Nafn skrár: | LarBja-1880-04-22 |
Dagsetning: | A-1880-04-22 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Aðföng 11.12.2000 |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Lárus Bjarnason |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1853-12-27 |
Dánardagur: | 1915-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Bessatungu |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Saubæjarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Dal. |
Texti bréfs |
22. Apríl 1880. Firth. Lancaster County, Neb Góði bróðir Með þessum miða óska jeg þjer góðs og farsæls sumars og öllum þínum á samt öllum mínum gömlu og góðu fornkuníngum sem allir eru mjer í ferusku mini þar það er orðið so lángt síðan við höfum haft brjefa skjifti þá skal jeg sleppa að biðja þig firirgjefa mjer pena letina því jeg spái að það sje komið uppúr á þjer firir firir lyngu og þú vonist aldrei eftir að fá að heira frá þessum fortapaða syð já en nú kjemur han hjer upp úr soðinu og sejir góða líðan sína jeg hef altaf attlað að draga að skrifa ukkur kuningonum og koma heim eitthvurt hvoldið að ukkur óvörum og taka ukkur með mjer til baka til Amiríku ens og kjertasníkir og kjetkrokur voru vanir að gjera við slæmu börnin a jólonum en þegar jeg heirði að þið hefðuð verið góð börn og Lanshöfðingin krónað ukkur þúsundsinum þá hætti jeg við; ekki skaltu nú taka það so að það sje af krónuleisi sem jeg kjem ekki heim Já þú munt nú vilja heira eitt hvað af mjer það er þa visst að seia að mjer líður vel jeg geing hjer á milli góðbuana ógiftur og óbundin öllum ektaskaparmálum er vel látin og hef þessvegna alt sem jeg þarf til líkamans viðurhalds jeg hef loxins kjeft mjer áttatíu ekrur af góðu landi fjórar mílur vestur af Firth jeg á nú gott mulatím sem jeg gaf þrjú hundruð dollara firir. gaman mundi þjer nú þikja að vera horfin hingað og sja okkar gömlu stövðar jeg held þú mundir valla þekka þig hjer og fögur timburhús og fallegir aldingarðar og storar blöðrur og þeir sem buggu þar eru nú farnir til Skollands og 00kir bakkar ystanað komnir í þeirra stað samt eru hjer margir eftir sem þú þegtir og minast þeir oft a þú heirir víst iðuglega frá Bjarti bróðir og benidigt so jeg skal ekki minast mikið á þá jeg fjekk brjef frá Benidigt firir stuttu og leið honum þá sona bærilega og Bjarti eins. jeg held að þeir sjeu að hugsa um að koma vestur eftir hvurt þeir koma híngað eða ekki vet jeg valla en samt skal jeg altaf vonast so góðs til þeirra að þeir komi hingað því jeg er fullvis um að þeir gjeta haft það eins gott hjer eins og góðu veðri og kjemur að sjá okkur og ætlum við þá að vera so útbúin að við gjetum snarað á þig kartöflum og káli því ef ekki rignir bráðum þá verður víst lítið um hveiti uppskjeruna maskji þig lángi til að heira eitthvað af veðuráttini í firra sumar var gott sumar og góð uppskjera einkum af majis en hveiti var valla í meðallægi hveitið er nú á dollar á sagt þeim eitthvað af Neb. sem þeim væri betra að hafa en án að vera og máskji gjæti orðið til þess að ef það er í þeim fluttninga hugur að þeir kjæmu hingað til nebraska. Þó að þettað rugl sje nu ekki svars verðugt þá attla jeg nú að biðja þig að skrifa mjer nú lángt og seia mjer dálítið af öllum gomlu kuningonum firir sunan og vestan máskji jeg taki mjer túr og sjái þá alla aður en lángt um líður eru nokkur Amiríku hugur í folki heima er bráðapestin eins megn í Borgarfirðin eins og hún var þegar jeg var heima jeg er nú buin að vera hjer í átta ar að mig minir en mjer finst það ekki vera meira en so sem ár og jeg hef so sem lítið eða ekkjert umbreist það halda allir að jeg sje ekki nema so sem átján vetra: hvað mikið þarf jeg að gjefa firir góðan reiðskjóta þegar jeg kjem heim eða attlar þú að lána mjer einhvurn hríðar jálk hvað er verð á am og syðum heldurðu jeg |