Nafn skrár:LarBja-1874-06-07
Dagsetning:A-1874-06-07
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth Lancaster Co Neb

7 Júníus 1874

*Hjartkjæri bróðir!

þó jeg skrifi mig nú í Firth þá er jeg nú þar ekki lengur jeg er nú þ komin til John Prey sem þú þektir og við unum firir ern dag í firra um uppskjeru na og verð jeg að seia þjer orsakirnar í stuttu máli. þan 20 Majus komu 2 Íslendingar frá Milwauke hjer vestur til mín vóru það þeir Sigfús Magnusson frá Grenjaðarstað og Jón Haldorson og vilja eða atla að kypa Land og fóru firir vinu men til bænda 1. Mílu frá Frank Wittstruck og hafa 18 Dali um mánuðin í segs mánuði þegar þeir komu hoppaði nú heldur upp í mjer 0000 og varð nú heldur feiin

að sjá Landa fjekk mikið af Mo Norðan fara hjá Sigfusi og las í öllum mínum frí tímum so líður nú vika og ekkert ber til tíðinga en um morgunin þan 26 Majus kjendi jeg hesta mína eins og jeg var vanur og gerði þá tilbúna firir verk for síðan in og var þá morgun skatturin ekki tilbúin so jeg tók dag blað mitt og fórað lesa og í þessum svifonum kjemur FRank in sem hafði verið að mjólka og seiir "ef þú gerir ekki betur þá verður þú að fara jeg þakka honum firir og seiist vilja hafa mína Peninga og so gerðum við upp alla okkar reikninga en þegar han er búin að gera a upp reikningin þá seiir han " ef þú vilt gera dálítið betur þá máttu veran þ

jeg þakka honum firir og seiist nú fara þá seiir han ja þú færð víst ekki anan eins stað eins og hjá mjer en jeg er ekki hræddur um að jeg fái ekki vinuman attur. síðan fer jeg á stað og varð sttutt um kveðjur og geing rakleiðis niður til jóns og hitti þá so á að han atlar að fara að bigga sjer Hús og fæ jeg þar vinu strags fram að uppskjeru og 20 Dollara um mánuðin og var komin til verks klukkan 0 Sjö sama morgunin og jeg fór frá Frank Frank hefur þó ekki feingið nein man enþá í næsta Sunudag þar eptir fór jeg suður til Fraks að sæka fötin mín og var þa karl hin besti og sagði jeg skjildi koma aptur han sagðist yngvan

man taka so leingi sem han heirði jeg væri ekki búin að ráða mig til Ársvistar einhvur staðar anarstaðar

en jeg kvaldi han með því að seia honum að jeg mundi hafa 50 Dollars hag á því að jeg fór frá honum og þar að yki hefði jeg feingið betri stað og sona situr nú. þú skrifar mjer eins og þú gerðir jeg bið Frank að nálgast það af Pósthúsinu og máski jeg verði þar um uppskjeruna jeg sit mjer nú eptir lángri uppskjeru

Nú læri jeg að bigga hús hvurt jeg vil heldur og verð nú sjálfsagt út farin timbur maður þikir þjer anars lánið leika við mig jeg er nú farin að geta so lítið hagað mjer so lítið eptir tíðini og er ekki farin að hugsa mig leingi um hvað gera skal

Tíðar farið hefur verið mikið stilt en næri því of þurt hjer hefur ekki komið Regn síðan men sáðu firri ení gærdag og var það heldur stórkostlegt Sáðlönd man a voru komin rjett að skjemdum vegna þurka en nú er bætt úr því.

Þessir 2 Landar sem jeg gat um við þig hjer að framan vóru sendir af fá einum Löndum í Milwaukee að skoða land hjer og vil jeg eða get ekkert sakt um fram gyngu þeirra nema þeir hafa í ráða gerðum að taka sínar áttatíu ekrurnar hvur mitt á meðal þískara þar er ekran á 8 dollara og er þar dá lítið eptir en heldur útlits ljótt Land

eptir því sem þeir hafa sakt mjer þá held jeg að einingin sje ekki meiri en á þarf að halda á meðal landa okkar og jeg er hreint sanfærður um að þeir hafa ekki skilið allar gömlu kreddur eptir á Fróni

Af Gvendi get jeg ekki sakt þjer neitt nema það að han var í Milwaukee um tíma í vor og kom sjer heldur báglega vjelaði sitt lítið útúr hvurjum og nenti ekkert að gera fór síðan eitt hvað í burt og vissi nú eingin um han þegar Sigfús og Jón fóru frá honum hef jeg yngva línu feingið

Jeg sendi þjer línu seirna og læt þig vita hvurnin mjer líður jeg hef so slæman pena núna og yngvar meiri frjettir firir gefðu og vertu kjært kvaddur af þínum elskandi bróður

Lárus Bjarnason

jeg bið að heilsa

Myndir:1234