Nafn skrár: | LarBja-1875-01-18 |
Dagsetning: | A-1875-01-18 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Aðföng 11.12.2000 |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Lárus Bjarnason |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1853-12-27 |
Dánardagur: | 1915-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Bessatungu |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Saubæjarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Dal. |
Texti bréfs |
Firth 18. Januar. 1875. Góði bróðir! Já já þá hef jeg nú feingið það sem jeg hef leingi vonast eptir; sem er brjef frá þjer af þeim 28. desembr. sem jeg með tók í dag. jeg er nú hræddur um að jeg megi ekki draga leingi að hripa þjer fáeinar línur fist þú vonast eptir svari hjer um bil þan 6. Febrúar en þessi seðil verður nú aldrei það fljótur ef honum birjar ekki betur en hinum brjefonum okkar. En hvað sem þessu líður. jeg þakka þjer nú hjartanlega firir þitt góða og skjemtil brjef, það er eins firir mjer og þjer að þú gjetur valla gjetið því næri hvað mjer þikir vænt um að fá frjettir af þjer, þó jeg hafi nú aldrei talið þig tapaðan hvað þá heldur ! ef jeg hefði nú verið hræddur um að þú værir tíndur so jeg gjet vel gjetið því næri að þjer hefur þótt gaman að að sjá línu frá mjer það þú hjelst að jeg væri tíndur En hvurnin Ekki fer fjærri því að mig hafi dreimt þig stundum en ekki þarftu að vera hræddur um að mjer 0000 bágt hjer í Nebraska, jeg hef nóg af öllu sem jeg þarf á að halda so leingi sem Guð gjefur mjer góða heilsu og jeg legst ekki firir með leti og ómensku. Þú seiir að þú hafir sjeð ljótar frjettir frá Nebraska og er það ekki so mikjið orðum aukið en það er alt firir vestan mig, hjer í Landcaster Þessi harðindi hafa sett 00000 18. dollarar um manuðin og það er jeg búin að ráða mig uppá í 9. mánuði og birjar tímin first af Marts það er hjá Amiríkana það er í Hvíta húsinu ef þú manst eptir sem við komum að og þú spurðir til vegar þegar við fórum fist til Franks. jeg held jeg haldi nú first við þessa stefnu sem jeg hef nú tekjið firir mig nefnilega að vina þessa mina gömlu bænda vinu hún er nógu skjemtileg og jeg er ekki viss um að mjer ljeti anað betur og enskuna gjet jeg lært eins vel og betur a bónda bæ eins og þó jeg vildi fara að braska í einkvurju öðru og það er nú Enskan sem jeg atla að hafa alla frægðina af hvað so sem jeg verð hjerna meiin Attlands hafsins eða jeg kjem "elli grár eittsin heim að Fróni" og þar verður þú san spar að að jeg mun aldrei flía Amiríku vegna þess mjer þikji hjer óverandi heldur mun jeg seia attur eins og mjer datt í hug í firra sumar þegar jeg sá útskjit í Norðan fara til amiríku en það sem mjer datt í hug er sona. Heimanað þó heiri fret læra nokkurn hlut hvurki mál nje verk þó lífið leikji ekki við þá því það er við því að búast Eptir þessu kaupi sem jeg fæ nú næsta sumar sjerðu að groðin muni fara í hægðum sínum 10. og drekka Bjór uppá 20. og það eru nú þófsemdar men í Amíríku sem komast af með þettað! so jeg gjet í öllu falli lagt eins mikjið firir í þessu harða ári eins og þeir í því góða. því jeg er so heppin að mig lángar ekki í neitt af þessu þeirra sæljæti. Þú mátt vera óhræddur um að jeg er alveg á nægður með kjör mín, og hafirðu nokkurn tíma gjert þart verk þá er það þegar þú heldur hvattir mig til að fara vestur því þó jeg aldrei hafi mikla peninga uppúr túrnum þá hef jeg fasta mjer að gagni að gjeta og þorsteirn Hríngjari! það er teingdarbróðir Haraldar, en hinir aðrir tilheirendur og gjaldþegnar, hldurðu það fari ekkji nógu fallega fram í Ljósavass Kjirkju? Jón Ólafsson er komin til baka með glæsilegustu frjettir af Alaska og margir búnir að skrifa sig Sigfús á Grenjaðarstað fór hjeðan í haust að var heim til Fróns. til að gjifta sig first og fremst og jeg spái Jæa, það er þá nógu gaman að heimsækja þig og Fúsa á Fróni ef jeg kjini að koma heim "sona einhvurntíman í seirni tíðini„ um Mr. Henry Johnsen veit jeg ekkji neitt það er so Jeg pára þjer nú inan viku nokkrar línur aptur, og sendi þjer þá nokkur brjef til kuníngja minna Liði þjer síðan eins og 00 þjer og oskar þin broðir Lárus Bjarnason |