Nafn skrár:LofJon-1874-05-31
Dagsetning:A-1874-05-31
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 4417 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Loftur Jónasson
Titill bréfritara:trésmiður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1840-00-00
Dánardagur:1896-04-22
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Syðri-Reistará
Upprunaslóðir (sveitarf.):Arnarneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Ástkæri vinur og landi!

Þó eg hafi nú svo mart að þakka þjer gott og skemtilegt heima, er mjer þó nú á þessari stundu helst 2 í huga, um samvinnu okkar, og kunningsskap, er eg tel að birast hafi í akureirar ferdinni blaytu, eg man eptir því eins og það hafdi skeð í gær, er þú komst á eptir mjer yfir vestustu kvíslina í Vöðlonum þá við skildum við E. Gunnarsson þá þótti mjer vænt um að sjá þig, dæginn eptir töluðum við ögn samann vestann við Hálst um það tala eg ekki meira (manstu það?) en úr því höfum við sjeðst sem kunningar þetta tel eg okkar fistu við kinningu, hittannað er eg hef nú í huga og mjer þikir bara merkilegt er það, að sama daginn, eptir mánaðar deigi nfl. ári síðar, er við kvöddumst á Grjenaðasta túni og að líkindum sáumst seinast fekk eg þitt síðara brjef af 15 f.m. ekki hafdi eg fyr tekið við brefinu af mínum góða kunninga Þ. litla, er mjer datt þetta í hug er eg hefi nú sagt, já nú er liðið ár síðann eg kvaddi fósturjörd, og vini, (G.l.) mjer hefur liðið vel þó stundum hafi eg huxað heim, og sannarlegt hrigdar efni er mjer að lesa í hverju brjefi að heimann, og blöðunum hardindin í vetur, en ekki hræðist þú þau epir því sem eg hef frjett, að þú ætlir að fara að búfa í vor, og tel eg nú útsjeð um það að ekki ætlir þú þjer að kom í míja heiminn.

Þó mjer finnist eg ekkert hafa að skrifa hef eg þó mart sjeð á þessu ari, og væri eg nú kominn til þin mundi verda nó að tala einn eða 2 daga, eg er líka fjaskalega viljalaus að skrifa heim, það gjöra nú svo margir er betur hafa vit á, en mjer er nú strax orðið ögn kunnugt hvað sumir skrifa, og þekki eg suma þeirra, þó ekki sje nema Vopnfirdinginn, sem nær hefdi verið að nena eða vi laja vinna hjer 10 kl. á sömu Maskínu og eg einn (hann vann þar nokra daga) en skrifa slíka heimsku er hann gjördi, mjer fjellu frjettir hans að heimann, nfl úr brjefum optar úr Vopnafyri illa, því eg þekti dreinginn að góðu, og hann er í sjón og veru heldur lífur menni, hann fór í haust útá Vasintoneyu og hefur hafgið þar skóg í vetur, og reinst vel, eg vona ef hann hefur staðfestu til að vera hjer 2 ár skrifi hann annað. Imsir aðrir skrifa last og lof í fljótræði og blini, án alrar eyginn reindar eða sjáls þekkingu, að eg undann skil okkar gömlu fyrirnemara Pál Þ. og Jón H. eg held vissulega að Páll vili vel, nú er hingað kominn 3 maðurinn, sem er áhugam. og áreiðannlegur, hann hefur líka nokra reind og talsverda þekkingu, af lesningu og ferda lagi, nú er hann kominn til Nebraska og búfinn að taka land; eg á við Sigfús M. með honum er J. H. eg veit hann skrifar allar frjettir í Grjenjastað, og þær færdu hann veit alt sem eg veit og það mikið betur en jeg. Skrifa eg það hverki þjer nje Birni á G. neinar frjettir eg veit líka, að það litla er eg hef skrifað B.

hefur þú frjett mjer er næstum ómögulegt að nenna að skrifa það aptur er eg hef áður skrifað á næstu bægi eða næstu sveit, eg hef talsvert skrifað Jón vin mínum á Lundarbrekku, en hann lítið mjer, og átti eg þó von á því. Einginn maður heima hefur en sínd mjer þann góðvilja nema þið bræður að gleðja mig með brjefi að firra bragdi og þú kæri vinur búfinn að því 2 en eg nú þakka þjer hjartann lega, og óska og bið þú umberir leti mína og vandkunnáttu í að skrifa þjer, en sendir mjer þó einhvern tíma línu aptur, og seigir mjer þá hverninn Ekkuni M. á Einarstöðum líði og börnum hennar, eineigin seigdu mjer ögn af þeim dreinglinda manni góðkunninganum Sigga á eða frá Gautl. Reiðstu mjer ekki þa eg biðji þig svo mikils, þjer er svo ljett um að skrifa. Brjefið þitt firra af 8 febr. meðtók eg 24 Apríl, í því sjerdu að fyrri skrifaðir þú mjer aptur en eg fjekk firra brjefið þitt Þú spurd mig um ímislegt í fyrra brjefi þínu og hefdi eg feiginn vilað svara því, en eg er of fáfróður til þess en, og hef lítið sjeð inní sannarlega fín hús, en í sölu búðir hef eg margar komið, og eru þær mjög ólíkar, eptir því hvað hver hefur að selja, en áreiðanlegt er það, að alstaðar er manni veltekið, og aldrei kaupir maður svo lítið að honum sje ekki þakkað fyrir það, og boðið að flita það heim til mans, en tilhögun í húsunum, og verdið á hlutunum er svo fjaska lega misjamt að frá því er ekki gott að skíra til að minda Ruminn kosta frá 6-50 doll. en brúkuð rúm full góð má fá á 2-4 doll.

Komoður kosta frá 6-100 doll Skathol 30-150 doll. fljótt á að líta eru hlutir þessir 2 síðar töldu líkir í laginu og við höfdum sjeð heima, en þeir eru svo fjaskalega stássað upp með rósum og útskurði úr dírindis trje er hleipir þeim fram í sumum þessum hirslum er að mestu Blakkvalir það er dírd, og er dökkjart á lit, mest er þetta alt unnið í Maskínum þó setja m: það alt saman í höndum sínum við hefil bekk eins og heima. Vanalegast mun það vera hjer í Svefnherbergum sje ekki annað en 1-2 Rúm 1. bord og stólar 2-4. í stás stofonum standa þessar falllegu hirslur Fjaðra sofar og F. stólar og 1 kringlótt bord á miðju gólfi, Speglar eru á veggonum, og alrahanda mindir því mindir eru hjer til af öllu, og einginn held eg sá hlutur sje til með nafni að hann sje hjer ekki fáannlegur, þess er vandlega gætt hjer hjá fínafólkinu, að nó sje húsrúm, og er þó húsaleiga hjer mikil, og lóðinn að bletturinn undir lítið hús eptir því sem hjer gjörist, kostar frá 3-500 doll. það er að seigja inní bænum, það kostar sem ekkert utann við takmörk bæjarins. Eg þekki hjer Norskann Skósmið sem á húsið sem hann bír í en ekki blettinn sem húsið stendur á og þarf hann að borga í leigu fyrir blettinn 70 doll um árið ekki nentuð þið nú óðalsbændurnir heima að slja svo dírt Melkot undir ein húskofa

Eg hef huxða þjer verk hjer ef þú kæmir og meira í Milwauk. en þú ætlar að fara að búfa á Ayðnum

B.J. n.2.

Þá eg var að tala um umgeingni í húsum hjer sem er víst fulllagleg hjá Ameríkonum, í Eldhúsonum er alstaðar Eld Maskína (Kabusa) mikið hentug með til löguðum köllum sem þeim filgja, ekki fást þær þær góðar fyrir minna en 20-24 doll.

Eg var í fyrra sumar 10 vikur á Norsku bordings húsi, þar voru í bordingi 40-70 mans þennann tíma, allir borduðum við í einni stofu, í henni voru 3 bord stór, við hvert bord gat setið hjer um bil 12. Þegar framistöðumaður hringdi geingum við til borðs og tók hver sjer sæti hvar pláss var, hver sem hann var, æðri eða lægri, því jafn var kostur á öllum bordum inn og fram, og altjent heldur fínt, hver stóð upp þá han hafdi matast og annar settist í hans stað og fjekk hreina diska, svona geingur það, hjerna eru men ekki að tefja sig á þakka, þess er heldur ekki þörf því alt er seld. Að seigja þjer um verd á ymsu er mjer ekki vel við, það er svo breitilegt að þú valla imidar mun þjer slíkt, Úr má fá hjer á 4-5 doll. þau hittast stundum góð, þó seigja sumir, að gott úr fáist ekki minna en 30 doll. opt hef eg haft C örk af pappír á 5 C. og c penna á 5 c. líka hef eg feingið papírinn billegri til muna, og alt er billegra ef keipt er mikið

helzt vil eg leiða hjá mjer að minnast á fata söldu, Skó færdu ekki að gagni minna en 3 doll. þá getur skeð þeir svíki því eg held það sje vesta vara hjer með svik, hatt færdu ekki góðann minna en 3-4 doll, þó getur skeð að góður hattur fáist á uppboði fyrir 1 doll. svo er nú um fleira. Fatnað allann getur maður feingið hjer mikið hentugann bæði fyrir sumar og vetur, og má hann heita billegur en láng billegast er að kaupa efnið í fötinn og láta sauma þau, með því móti eru föt hjer grólega bill., mig undrar hvað Fatasölu búðir græða hjer þær eru hver við aðra fullar af fötum og aldreig sjest þó meira en 2-3 men í búð að kaupa, þessu líkt er hjer um allar búðir, þó gærða þeir grólega á verslun sinni, sumir hafa birað hjer verslun blá snauðir bara með Epla sölu og svo smá fært uppá markið og og endað stór ríkir. Ekki veit eg hvað sál mindir kosta hjer nema maður getur feingið 12 mindir af sjer fyrir 2 doll. líka getur maður feingið 36 mindir af sjer fyrir 50 Cent, þær eru ósköp litlar.

Ekki nenni eg að skrifa þjer neitt um hurda lag hjer jafn vel þó verk mín öll lúti að hurda smíði, og væri eg kominn heim mundi eg ekki binda mig fast við mína firri reglu með þær eg hef skrifað B. á Gr. ögn um þær.

Þá minnist þú á Glugga, flestallir eru þeir úr furu, eins er um hurdir þeir eru með ymsu lægi, margir eru þeir bog mindaðir að ofann einkum á þeim kanti húsanna sem snír að aðal götunni, ekki er tekið fals í karmana fyrir þá, heldur eru nelgdir listar innann við þá og utann

því enginn glugi er hjer á hjörum líkt og heima, þá eru hjer 2 glugar í sama karmi, hver uppaf öðrum og víslagst efsta stikkið í neðri glugganum innaná neðsta stikkið í þeim efri þegar gluginn er aptur þegar maður vill opna glugga er þeim neðri ítt upp, litlar járnfjaðrir eru í karminum er hala glugganum uppi þá hann er opinn, een falla inní karminn þá þá honum er hleipt niður, þetta álít eg hentugra og hættu minna fyrir gluggann en hafa hann á hjörum, enda er það ekki hægt því sólhlífar eru á hjörum utann við gluggana, og eru þær mjög þarfar bæði fyrir sumar hitann og vetrar kuldann, þær eru úr trje og mjög hagannlega hugxaðar, og gjördar.

Tóbak og vín er hjer dírt, ekkert Tóbak er leifilegt að brúka í fínum Ameríkonskum húsum, þó er hjer mikið reikt og tekið uppí sig, einkum af þískörunum, sem hjer er alt fult af, og eru þeir framfara og framkvæmda menn miklir, bæði í landbúnaði og eins er í bæja lífinu, þeir eiga t.a.m. flest eða öll Ölbruggerí hjer í Bandaríkunum. Jeg eiði í munntóbak 12-18 Cent um vikuna, það er nú ekki mikið hjer ef maður hefdi ardsama vinnu, það hefur verið mjög art um að fá vinnu í vetur, og muntu hafa frjett það, og or sakirnar til þess, og enn eru vinnu launinn lægri en að undann förnu. Jeg gleimdi að geta þes, þá eg mintist á húsinn, að annað hvert eru þau Betrekt að innann eða það er rennsljettur al hvítur Múr veggur frá gólfi til stafs, og loptið eins þessir hbítu veggir þikja mjer mikið falleigir.

Gaman held eg þjer þætti vinur að gánga hjer um fallegustu götunnar, og sjá þær risavöxnu og skrytlegu biggingar sem hjer eru í einum parti bæarins (bænum er skipt í para nfl. hver partur á vist nafn) og heira Horna sayng, og sjá þau falllegu horn, þú manst hvað eg var mikið fyrir það, þá get eg ekki að mjer gjört, nema stansa við og hlusta á horna saynginn, það er falllegt hljóðfæri.

Nú er kominn 14 juní og mál að kveðja því eg hef að skrifa mörgum því eg fæ brjef af Suður landi og úr Húnavats síslu. Jeg get annars sagd þjer það að í gær var jeg mjög reiður og er enn því fyrra maí. m. fjekk eg ekki nema 11 Cent á d. eins og apríl, vinnulaun eru hjer öll minni en að undann förnu, en af því er eg reiður að eg vinn þá vinnu (sem eg hef sagt S. br.) sem áður hafa unnið tveggja doll. menn á dag. Í gærkveldi geingu allir Bogarar (farm.) til hvers mans og báðu hann að vinna 12 kl. n. m. borguninn er viss fyrir kl. sjálfsagd vinn eg 12 kl. ef eg verd í sama stað. Ó! það er vont að þurfa að láta aðra tala firir sig, eg skil ekkert Ensku nema bara hvað verkið snertir, það skil eg full vel, líka get eg kjeipt á búðunm , og ragað full ferdugt. Eg á eptir að skrifa 3 brjef. Í þetta sinn kveð eg þig vinur og ábirgi eldinum b. úr þinni hendi. Heislsaðu hjartanlega konu þinni og dóttir frá mjer samt öllum

í Bráð kveður þig til dauðans unnandi vin

Loptur

Myndir:12345