Nafn skrár:LarBja-1869-00-00
Dagsetning:A-1869-00-00
Ritunarstaður (bær):Hvoli
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Dal.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Hvóli 1869

Kæri bróðir

jeg sest nú niður para þjer þessar fáu línur ónítar og efnislaysar af því að ferðina 000000 so 000 með Magnúsi jónssini sem atlar nú norður í Skagafjörð Það er þa 00000 að láta þig vita að jeg atla að fara til þin í vor eins og um var talað í hayst Bón filgir brjef kvurju sem máltækið og held eg að það atli að sannast á mjer og er það þá boninn að biðja þig að hafa einkvur góð ráð og láta mig fá so sem eina eða tvær spjarir í vór þó að jeg viti að þú eiir bagt með það að 0000 00000 enn sje so að þú getir

enn sje það ekki þá atla eg að biðja þig að lata mig vita það með Magnusi þegar hann kemur með annað aptur því að jeg verð að hafa enhvur ráð með að útvega mjer spjör því jeg er aldeilis nakinn

Jeg hugsa að babbi okkar skrifi þjer til og þá seiir hann þjer allar frjettirnar ef að nokkrar eru og atla jeg ekki að seia þjer neitt í frjettum því jeg held að mjer fari það ekki krinkt nema jeg held að jeg verði að seia þjer hvað jeg hef að gjera i vetur og er það þá það að jeg hirði 60 Lömb og 70 Ær og 20 Sayði er 000 gamla og hefur Indriða likað það enn þá sem komið er og vildi jeg að mjer geingi það vel

Ef að það væri ekki eins lánkt á milli okkar þá skildi eg hafa beðið þig að gefa mjer sem eina pappirs örk því nú er mjer fárið að þika gamann að pára þó litið fari mjer fram enn þá enn nú á jeg kvurki pappir eða penna so að jeg get nú ekki párað þó mig lág lángaði til

Gamann væri að fá brjef frá þjer með Magnúsi þegar hann kemur aptur að norðann Ó enn meira gamann væri að fá að sjá þig í einni mind einkvurn tíma í Vor gamann væri að fá að vita það firsta hvurninn jeg á að komast til þín í vor ef Guð lofar mjer að lifa jeg hætti nú þessu ljóta klori og bið þig að firirgefa mjer klórið

Guð farsæli þig og leiði stöðugt á sínum vegum mælir þinn ónítur bróðir Lárus Bjarnason

Myndir:12