigða anda sem fyrri, sem ei á deýa, meðan lifsandin stendur i skorðum, og vertu svo alla tima góðum kveðjum kvaddur, og falin þeirri algóða vegleiðslu á hendur, óskar einlægur vinur! KBjörnsson staddur Reykjavík dag 13d Marz 1857 |