Nafn skrár:LarBja-1874-04-26
Dagsetning:A-1874-04-26
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth Lancaster Co Nebraska 26 Apr. 1874

Elskulegi góði bróðir!

Já já jeg er nú loksins búin að fá dálítið ró0ðrinn síðan jeg las þitt lánga og skjemtilega og merki lega Brjef af þeim 2. þ.m. sem jeg þakka þjer hjartan lega firir. þegar jeg las það þá gat jeg ekkert sakt og yngvu orði firir mig komið nema ef jeg hefði getað sakt g00

Mart var þar nú skjemti lekt og fróð lekt en þó hló jeg ekki að neinu eins og ráðagjörðin Jons i Ei og enda lokum búskaparins hans í Ólafsdal og enda lokum Kypsamnings og jeg held Finur litli hefði þurt að hugsa Dætrum Jóns firir ein hvurju Skreifar mind til að jeta með Skjirið í Ólafsdal.

Þettað fór nú alt saman mátulega og jeg vildi jeg heim sæki þig á Fróni þá vildi jeg það irði í Ólafsdal jeg reindar bíst nú reindar ekki við að hitta þig heima þú ert farin að hafa það eins og gamli þorbergu á Borg þegar han var að tala um stóru Hrútana henar Sigurlygar þú seiir að "Guðl. búi í Ólafsdal eins og áður og Guðlyg 00 hei á Páska," þá er eitt sem mjer þótti gaman að og það var það hvurnin þjer tókst að leiga Brand það var það allra besta

þú seiir mjer að skrifa þjer straks og geri jeg það jeg með tók þitt bjref í gær en jeg get valla haldið að það verði komið til 00000 firir miðjan Ma so jeg so jeg læt það fara bein línis heim en kanskje það verði nú um seinan líka að Díana verði komin í Bugs000 en ef það nær heni þá verður það þjer sam ferða heim vona jeg og þú færð það í Reikavík það er vestur Skrollin að jeg veit ekki neitt um ferðalag Díönu.

Þú seiist ekki hafa feingið brjef með frá Gendi og biður mig að seia þjer eitthvað af honum og það er það mesta sem jeg get sakt þjer að jeg held han sje nú "klárlega dyður" því nú hef jeg ekki feingið Brjef frá honum síðan þan firsta Marts og var han þá komin til Milwau kee aptur og var þá vinu lys og seiir "ef jeg vissi þú værir orðin miljónari þá skjildi jeg biðja þig að lána mjer 15 dollara so jeg gæti komist til Nebrs og það var heldur á honum að heira að Landar væru óánægðir í Milwaukee og vildu fara að fá sjer land anað hvurt hjer í Nebraska eða í Minisóta og han spurði mig líka fjaska mikið um kvað kostaði bæði Kjet og Smjer Kartöflur og fleira og skrifaði jeg honum alt sem greini legast sem jeg gat og so að endingu skrifaði jeg honum

að ef han vildi eiga undir að koma þá skjildi jeg útvega honum góðan samastað en ekki atla jeg að farað senda honum peninga því jeg vorkjendi honum ekki að invina sjer svolitið Skjitti og þarað yki sagði jeg honum að maður irði að vera þolinmóður og ekki hlypa í burtu af hvurju smá skjittinu og sagði honum að ef jeg hefði hlypið í burtu frá karli mínum þegar han var að berjast við að kjena mjer þá atti jeg nú líklegast ekki heimili nje ensku nje von á Peníngum so anað hvurt er nú að han hefur orðið so reiður eða að han vill ekki skrifa mjer ellegar han er dyður því ekki vil jeg spá að han sje nú að safna peníngum til ferðarinar vestur jeg hef heldur ekki feingið brjef frá Jónasi eða neinum Landa so þú getur næri að mjer hefur þótt gaman að sjá brjefið frá þjer og so Ragnh. jeg legg nú hjer inani brjef til Ragnh og Júla og bið jeg þig að slá utanum þyg í sameiningu til Ragnheiðar.

Mr Frank þótti brjefið þitt af bragð og sagðist skjildi geima það í kistu sini so han gæti sakt að hann ætti brjef frá Íslandi og fæst ekkert um Stúlkuleisi og því síður um manaleisi hjer hafa nú allir nóga men núna sem stendur en heldur er jeg hræddur um að það verði hart um fólk um uppskjeruna

því allir hafa sáð meira en í fira þó mikið væri enn þá koma þeir nú úr öllum áttum so það verður nóg fólk þá líka en líklega verður kypið hátt enda sje jeg nú ofurlega lítið eptir því þó þeir meii borga.

þá er eitt eptir að minastá sem mjer þótti merkvert og það var það. Hvurnin heldurðu þú getir hapt þessa Peninga útúr Enkaleifinu? ef þjer hepnast það jeg get ekki alminlega komið því í mitt ferkantaða höfuð firir alla muni legðu það ut firir mjer þegar þú skrifar mjer næst

Ekki eru gömlu Landar ornir alveg tæmdir af tortrigni og meðán hún ríkir sona á meðal þeira þá þarf þarftu ekki að hugsa til að koma neinum fram förum á gáng jeg vet nú hvað þú seiir núna (þar kjemur han nú með gömlu bölvaðar hraksparnar ) mjer hefði þótt skjemtilegra að heira að það hefðu verið komnar tvær Sláttuvjelar heim en heira það að þær hefðu sag000 sem reknar ekki feingið að koma á land vegna tortrigni Landsmana Jeg vona og óska að Isafold komist þá á gang og máttu þá til að senda mjer blaðið jeg vet það verður fróðlegt og skjemtilegt. Jeg les nú hjer á öllum þeim stundum sem jeg hef en þær eru nú harla stuttar síðan vorið kom því mart er að gera en þó finst mjer að það sem jeg les hjer færi mjer talsvert gagn og gera talsverða breitingu á hugar far mitt í það minsta jeg er ekki eins Anskoti tortriggin eins og jeg var

það er þá merki legt að jeg skuli ekki seia þjer nett í frjettum firir allar þær frjettir sem þú skrifað ir mjer Hjer var sá harðasti vetur sem hefur komið í Nebraska síðan k hvítir me komu hjer hjer var frost á hvuri nóttu alt fram að þessu og blind kafald seint í Marts og þeir sem ekki gátu náð Korninu af ökronum í Janúar urðu að taka það í þessum mánuði vegna þes að það lá snjór heilu tíðina af þessi mánuður hefur verið bæri legur so almeningur er búin að sá Hveiti og höfrum en eingin er búin að Plæa korn land Mr Wittstruck atlaði að hafa 2 ug uxa og 2 Hesta í vor og atlaði han að vina sjálfur með uxonum og han kjeipti saðmaskjínu firir 70 dollara en þegar til kom gat han ekki tamið uxana so jeg sáði í þessum mánuði í 60 ekrur og herfaði það alt með jörpu kláronum sem þú sast og jeg Plægði 25 Ekrur og alt firir þettað eru klárar feitir jeg hef farið á fætur Klukkan fjegur á hvurjum morni og aldrei hætt firi en sólin er geingin undir á kvöldin og hef jeg heldur feingið lof firir dugnað min og þikir mjer það nú heldur hreifíngur hjer í þessu Landi það er svei mjer gaman að sá með vjelini og það er enþá meira gaman að rista torf heima á fróni og þó aldrei nema maður væri í Stigvjelum eins og guðmundur

Mart dettur mjer nú í hug stundum þegar jeg er að vina sona eirn en jeg er hálf hræddur um að það sökvi alt ofaní akrana og verði þar að yngvu en hvað sem mínum hugbrotum líður þá vildi jeg að þín firir taki hepnuðust hvur veit nema það gæti orðið mjer eitthvað að gagni líka vertu ekki of stæltur með Fjár söluna firri en jeg hef komið heim og kjeipt mjer sosem 50 ær og þá skulum við báðir hjálpast að því að koma verði á Fjeð það þori jeg að seia að okkur tekst

Jeg er nú að hugsa um hvurt jeg á að reina að komast að verslun það er vegur til að græða Peninga jeg reindar sje hjer ofaná stað en nátturlega firir lítið kyp first í stað það væri nógu gaman að læra bæði það og anað þettað er það besta Land til að læra alla skapaða hluti jeg held ef jeg irði hjá Frank næstá Ar þá mundi han hjálpa mjer til að komast í búð ef jeg vildi og að vetri getur han kjent mjer að reikna og no er það búið jeg læt það nú ligga sona og skrifa þjer altjent þegar jeg verð ekki of seirn. Næsta sini þegar jeg skrifa þjer þá skal jeg skrifa þjer alt á ensku en þá hef jeg nú ekki neitt til að endingu firir gefðu þínum einlægum broðir Jeg bið að heilsa Babba og Guðlygu og Börnonum og öllu folkinu L. Bjarnason

Myndir:1234