Nafn skrár:LarBja-1875-06-05
Dagsetning:A-1875-06-05
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Mig langar að senda Babba okkar nokkra dollara en sje valla ráð til að koma þeim jeg íminda mjer að jeg gjeti feingið Enska Peninga hjer en ef jeg sendi þjer þá gjetur þú þá snúið þeim í Danska, þú sendir mjer góða ráðleggingu í þessu efni með næstu ferð. Firirgjefðu þínum elskanski bróður Lárus Bjarnason

Elskuleii góði bróðir!

Jeg hef nú firir stuttu meðtekið frá þjer stóran bagga af þjóðólfi og Ísafold sem jeg þakka þjer nú hjartanlega firir mjer þikir þar gaman að mörgum frjettum.

Hjeðan er nú ekkert markvert að frjetta nema ef það skildi vera af Grashopponum sem eru nú að sem óðast að eiðileggja Hveiti, Mais, Rúg, Bigg, og ifir höfuð alla jarðar ávegsti í sumum Rikjunum og lítur það mjög báglega út, þær hafa ekki tekjið hjer enþá neitt til muna en alt er fult af þeim so valla verður stutt so niður góni að ekki sje þar Grashoppa ef þær ekki taka nú alt þá lítur út firir afbrags uppskjeru tíðin hefur verið mjög hag stæð hún var að sömu fremur köld leingi fram eftir alt fram í miðjan Mæ manuð en síðan batnaði þá hefur tíðin verið mjög hagstæð og sumstaðar er Vetrar hvetið orðið nærri fullsprottið.

Já satt er maltækið að sitt er að í landi hvurju GRashoppurnar í Vesturheimi og Fjárklaðinn heima á Fróni, og það er nú mitt álit að lækningar dugi við hvurugt, og það eru þó þær hoppóttu þó að jeg er smeikur um að þeim verði ekki útrímt með niðurskurði heldur en það má þó ut ríma Fjárklaðanum með góðum sam tökum, og duglegum niðurskurði.

Það gladdi mig að sjá í Blöðonum að það hafði verið góður vetur heim á fróni í firra vetur og jeg óska þjer nú góðs og skjemtilegs slattar. Mjer er sem jeg sjái

framaní Indriða á Hvoli þegar han sjer sláttur-vjelina, og so þætti mjer líka hálf gaman að heira hvað gamli Guðbrandur seiir og so fleiri og fleiri.

Jeg veit nú valla hvað jeg á að skrifa þjer því jeg heiri ekki neitt, í dagblöðonum sjest ekki neitt nema æðrur og vandræði sem Grass-hoppers leiða af sjer þær eru nú altaf að jeta meira og meira og hjerna í nágreninu eru þær búnar að jeta Hveitið klárlega niðurað jörð so ekkjert sjest eftir, það er að seia á dá litlum blettum það lítur anars ótta lega! út ef þær halda nú áfram eins og þær hafa birjað.

Það er í einu orði að seia hjer lítur ekki út firir anað en húngursdauða af Grasshoppurnar taka nú alt, því þó men vildu flía Ríkjið þá hafa fæstir Penínga til þess og anað er það að það eru þessi somu harðindi í flestum gömlu Ríkjunum

Jeg veit nú valla hvað jeg á að gjöra ef þær hoppóttu koma firir alvöru því þá litlu peninga sem jeg hef inn unið mjer hef jeg lánað hjer og er ekki tímin úti og enda þó han væri úti þá gjæti jeg ekki feingið skilding því allir eru uppi skroppa síðan í firra, en máskje þettað lægjist alt saman jeg hef góðar vonir að það verði hjer góð uppskjera eptir alt saman og þó þær komi þá seiir Tomn Thommas Burling að það skuli það sama ifir okkur báða gánga við ötlum að taka öll Hrossin og 2 vagna og kjeira 0000 000 til Illinois því þar er fólk hans how is that?

Jeg held að það sje nú komið nóg af þessu 00000 klori og so jeg hætti nú í þettað sin og með næstu ferð gjet jeg sagt þjer ef grashoppur atla að drepa okkur eða ekki.

PS Kjistu firir mig baba og Guðl og Imbu Geira Laugu og Raunku og Bjart og so bið jeg að heilsa öllu folkinu hjartanlega. Lárus

Myndir:12