Nafn skrár: | LarBja-1874-10-02 |
Dagsetning: | A-1874-10-02 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Aðföng 11.12.2000 |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Lárus Bjarnason |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1853-12-27 |
Dánardagur: | 1915-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Bessatungu |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Saubæjarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Dal. |
Texti bréfs |
Firth, 2 Óktóber 1874 Kjæri Bróðir! Hafðu Besta þakklæti firir tilskrifið nefnilega brjefið sem þú skrifaðir mjer frá Hvoli og jeg hef nú meðtekið firir nokrum dögum, Gaman hefði verið að vera komin til þín á Eirarnar og fá að bera niður Ljáin þin hvur veit nema sú tíð komi og þá vona jeg þú hjálpir mjer um einhvurja Það er það firsta að seia þjer solítið af Landinu þínu og það verður líka lagleg klysa. það er þá þar til máls að taka að Chapman sáði í það í vor að var án þess að plæa það síðan ugsu þar upp ímislegar Grasa tegundir og kveitið og illgresið kjeptist hvurt í kapp við anað en á endanum fór það þó so að lakari Tekundin hafði sigurin so rjett firir uppskjeruna kom til allrar ólukku Hagl Stormur sem lagaði það nú töluvert so skoðunarmál var nú hvurt það mundi borga sig að slá það þó varð það hæðstarjettar domur að það skjildi skjerast síðan var það stakkað og þegar það var búið kom til allrar ólukku Rigning sem bjó það til fuls undir þreskjinguna og í gjærdag fór jeg niður til Chapmans og sagði han mjer að það væri ekki tilvinandi að þreskja það og með það fór jeg heim, Nú er jeg að hugs um að fara nú til járnbrytar fjelagsins og reina að fá þyg til að bíða eftir þjer eitt ár og taka ekki Landið þó ekki sje borguð nein renta jeg bar þettað undir Chapm. og hjelt han að mjer mundi takast það og sagðist han skjildi hjálpa mjer það sem han gjæti og vilji Fjelæið bíða skal jeg þó arka uppá nían stofn og láta Sá í það og reina að hafa betri eptirlit á Sáðninguni hvurnin líst þjer á? Eins er það og firri að jeg hef yngvar frjettirnar tíðin er góð og hagstæð núna og stendur nú Heiskapurin sem hæðst ifir því í Septemb var heldur risjugur optast þokur og rigníngar so víða skjemdist Hveiti í Stökkum Jeg hef verið við þrjeski Maskjínu núna firir farandi í þrjar vikur og á eptir ugglyst tvær þessa viku hef jeg verið við heiskap og hef jeg gjert alt að því eirn nema að fljitja það heim og þó er ekki frítt firir að jeg sje efa blandin um að Sláttuvjelar verði brúkaðar heima en þú sjerð það nú máski betur það er ekki víða so sljett að notuð verði Maskjina en allvíðast þar sem er sljett er of blytt þú tekur nú ekki hart á mjer þó jeg pári heimskulega. Sigfús Magnússon frá grenjaðarstað er nú fara búin heim og atlar á stað á morgun han atlar að fara að gifta sig han skjildi eptir konu efnið heima til allrar ólukku mjer þikir hálf slæmt að missa hann því það er góður dreingur og sá besti kunningi min hjer í Amiríku jeg vonast heldur ekki eptir honum til baka, han gjerir að sonnu ráð firir hvurutvegga að koma og staðnemast heima, han á hjer áttatíu Ekrur og hefur brotið 10. jeg hef nú litlar vonir um að þær hafi Þú hefur nú máski feingið frjettir um brask Jóns Ólafssonar Ritstjóra en hvurt sem heldur þá skal jeg minnast ögn á það, han fjekk brjef frá mani í Níu jorvik í sumar hvar honum var boðið að fá frítt far og .2. Men aðrir til Alaska so heitir Ríkið Amírikanir hafa keipt það af Rússum þar er kaldara enn á Fróni að mjer er sagt af mönnum hjer en þessi maður sem jón átti við sagði honum það væri eins og á Suður sveitum á Islandi og þa í minda jeg mjer að það muni vera í það minsta eins kalt eins og á Norðursveitum á Islandi, þar eru nokkrir Villumen og hermen hjer frá Banda Ríkonum, Jon Ólafsson og fjelagar hans urður að gánga í herþjónustu áður en þeir lögðu á stað það þikir anars vera mikil óráð firir jón að fara að taka þessar 00000 mjer þotti það rjett af honum að fara og skoða sig um Nú eru flestir Landar komnir í burtu úr Milwaukee út og suður yngvir koma þó til Nebraska enda sækist jeg ekki mikið eptir þeim um Gvend vet jeg ekki neitt Berðu Babba kjæra kveðju mína og öllu fólkinu og ef þú sjerð Ragn.h þá bið jeg að heilsa henni og beiddu hana að firir gjefa mjer þó jeg gjeti ekki skrifað heni í þettað sin, Firir gjefðu og vertu kjært kvaddur af þínum elskandi bróður L Bjarnason |