Nafn skrár:LarBja-1875-03-21
Dagsetning:A-1875-03-21
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth 21./3 1875

Hjartkjæri bróðir!

Hafðu inilegt ástar þakklæti firir þitt góða brjef af þæm 20. Febrúar sem gladdi mig að heira vellíðan þína. Mjer líður eins og vant er afbrags vel og er nú búin að vera í níu vistini rjettan mánuð og fellur príðilega.

Ekki eru men nú farnir að sá til muna en þá núna firir rumri viku var hjer fagurt veður og sumir birð birjuðu að sá en það góða veður varði ekki leingi so að urðum að hætta og nú hefur verið mjog kalt firir farandi so ekki hefur verið hundi utsigandi en nú lítur heldur út firir s0000 og men gjera ráð firir að birja nú í þessari viku attur.

Já já þú spurðir mig ef jeg hefði hafa hafi heirt nokkuð af löndum mínum í Canada og er þjer fljótt svarað uppá það: jeg hef ekki heirt af þeim neitt til muna en það lítið það er þá það er það heldur vesælt líf sem þeir hafa og þeir vilja þaðan feiin komast ef þeir gjætu og það eru margir af þeim að hugsa um að fara til Alaska en jeg er nú hræddur um að þeir hafi nú fæstir peninga til þeirar ferðar og so held jeg að það sje nú að flá undan Snæljosinu og verða firir reiðarslæinu að fara frá Canada til Alaska. Jón Olafsson hefur nú verið að braska í að fá frí fluttning norður til Laska en seinast þegar jeg

frjetti þá var ekki vist að það feingist og han attlar að láta ferða sogu sína af Alaska koma úta koma út á prenti bráðum og það verður gaman að sjá öll þ0gg þaug undur.

Mjer þikir þú hafa komist í góðan samníng með Ljáasmíðið og gaman væri að vera komin til þín þegar þú leggur á stað með Sláttuvjel og verða samferða heim og sjá undranirnar jeg bið að heilsa Enari Einari frænda Sakaríassini og seigðu honum að jeg skuli skrifa honum bráðlega. Gaman þætti mjer að fá þjóðólf stöðugt og skal jeg borga þjer alla þá firir höfn þegar við finumst jeg vona þó altaf að það verði einhvurn tíma.

Sona skaltu skrifa utaná til mín

Lowrus Biarnason Case of Mr. T. R. Burling Firth. Lancaster C.o Nebraska.

Sona atla jeg að skrifa nafnið mitt á meðan jeg er hjer jeg vona að þú hneigslist ekki a því því jeg af baka nafnið ekki neitt.

Jeg man nú hreint ekki meira í þettað sin. jeg bið nú að heilsa heim og að endingu óska jeg þjer nú góð0 0000 lukkuleggrar ferðar og heillrar heimkomu

Guð stirki þig síðan alla daga það mælir þin elskandi bróðir

Lárus Bjarnason

Myndir:12