Nafn skrár:KriTho-1930-12-05
Dagsetning:A-1930-12-05
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Borgarnesi
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Kristín Þorsteinsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1883-09-22
Dánardagur:1970-10-28
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Húsafell
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hálsahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Lundor PO

Ma??

Desember5

1930

Elsku bróðir!

Innilega þökk eiga liður þessar að færa þjer fyrir viðtökurnar í sumar jeg hef ekki fengið neitt brjef frá

Islandi síðan ég kom til baka en Asta litla frænka skrifar mjer opt og hún sagði mjer um breitinguna sem

varð á þínu heimili. það var auðsjeð að það mundi koma fyrir og meigum við öll vera þakklát fyrir að hún

fjekk hvíldina úr því svona var komið við hjónin vottum þjer ynnilega hludtekning og

biðjum guð að stirkja þig í mótlætinu mjer og mínu fólki líður öllu vel mjer gekk ferðin vel eptir að jeg skildi við

Daníel Tjelsted jeg bíst við að þú hafir heirt að jeg meiddi mig í höfðinu jeg rakst upp í

Bílin og skarst í sundur á mjer ennið jeg átti bísna lengi því af því að það gróf í því, jeg hafði læknir og

hjúkrunarkonu á skipinu sem jeg var með yfir hafið nú er það batnað bara stört ör og dálítill blettur sem er

dofin eða tilfinningalaus, það er nú Komin vetur hjer það hafa verið bísna miklir kuldar núna í 2 vikur en

þangað vil voru sífeld góðveður hjer. tímar eru hjer afar daufir vinnuleisi í

bæonum og allár

afurðir bóndans í mjög lágu verði það koma hópar af vinnu lausum mönnum útum landsbigðina að biðja

um að fá að vinna fyrir fæðinu sínu það ætti að vera komið heim til Islands eitthvað af þessu fólki jeg er

nú samt hrædd um að það tækji tíma að koma því að vinna þar Gaman væri nú að vera horfin heim að

Húsafelli hvernig líður öllum heima jeg kalla það altaf heim hvar sem jeg er Hvernig líður litlu syskinonum,

blessuð Asta litla nú held jeg að hún þurfi að veraí kring um pabba sinn jeg bíst við að hún þekkti ekki frænku

þá hún sæi hana núna, það er liklega ekki eins gestkvæmt hjá þjer núna

eins og í sumar Vala var ekki lengi að hugsa sig um að giftast það held jeg sje skrítin búskabur hjá því

bara að því komi nú vel saman. Segðu Sigga í Hraunsási að jeg hafi sjeð Veigu systir hans í Winnipeg þegar jeg

kom heim í haust hún bæði hló og grjet þegar jeg var að segja henni fráHraunási. Nú lifi ég upp í huganum alla

veruna mína heima í sumar stundum finst mjer það braa draumur en hvað það var inndæll tími líklega lifi jeg ekki

það að koma heim nokkurn tíma framar. Fyrirgefðu nú þetta brjef jef sendi þjer mindirnar sem voru teknar af okkur

syskinonum seinasta kvöldið sem við vorum saman heima berðu kæra kveðju mína öllum kunningonum og kistu litlu

syskinin fyrir mig svoóæska jeg þjer gleðilegra jóla og níárs og þakka þjer það liðna

hand="scribe" place="left side of page">vertu ?????? blessaður og sæll þin fjarlæg systir Stína

Myndir: