Nafn skrár:LarBja-1872-03-18
Dagsetning:A-1872-03-18
Ritunarstaður (bær):Árnakoti
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Árnakot 18 Mars 1872

Kæri bróðir

Það er nú first að birja á því að jeg þakka þjer hjartann lega firir þitt góða og lánga brjef sem jeg fjekk í gær með Vestann Póstinum jeg var búinn að rissa þjer nokkrar línur áður enn Pósturinn kom sem jeg sendi með honum enn jeg var ekki búinn að fá þitt brjef þegar hann fór so jeg arka nú uppá níann stofn og atla nú að senda þennann lappa með Jóhanni okkar í Mjóadal sem er nú ferðbúinn norður í dag

Ef jeg atla að láta nokkrar frjettir í þennann miða þá held jeg það sje kominn timi til þess og er þá að birja á því að við komum suður á Altanesið á Fimtu daginn seinastann í þorra og feingum við altaf stilli logn og bliðu nema af Akranesinu og suður feingum við hvínandi rok sé það var ekki nokkur 0000 00000 á okkur þegar við komum suður í hofuðstaðinn Reikavik

heldur þótti mjer gott að koma þar því jeg held að jeg hafi drukkið þar 10 sinnum kafi með brauði á meðann við vórum þar um 00000 við fórum að Breiðvaði og fundum gamla öldunginn og held jeg að það hafi alt goðann framgáng með ljáina enn hvað bitturnar snertir þá gjet jeg ekki sakt þjer neitt um þær greinilega því þær voru allar innní enska husi og Andrjes nenti ekki enn eptir að lofa okkur að sjá þær enn han sagði þær mundu ekki vera meira enn so sem hálfur baggi

þú seiir mjer í brjefi þinu að þú hafir altaf verið að frjetta siglínguna að sunnann og er víst annað meira orðum aukið því hjer eru nú nóg af alslags vöru bæði í Reik.v og Hafnarfirði enn fjaska prís á öllu og ekki höfum við þurft að kvarta um brauða leisi því okkur hefur altjent farið vitt þegar við höfum sótt um

Eitthvað verð jeg að seia þjer af Fiski ríinu og er það að frjetta af því að það eru nú allir að legga og sumir ní búnir að legga þoska netinn og spá allir bestu vertíð Sveirn vitjaði first um í gær og fjekk Jóhann gamli 23 í hlit og Gvendur er búinn að fá 26 enn jeg aumínginn sit nú með sárt ennið neta laus og þosk laus enn jeg hressi mig þá upp í þeirri von að Guð gefi mjer eittthvað þegar færa Fiskurinn kjemur enn það verður nú ekki firri enn Grásleppan kjemur enn það er nú farið að verða vart í Hrognkjelsaneti

Brjefið þitt sótti nú so að mjer að jeg rjeri í gjær vestur í Kambsleiru og eru það nú ekki nema 5im vikur sjóar hvurja leið og vórum við á níu 4ra manna fari og feingum neðsta barning til baka enn logn fram og 15 i hlut af Ysu á Lóð Jeg var orðinn half 00000 þegar við lentum enda svaf jeg fast í nótt

Ó gamann væri nú að vera kominn heim til að sjá snöggvast rollurnar þegar þær koma úr Frjörunni blind fullar og Sauðina þegar þeir stökkva snjó hvítir blasandi ofan af Fossonum þegar Eggert kjemur upp á hádeiis hj00 0000 Gvendur og jón biðja nú astsamslega að heilsa þjer og öllu Fólkinu og so bið jeg kjærlega að heilsa Guðlaugu og siskinonum og babba minum og Bjarti og so öllum stúlkonum

Jeg held að það tjái nu ekki um einu gjera enn að fara að hætta þessu og bið jeg þig að taka viljan firir verkið þó þettað sje bæði ljótt og litið jeg vildi að þessar línur hitti þig nú glaðann og heilbrigðan og kjæmist til þín með skjilum

Firirgjefðu hastann þinum ónítum bróður

Lárusi Bjarnasini

Sé ekki veit jeg hvað seia skal þettað dreimdi mig hjerna um nottina Ef þoku leggur sem er hj0l ett kann þá til bera að í fáir Ólafsdal Árið næsta vera enn brendu drauminn Lárus

Myndir:12