Nafn skrár: | KriTho-1961-10-22 |
Dagsetning: | A-1961-10-22 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Borgarnesi |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Kristín Þorsteinsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1883-09-22 |
Dánardagur: | 1970-10-28 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Húsafell |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Hálsahreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Borg. |
Texti bréfs |
Lundor PO Okober 22 1961 Kæri góði frændi minn! Sæll og blessaður jeg hefði átt að vera búin að senda ykkur línu jeg skrifaði Steinunni systir minni og bað hana að láta ykkur vita að jeg var komin heim Ferðin gekk ágætlega jeg fór frá Reykjavík um miðja nótt þá ekki vel frísk flugvjelin stoppaði á keflavík allir fóru af henni þar og borðuðu morgun mat þar en jeg hafði ekki list svo var farið á stað ekki fyr en klukkan 6 um morgunin svo gekk alt vel eftir það við vorum 11 klukkutíma frá Reykjavík til og eftir aðra 4 klukkutíma komum við til maðurinn hennar jeg var þar í tvo daga og frá Toronto 8 okber og komst heim um kvöldið og flest öll börnin mín og barnabörnin voru í bænum það kvöldið það var stór veisla í samkomuhúsinu þakklætis hátíð svo jeg fór þangað og heilsaði, þar bæði vinum og vandamönnum jeg varákaflega glöð að mæta því og það var glatt að sjá mig síðan hef jeg verið dálítið lasin en jeg held að jeg sje nú að batna Mjer fynst ósköb skemtilegt ef þið getið bjargað gömlu legsteinanum frá eiðileggjingu en ennþá meira langar mig til að leiðið forelda minna sje gert upp Pall bróðir minn og jeg vonm að Guðmund mág þinn að að skrifa í því þaug eru búin að liggja þarna svo árum skiftir hjá börnum sínum sem þaug elskuðu og fleirum ættmennum og legsteinninn ætti að vera þar mjer þótti ákaflega leiðinlegt að sjá legstæðin þeira í svona óhirðu það leið öllum vel heima veðrið hefir verið ósköb gott alt þurt og þokkalegt allar skepnur úti ennþá jeg hef hvergi farið síðan jeg kom heim en oft haft gesti Jeg þakka þjer ákaflega vel fyrir brjefið Kristleifur minn þú getur ekki trúað því hvað mjer þótti væntum það hugurinn var alltaf heima á Steinafelli mjer þikjir vænt um að Þorsteinn getur verið heima hann elskar svo börnin og unir þar best en (jeg er eim og þú mjer finst sumt fólk svo þreitandi) jeg bið nú óskubvel að heilsa öllum jeg mundi skrifa pabba þínum ef jeg hjeldi að hann væri að fá brjef aftur engin hefur skrifað mjer nema þú og vertu blessaður fyrir það vertu svo blessaður og sæll og líði ykkur altaf sem best þín fjarlæga frændkona Kristin |
Myndir: |