Nafn skrár: | ArnJoh-1905-09-08 |
Dagsetning: | A-1905-09-08 |
Ritunarstaður (bær): | Dalvík |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Eyf. |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafn Svarfdæla, Dalvík |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Árni Jóhannsson |
Titill bréfritara: | Skipstjóri |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1887-07-30 |
Dánardagur: | 1960-10-21 |
Fæðingarstaður (bær): | Brekkukoti |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Svarfaðardalshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | Eyf. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Dalvík 8. Sept. 1905 Kæri vinur! Hjartans þakkir fyirir allt og þá einkum fyrir brjef þitt með tekið nú samstundis, d.s.3.þ.m. Jeg sje að þú ert sá eini sem mannst eptir mjer í gegnum þykkt og þunnt og vil jeg leytast við að sýna að jeg gjöri slikt hið sama. Jeg er ekki öfundssjúkur en þó liggur nærri mjer að öfunda þig af kalla þetta gott eptir jafn fáa menn Alltaf hefi jeg mátt guslast við róðra í sumar, en nú er jeg hættur við þá og annar tekinn við stjórninni. Víst mætti ráðherrann fara til fjandans fyrir því að ekki mundi jeg syrgja hann, en hjer eru þó margir sem álíta allar hans gjörðir góðar og gildar, en á það felst jeg aldrei. Hann hefur gjört, gjörir, og mun gjöra landi voru meira ógagn en gagn og væri hann því beztur af dögum ráðinn. Værum við hermenn mundum við herja, og eyðileggja alla lelja flesta þá sem á þingi sátu í sumar, að minnsta kosti fylgi fiska ráðherrans Gaman hefði jeg af að koma og heimsækja þig, og sjá allar þær breytingar sem orðnar eru á Reynistaðarbæ, en jeg hefi óbeit á flækingum og vil því helst ekki vera í þeirra tölu. Aldrei hefi jeg átt kozt á að vera á neinni skemmti samkomu með kunningjunum síðan í vor og hefði það þó verið gaman. Sigurður skólast. hjelt fund hjer í sveitinni og var jeg á honum. Þar var ákveðið að (halda fund) koma á fót mjer eina myndina af okkur, því hún minnir svo vel á samveruna eins og þú segir. Til að minna mig á Hólaskóla hefi jeg hengt upp á stofuveggina hjá mjer mynd af Hóla kyrkju og Túnið. Ef þú sendir mjer myndina lætur þú mig vita hvað hún kostar og mun jeg reyna að borga hana síðar. Nú í haust er jeg að hugsa um að láta það komast á að láta mynda mig, og þá langar mig til að senda þjer 1 andlit. Jeg hefi alltaf atlað bæði vestur og inná Akureyri í sumar en hvorug er en komið á þú þekkir svo fátt hjer, að jeg held þú hafir ekki gaman af að frjetta neitt hjeðan. Snorri siglir til Nor- eptir 2-3 vikur en Tóti verður heima í vetur. Berðu Árna Hafst. kæra kveðju og jeg vonist eptir brjefi Bjarna langar mig til að senda bögg ulinn með næstu ferð "Skálholts" Segðu mjer eitthvað af Albert næst. Með einlægri vellíðunarósk í bráð og lengd. þinn Árni Jóhannsson |
Myndir: |