Nafn skrár: | LarBja-1875-10-12 |
Dagsetning: | A-1875-10-12 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Aðföng 11.12.2000 |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Lárus Bjarnason |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1853-12-27 |
Dánardagur: | 1915-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Bessatungu |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Saubæjarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Dal. |
Texti bréfs |
Firth 12 óktóber 1875. Elskulegi góði bróðir! Jeg þakka þjer hartanlega firir þitt góða tilskrif af þeim 21 Agúst sem gladdi mig að sjá að þið vóruð þá öll heil á húfi. Það er það sama af mjer að frjetta mjer líður bæri lega eins og vant er. Hjeðan er nú ekki neitt að frjetta nema góða líðan allra sem þú þegtir og Eingispretturnar allar dauðar þær gjerðu hjer ekki mikið tjón þær átu að sömu dálítið af Hveiti og foru síðan. Sumarið hefur verið heldur votviðra samt og síðan firir uppskjeru so margir hafa orðið firir tjoni á Hveiti og Höfrum, Korn og Þú spurð mig um eftir Islendíngum sem eru hjer en því er ver og miður að jeg veit lítið um þá, Jeg hef að sönu heirt að þeir væru farnir að flikkjast til nílendu nokkurar sem nefnist Manetoba hún tilheirir Canada þar er vist mjög kalt en landar sem þángað fóru í Sumar seia að landið sje Fagurt og frítt. Jeg hef heirt að Canada Stjórnin hafi gjefið Islendingum stóran lanspart í Manetoba og liggur það hjerað meðfram vatni og á að vera nóg veiði í vatninu, og so hef jeg heirt að Islendingar eigi að fá frí fluttning frá Canada til Manetoba, og allir sem heimanað koma fá frítt far frá Canada til Manetoba, og so hef jeg heirt að Stjórnin atli að lána hvurjum sem með þarf 100. dollara og gjefa þeim tíu Ára gjaldfrest hvurnin líst þjer á? þú skrifar mjer að Gvendur skrifi föður sinum að han sje nálægt mjer það gjetur vel verið en það er mjer óvitandi jeg vildi að þú gjerðir mjer so vel og sendir mjer Atressið hans so við gjetum skrifast á einu sinni en. Sigfús lætur vel af sjer og atlar að setjast að heima á Fróni jeg held han ætti að færa sig vestur í Húnavatns sýslu sona í seinitíðini Lítið lángar mig til að vera eirn af Borgfirðingum núna sem stendur og ekki þætti mjer ólíklegt að gamli Guðmundur í Lángholti kallaði nú drapstíð á n0ra jörðum 000 000, þú manst eptir stóra leikhus Jeg man nú hreint ekki meira og má því til að hætta jeg skrifa nú aungvum manni því jeg hef ekki neitt að seia en jeg bið þig að bera þeim öllum kveðju mína og seia þeim vellíðan mína Firirgjefðu nú þettað spark þínum elskandi bróðir Lárus Bjarnason |