Nafn skrár:LarBja-1879-03-17
Dagsetning:A-1879-03-17
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth. 17. Mars. 1879.

Lancaster. County. Neb.

Elskulegi goði bróðir.

það er nú so lángt síðan að jeg hef skrifað þjer að jeg veit nú valla hvurnin jeg á að birja. Já góði Torfi þó lángt sje síðan að jeg hef skrifað þjer þá hef jeg nú ekki neitt til að skrifa þjer sem þjer þikir gaman að heira því alt er aðhvæða=lyst sem mig snertir jeg hef hvurki nje vonda lukku, og þessvegna er lífsferil min eins og veðrið hans Jónasar (það er hvurki þurt nje vott það er so sem ekki neitt) jeg fæ brjef fra Bjarti bróðir okkar við og og atla jeg nú að reina að senda honum farar brjef 0 vestur hingað bráðum jeg vildi að jeg hefði gjetað feingið han hingað firir lyngu

en það sinist eins og að jeg gjeti ekki komið ár mini firir borð eins og jeg vildi:

Opt dettur mjer í hug að koma heim og sja mína gömlu og góðu æsku vini sem mjer gjeta aldrei úr mini liðið og aftur á moti kjemur einhvur ósíni leg tálman sem aftrar mjer frá að fara og þess vegna er jeg eins og á milli heims og helju mjer líður náttur lega vel en jeg eiði hjer aldri mínum hvurki mjer nje öðrum til gags og þessvegna vildi jeg opt og tíðum heldur vera dyður en að lifa þessu umhiggulysa og einfalda Neb. lífi þú heldur nú að jeg sje nú orðin nokkuð melankolískur en jeg er nú ekki nærri því eins

melankolískur eins og þú heldur. jeg er bara half leiðinda fullur ut00 iðjuleisi ifir Veturin en þegar vorið kjemur þá færir það mjer nú nítt fjör og framkvæmd, en veturin tekur burt með sjer öll leiðindi og melankoliskar þeinkingar.

Þú ert nú víst búin að fá nóg af þessum framburði so jeg skal nú hætta. jeg man nú so sem ekki neitt til að seia þjer í frjettum nema mjer líður vel jeg á tvo góða hesta búninga og nían vagn og hef þess vegna nóg til líkamans saðningar jeg er hjá sama maninum sem jeg hef verið hja í liðug fjögur Ar og hef þar gott heimili

jeg vin stundum firir han en stundum firir mig þyg seia að jeg sje eirn af familiuni T. R. Burling var kosin (Representative) alþingis maður í hyst og var han heimanað í tíu vikur og var jeg á meðan han var heiman að umsjónar maður á heimilinu han er nú nílega komin heim alt fór í góðu lagi á meðan han var í burtu. jeg er ifir höfuð mikið vel látin af öllum sem jeg kinist við það hefur verið hjer snjóa samt í vetur far framar venju nú er þó gótt veður og flestir búnir að sá öllu hveiti.

firirgjefðu nú þettað fti flítirs riss þínum elskandi Broður Lárus Bjarnason

Myndir:12