Nafn skrár:LarBja-1874-11-29
Dagsetning:A-1874-11-29
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

South Pass. Lancaster Co Neb.

Firth 29 Nofemb 1874

Elskuleii bróðir!

Jeg hef nú meðtekið tvö brjef frá þjer annað firir þremur dögum sem er skrifað heima í Ólafsdal 29 September og þar með brjef frá Kollafjarðarnesi og sokka frá Ragnh. alt með bestu skjilum og þegar jeg hafði meðtekið alla þessa hrúu þá þóttist jeg nú hafa meðtekið að fullu en hvað viltu hafa það betur í gjærhveldi fjekk jeg brjef frá þjer sem er skrifað þann 30. Óktóber í Leirvík hvunær mun jeg verða maður til að borga það alt?

Já já! þú heldur að mjer muni bregða í brun og halda að þú sjert geingin frá vitinu þegar

heiri að þú sjert komin til Einglands, en það er þvert á móti jeg held miklu heldur að þú sjert í þínu rjetta essi.

Jeg hripaði þjer fáeinar línur sem jeg atlaðist til að næðu í seinustu Póstskjips ferðina og það hefur nú farið á mis við þig, en nú verð jeg að bæta úr því og setja það í þenan miða.

Þar skrifaði jeg þjer um Landið þitt og anað fleira. Chapman sáði í það í vor en plægði það þó ekki so þar ug uxu ímislegar grasa tegundir en mina af Hveiti so kom nú hagl stormur hjer í sumar sem barði alt hveiti niður í kringum Saltillo og sneiddi han ekki hjá þínum bletti því um uppskjeruna þótti

mr Chapman skoðunarmál hvurt það borgaði sig að slá það, þó rjeði han það af að slá það en ekki gat han látið binda það so han stakkaði það lyst síðan komu nú rigningar og spiltu so stökkunum að Chapman sagðist ekki vina það til að þreskja það so það geimist þjer eða næsta eigara firir áburð, hvurnin líst þjer á? Chapman sjalfur hafði 3 bsl af eskuni því haglið skjemdi hans líka en han gat feingið sitt þrest strags áður en rigningarnar komu, en þitt varð af gángs vegna þess að það var so l lángt að flitja 0 Maskín þeir ötluðu að geima það þángað til þeir væru nær með Maskínuna.

Ekki skjil jeg í að þettað herði á þjer með að flitja frá Ólafsdal til Saltillo eða hvað heldur þú sjalfur?

I brjefinu sem jeg sendi þjer og hefur farið á mis við þig var jeg hálf daufur í hljóði með það að halda að Slattuvjelarnar irðu notaðar heima en nú þori jeg ekki að hreifa því þú hefur víst eitt hvað hugsað upp eitt hvað það lag sem jeg hvurki hef sjeð eða gjetur dottið í hug

Jeg veit að þeir þær verða notaðar allstaðar þar sem sljett er bæði á Islandi og anar staðar en það er nú so óvíða sem er sljett enþá, en þettað gjetur nú alt lagast I einu orði að seia jeg gjet ekkert dæmt um þær en óska þjer af hreinu hjarta til lukku og blessunar í þessu þínu firir tæki sem öllu öðru

Eitt hvað verð jeg að seia þjer af sjálfum mjer en það er nú so ósköp lítið að það er so sem hægðar verk.

Jeg hef verið hjá F. Wittstruck í hyst og hef leingst af verið við þrjeskíngu því Frank hefur (rentað) leigt mest alt landið og atlar að hafa lítið um sig næsta ár, so jeg hef ekki þurt að Plæa mikið. Jeg fjekk gott orð hja þrjeskeronum firir að jeg væri ettir tektarsamur - jeg hef leingst af verið við þrjeskingu í Hyst - og anar maðurin sem á Maskínuna hefur beðið mig að fara til sín að sumri eptir uppskjeruna og fara með þrjeski Maskinuna í sin stað því þar seiist vera

Jón láir mjer nú firir spektina og og bregður mjer um of mikla þreínsemi hjer nefnilega hafi ekki nógu mörg vista skiptin og seiir að jeg sje of mikið á bænda mali þegar um kypgjaldið sje að tala og það er að sömu nokkur átilla þegar um viðvarning er að ræða því mjer finst ekki nein líkindi til að viðvæningur gjeti verið fullkomin í verkonum og þó ekki heldur verðugur fulls kaups

farin að letjast og vilji heldur vina heima, þessi maður sem á Maskínuna hefur lee leikt 70 Ekrur af Frank og bír í Húsinu vestur með götuni þegar þú ferð vestur frá T.k.

Ekki er jeg nú alráðin í hvað jeg gjeri mjer er sama hvað jeg gjeri það sem er ærlegt og færir mjer Penínga en peningarnir eru nú reindar ekki miklir enþa, en nú er jeg þó á þeim veii að jeg hvíði yngvu jeg gjet talað nokkurn veiin og pakkað mig fram við hvurn man og það vildi jeg nú ekki sje selja firir nokkur hundruð Dollara. og gjet gjert hvurt verk sem firir kjemur á bónda bæ hjer í Amiríku.

Jeg sá nú first hvað er að vera (græn horn) græningi hjer kom seint í sumar Krjist Kristján nokkur bróður Jóns Halldórssons han kom um vorið rjett á undan okkur og hefur verið í Milwaukee þángað til han kom hjer vestur, gjetur nú ekki talað eitt einasta orð og kan ekki nokkurt verk og hefur han hapt þrjú vista skjiptin síðan han kom og heldur slæma út reið ur öllum, Nú varð Jón að fara með han burt úr þessu bigðar læi því han gat hvurgi feingið að vina sjer firir mat í vetur nema hjá Ryða kallinum ef þú manst eptir honum sem var með Frank þegar við urðum honum sam ferða til Lincoln

han vildi gjefa honum að borða í vetur og so vildi han gjefa honum 14 Dollars um mánuðin í 9 Mánuði nefnilega 126 þettað þótti mjer nú fullboðið firir Kristján en það þótti ekki þeim bræðrum so jeg þagnaði og ljet þá sjálfráða þeir eru anars nogu kotrogsn þegar þeir eru að tala sín á milli en það fer alt út um þúfur þegar þeir eiga að fara að tala Enskuna Jón er ekki mikið betri en Kristján og sjeu allir landar líkir þessum 2ur í málinu þá skal jeg ekki undra mig ifir þo þa lángi til að komast til Alaska og verða sjer

Heldur þótti mjer Indriði fá snoppúng í haust og ekki vill honum úr aka með Svínadal.

Jeg held nú að jeg meii nú fara að herða mig og hafa nú upp með ein hvurjum ráðum peninga so jeg gjeti orðið maður til að kypa Hvol og Svínada jeg þori að seia að mjer hepnaðist betur með Svínadal en Indriða, en hvunær mun jeg verða maður til þess? þv jeg er hræddur um að það sje um seinan firir mjer að fara að hugsa um að fá Efi min til að hjalpa mjer það er eins firir mjer og gamla Magnúsi á Hrafnabjörgum " það er nú um seinan það er alt komið í bugsurnar " !!! eða er ekki so!!

það fer nú víst eins firir þjer eins og þú hjelst um mig að þegar þú hefur lesið allt þettað rugl þá heldur þú að jeg sje orðin hringa vitlys en það skal nú hafa það jeg bara bið þig að taka viljan firir verkið og firir gjefa þínum elskandi bróður L Bjarnasini

Ekki gjet jeg sagt þjer neinar frjettir hjer er ekki neitt að heira nema barl00 í Bændonum Hveitið lítið, Kornið ekki neitt og slæmir prísarnir á því sem þeir hafa til að sej0 selja er leigur , Hveitiið er á 5.6. hæðsi prís en alt sem þeir þurfa að kypa er uppspreinkt, eins og þú þekkir og það er sanast að seia að heldur vil jeg vera vinumaður og hafa 18 Dollara um mánuðin í 9 Mánuði heldur en að vera bóndi í Nebraska.

Þeir gjeta ekki kjeipt sjer Stígvjel og þar ofaní kypið gánga eins og ræfil rifin upp úr Svelli!!! og þó þeim liggi lífið á að kaupa borð part til að

negla firir einhvurja rifuna á þessum húsum sem þeir búa í þá meiga þeir til að þ hugsa af því því viðurin er of dír og hrúa þeir þá á burði utanað veggjonum so so ekki blasi í gjegn. - þó stendur gamli Frank á fornum merg því nú er han að biggja timbur hlöðu firir h þó gjerði Jón John Prey það betur han bigði hús í sumar sem kostaði han 2000 dollara han hafði líka ifir 100 bússel af Eplum í haust og fer jeg þángað á hvurjum Sunnudeii að fá mjer filli mína af eplum og tek þá etjend nóg í nesti með mjer uppá vikuna alt gjefins!

Hvað líður Einari frænda Sakkaríussini? og eru þeir alveg þagnaðir og seia ekkert meir Blöndal og Kobbi? hvurnin geingur Verslunarfjel Dalam? Eptir á að higga ! mikið hló jeg þegar þú sagði mjer að ekki spáði sjera Sigurður leingur þó ekki væri að hlæandi og að Helgi í Garpsdal atlaði að verða galdra maður í Arnarfirði en þú matt nú vara þig kall min! þegar jeg kjem útlærður Galdram frá þeim þisku og seii jeg þjer seirna frá Galdra trú þeirra en í hvöld hef jeg ekki tíma því jeg er orðin rauðeigður af svefni eins og vesti Galdra maður

P S Skrifaðu utaná til mín eins og þú gjerðir Seinast

Myndir:123456