Nafn skrár:LarBja-1879-07-12
Dagsetning:A-1879-07-12
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Saltillo Lancaster Co Neb 12 Júlíus 1879

Elskuleii bróðir!

Jeg sest þá niður að pára þjer fáeinar línur sem eiga að færa þjer innilegt þakklæti firir þitt góða brjef af þeim 12ta. Júní sem jeg meðtók 4.ða. Júlíus. Það var ekki að furða þó þjer værii farið að leiðast eptir brjefi frá mjer en orsökin að jeg skrifaði þjer ekki til Skotl. var sú að þegar jeg fjekk fista brjefið frá þjer í vor var orðið of seint að skrifa þjer til Etenborgar hefðirðu farið heim um miðjan Marts, mánuð eins og þú gast til í brjefi þínu að mundi verða, jeg hef altjend párað þjer eitthvurt rugl með hvurri ferð Póstskjipsins, og allar sort heim að Olafsdal þó eingir hafi máski komið fram enda er þá allur skaði bættur því það var ómerki legt, Hefði jeg vitað það að þú mundir verða sona leingi á Skott.ld þá hefði jeg verið búin að skrifa þjer firir lyngu.

Þá mun vera komin tími til að fara að seia þjer eitthvað í frjettum og það er þá það firsta að mjer líður eins og firri bærilega og er nú búin að binda í fjóra daga og hef nú vísa þriggja vikna vinnu við bindingu 2 Dollara á dag og máski meira ef kypið verður meira

hvurninn líst þjer á? jeg jeg verð hjá John Prey um upp skjeruna hvurt sem jeg verð hjer leingur eða ekki get jeg ekki sagt í þettað sin jeg skrifa þjer aptur bráðum og seii þjer hvurnin geingu

jeg 0 skrifaði þjer einhvurn tíma og sagði þjer af skjilnaði okkar Wittstrucks han er ekki búin að fá nokkurn man en þá og hefur boðið mjer hundrað og attatíu dollara ef jeg fari til sín aptur en jeg sagði honum að jeg vildi heldur vina hjá vænum mani firir 160 en firir han firir 180 og þótti honum slæmur smekkur af og er ekki vinur min síðan, þú sendir brjef in til Saltillo hjeðanaf jeg held jeg fari ekki þarna suður í Bölfað þíska gerið jeg kan betur við mig hjá þeim Amirísku

Þá er að seia þjer ögn af löndum hjer þó það verði ekki so fróðlekt sem skjildi

Jón og Sigfús eru búnir að taka land hjer og bunir að brjóta sínar .10. Ekr. hvur og þeir áttu von á fáeinum Íslendingum til að taka land þar hjá þeim meðal hvurra var eirn af þeim Ólafur frá Stórhóli sem kom í fira en núna firir viku feingu þeir brjef frá Ólafi og seiir han að han geti ekki komið so bráðlega og seiir þær orsakir að um dæin hafi Jón Olafsson Ritstjóri feingið brjef frá mani í Níu jórvík sem bíður honum

frítt far og 2 öðrum vestur til Arn000a mig minir að rikið heiti það en þó er það ekki aldeilis víst þessi maður í Níu jorvik seiir að það sje það hentugasta pláss firir Islendínga það sje ekki heitara þar en á suður sveitum á Fróni og nógur veiði skapur Selveiði og Lagsveiði Jón er nú ferð búin til Níu jór að fina þenan kompán og þegar han kjemur til baka fer han og Ólafur og Arni nokkur Sigvaldason vestur að skoða sig um og er ferðini heitið í Ágúst 0 mánuði þessi kall í Níu jórvík seiir að það muni ekki kosta meira fluttningur farið frá Fróni til Arn000a en farið Frá Fróni til Milwaukee

Nafnið á Rikinu er held jeg sjálfsagt vittlyst en þú firir gefur og setur ekki þessar línur í Norðanfara eða Isafold því síður í Þjóðolf jeg skrifa þjer greinilegra seirna

Meðal anara orða jeg fjekk brjef frá Gvendi okkar sama dæin sem jeg fjekk seinasta brjefið frá þjer þar seiist han hafa ráðið sig í átta mánuði til Bonda í mounhe Jowa County Wisconsin og skrifar sig Henry Johnsen og seiir neðanundir góðu að því skrifað það rjett hjer heiti jeg Henry Johnson þú ert nú maski búin að fá brjef frá kalli

Jeg hef nú ekki meira í þettað sin enda er mjer nú þörf á hvíld því bakið og rassin er hálf sligað eins og þú þekkir sona í birjun uppskjerunar en það er þó heldur að líða úr mjer og jeg er ekki smeikur máski þú sjert nú sár í olboga bótini undan orfinu og sanast þá að s máltækið að satt er í Landi hvurju Eittir á að higga ! mjer þótti væntum að heira að þú hefur goða von um Ljáina og væri nú hálf gaman að sjá breittirðu á þeim læinu eða hvað?

berðu babba hjartkjæra kveðju mína og so öllum ifir höfuð firir gefðu og lifðu sæll vertu so kjært kvaddur af þínum einlægum elskandi broður

LBjarnason

Myndir:12