Nafn skrár: | LofJon-1876-01-24 |
Dagsetning: | A-1876-01-24 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4417 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Loftur Jónasson |
Titill bréfritara: | trésmiður |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1840-00-00 |
Dánardagur: | 1896-04-22 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Syðri-Reistará |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Arnarneshreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | Eyf. |
Texti bréfs |
Benidikt) Pulcifer P.O. Shawano C. Wis. North Amerika Amerika 24 janúar 1876 Góði vinur! Her með þakka eg þjer gott brjev af 6 Septb. með tekið 8 desimber. Mjer þótti væntum að fá brjefið því eg var ordinn hræddur þú hefdir gleimt Lopti litla þá ætlaði eg að minda að skrifa þjer með þessari póstferd, en hvað á nú að seigja nó væri til ef við værum nær hvor öðrum, eg skrifaði Snorra bróður þínum í haust, og bist eg við þú hafir sjeð það brjef þó hann ætli ekkert með það, þú biður mig að seigja þjer í einlægni hvert mig ekki lángi heim aptur, og það skal eg gjöra; mig hefur hefur aldrei verulega lángað heim til að setjast þar að, en mjer finst það sú mesta skemtun er eg gæti feingið að koma heim, og fara hingað aptur; því eg sje heldur ekki framá eg geti haft rólega daga heima, undir kringum stæðum, þó skildi vera ef þú losaðir mig við hjónabandið þá hefdi eg fríari hendur, mjer er skrifað að heimann að konann hafi látið leggja fyrir mig skrl sem hafi sagt henni að eg væri búinn að eiga hjer 2 börn en til þess veit eg ekki, eineiginn er mjer skrifað að hún vilji giptas, svo kanski það væri ljett sök að losa hnútinn. Já mart hefur á dagana drifið síðann við skildum, og sumt af því misjamt, en reindar hef eg þó mart lært, og það seigi eg þjer satt að opt dettur mjer í hug hvort það notist heima en það rekst optast á annað hvert verdur það of kostbært eða ekki hægt að koma því nið heim, eg skildi strax fara heim ef eg væri viss um að geta gjört mjer eða öðrum með því gagn, því latari er ég hreint ekki en eg var, það sem eg hef komist hjer inní húsa biggingar, er óbrúkandi heima, að frá teknu gluggum í timbur hús og þilgafla og er þó lánt billegra að kaupa glugganna af Maskínu en gjöra þá, og rekur sig þetta á, en nú kann eg að gjöra ímislegar Múmlur og fína hluti t.a.m. Rúm Skapa komóður bord og s.v. en hvað Það eina skal eg seiðja þjer af bestu vitund, að eptir því sem eg er hjer leingur og fer víðar og þekki alt betur fæ eg meira og betra álit á Ameríku sem má einkum hvað landið snertir, því það er næri dæma laust að sá sem land tekur og vinnur á því hafi sig ekki upp, en þetta sínist mjer landar mínir fordast, heldur ferdast þeir rúnt um, stoppa af og til í Bæonum og eiða því er þeir hafa þjent hin tímann, og altaf sækja þeir nordar og nordar og seinast verda þeir svo nordarlega að það verdur lánt verra en heima, og ekki hef eg álit á Manitóba ferd þeirra tímin mun leiða það í ljós, Mjer virdist þeir sækja mest eptir Mírum og forræðum einkum ef það er nóu nordarlega en Skóglöndinn sem eru best fordast þeir með af þeirri ástæðu þeir ekki kunni að brúka Øxi, en það læra þeir fljótt, og sjeð hef eg landa hjer brúka vel Øxi, eptir þó litla æfingu; Danskarar eru hjer margir góðir högg men sem aldrei hafa snert Øxi fyr en hjer, og ekki eru Íslendingar þrek minni til vinnu en þeir, hjer liggur vegurinn beint framundann mjer en eg gæti geingið ef eg vildi og nenti og með því komist upp, það er að taka land sem eg get hjer feingið bæði billegt og sæmilega gott, þó betra land meigi finna hjer í Ameríku, er það svo dírt eða upp tekið, svo okkur löndum er ekki að huxa um það, en það gjörum við okkur til skaða en minn vin, eg neni ekki um land að hugxa, smíðarnar Ríka altaf fast í hausnum á mjer og mjer finst svo leiðinlegt að fleigja þeim burtu, því það er mín eina skemtun að vísu gæti ég haft vinnu bítti við men hjer sem eg vinn hjá en það er óvist hvað eg verd hjer leingi, Komandi mjer betra að vera með þeim er eg tæki til að vinna á landinu, en þú mátt trúa eg er bísna góður Bos þó eg seigi sjálfur frá í það minsta en verdi eg hjer leingur en til vorsins ætli eg að taka land þó eg ekki vinni á því, eg að vísu þarf að borga af því Taxta en hann er ekki svo stór en landið gæti eg kanski seld með tímanum með háu verdi eða þá hjálpað um það ein hvurum kunninga er að heimann kini að koma, eg skal láta rækta á því 3-5 Ekrur ef þú vilt koma og taka það, og hafa mig svo í húsmensku en þú verdur að selja mjer bording, þá fæ eg betra kaffi en eg fæ hjá Amerikonum, mjer finst og er viss um þú hefur laglegra bú á Auðnum en Lángi Gísli hafdi þar, eins gæti skeð þjer liði betur hjer en sumum löndum okkar líður hjer, en þeir kjena alt Ameiríku, en gá ekki að hverninn frændur þeirra hafa það hjer (Nordm.) að jeg ekki nefni Þískara sem drífa sig þó lánt betur fram, þeir eru manna þollindastir að vinna á sínu landi, „það fæ eg borgað, en ekki að vinna hjá öðrum er Þískarans vana ord og spart lifa þeir í biruninni Benid. No 2 Eitthvað verd eg að minnast á mig þó af mjer sje lítið að seigja. Þar í nágreni var Norskur bondi sem heitir Vang hann bað mig að vera hjá sjer eina viku, og hjá honum er jeg og er nú búinn að vera hjá honum 2 mánuði Meistari, og hefur verið um meiri hluta Nordurálfunna á Damp skipum en seinast vann hann að því í allir landar sem hjer eru hafa það sæmilega gott vest list mjer á búskap gamla Þorl. því hann fjekk 3 búshel af kartöflum en sáði einu sem margir aðrir feingu 20 stór en hann huxar að hafa upp kvikfjárrægt sem gott er ef það lukkast og það má ugglaust lukkast ef rjett er að farið. það skal eg seigja þjer úr daglega lífinu að sá sem seinastur er á fætur seinastur að og frá bordi verdur ekki elli dauðu í vistunum hjer, þó hann sje góður verkmaður, fjör og reglu semi í öll er hjer mikils virt, þetta líkar mjer nú vel, enda þikir sumum löndum mínum eg vera nokkuð Ameríkanskur í lund og það er satt því allur þeirra verknaður líkar mjer einkar vel, síðann eg kom hingað hef eg sljett ekki haft eins þúnga vinnu og heima, eg meina til smíðanna, þú skilur það líka því hjer á verkstæðum í Bæonum (Borgonum) heflar maður ekki annað en að pússa af, og snertir valla sög, sama er þó maður biggi hús, alt kjemur heflað sagað og plægt frá Maskínonum, en síðann eg kom hjer upp í sumar, og fór að vinna hjá níbiggaranum, er smíða vinnan sú sama og heima, þeir kaupa bordin áhefluð á sagmillunum, sem hjer eru alstaðar, 1000 #fet af bordum kostar eptir gæðum 6-10 Dollars, það þætti ukkur biillegt heima. Øll smíða tól og öll verkfæri eru hjer af brags góð enda eru allar Mumlur hjer billegri en í gamla landinu, og sjá þær þó mikið vel út en ekki eru þær sterkari og stæði ekki fegurd þeirra leingi í raka baðstofini heima. Eg læt þig vita, þó eg viti þú vitir það að Ameríka hefur ordið nafnfræg af því hverninn hún hefur nú höndlað og auðgað Emigranta sína, en ekki hverninn hún hefur heilsað uppá þá, því margur hefur haft það hart, í birunini og jeg vil seigja allir land töku menn, en hafa men það ekki hart heim? jú alla sína æfi og altaf verið soltinn, samt skal hann kúast til ýmsra útgjald er ekki þetta satt? en finnurdu nú ekki fljótt marga sem svona eru, vitanlega eru þetta sjálsskapavíti fyrir sumum, að nokru leiti, sem sprottinn eru af leti þekkingar leisi og óreglu, en svona er það og verdur, þó sumu fari fram heima, fer landinu aptur sem altaf er að fara í hraun og jökla er ekki þetta satt? en fjærri mjer er það að hvetja nokkurn sjálfbjarga bónda, einkum ef þeir eru Rosknir ornir til Ameríku ferdar, en unga fólkið og fátækir sjölskildumenn ættu að koma ef þeir gætu það fyrir fátækt. Því hef eg treist að þú sínir aungum brjefin mín, en eg bíst við þú skilir álit mitt um Ameríku, og fef þjer þikir það feitt skrifardu mjer um það. Heirdu vinur eg hef opt verið að huxa um bjóða þjer að skipta við mig Dagblöðum, nfl. þú sendir mjer Besta blað heimann sem þú heldur að sje en eg sendi þjer blað hjeðann sem þú óskar eptir eg held að Skandinafin sje besta blaðið sem hjer kjemur út á Dönsku, en kanski þú hafir hann. Fyrir gefdu miðann og skrifaðu mjer fljótt og seigdu mjer mart úr sveitar lífinu og hverninn þeir bræður hafa það Björn og Sigfús eg á hjá þeim brjef, en kanski Sigfus sje mjer reiður heilsaðu frá mjer konu þinni og dætrum Þinn elskandi vin L. Jóhnason B.J./ 30 Janúar Hjer í nágreninu þekki eg ein Norskann bónd 67 ára er hjer kom fyrir 7 árum og var þá skuldugur um sumt af ferda kosnaðinum, og fjölskilda hans eru heima í N.V. hann biraði hjer að vinna á járnbraut, og vann þar víst nokkuð leingi, nú hefur hann verið hjer í 7 ár og hefur sent 500 dollar heim til Norv. og feingið þaðann alla sína fjölskilidu Svo tók hann Homstets land hjer og hefur bigt á því 3 hús góð og hent tug fyrir bóndann, og lagleg en ekki fín, búinn er hann að rækta 20 Ekrur landsem hann fær uppskeru af, en alt hans land er skógland, en gott land (Hardviðar land og hart að vinna það) 2 kír á hann og 2 vinnu Uxa, en fyrir uxana skuldar hann en 40 dollar annað er hann ekki skuldugur; þú mátt trúa þessi maður er ánægdur nú og lofar guð fyrir að hafa komist hingað heima í N.v. var hann húsmaður og kveðst suma tíma hafa soltið þar. Þó þjer kunni að finnast eg hafa með hald með Ameríku; þikir mjer mikið undur að þú ekki álítir, eg haldi meira af Shawano Co. en mörgum öðrum stað hjer, þó eg álíti að fremur sje hjer gott fyrir fátækt fólk að birja. Þú talar um að við skulum huxa heim þá við sjáum ímsa hluti og níbreitni hjer, og þetta gjöri jeg opt og hjer með sendi eg þjer teikningu af Ameríkenskum sl. Staungina sem liggur milli hestanna tekurdu burtu þá 1 hestur er fyrir eða men aka. þú sjerd á teikningunni að 3 slár eru tappaðar í gegnum lángstikkinu a a ofaná mið slána kjemur stikkið með lögun sem teikningin b sínir, í gegn um það og slána geingur járnbolti eða Láttu nú sjá og settu upp svona sleða og taktu Patent á þá um alt Ísl. eg held þeir verdi ekki dírari en ukkar 10-11 feta laungu sl. sem drep g hef nú nílega gjört verulegann stáss sleða en einginn spíta í honum var sverari en 1 þml. eg skal senda þjer tekningu af honum síðar ef þú setur þennann upp. Nú finst mjer þessi samsteipa ordinn nokkuð laung, en eg fel dreinglund þinni það altsamann, í von um þú látir aungann sjá neitt af því, en Birni á Grana stöðum skaltu sína sleðann mjer þætti annars mikið gamann hann kæmist á fót. þar sem þú hefur svo mikið af kvenfólki þætti mjer mikið gott ef þú vildir senda mjer laglega stúlku vestur um hafið mjer til yndis og ánæu í útlegdinni. En með Davíð hólm þá hann kemur framí dalinn sendir þú mjer laglegann bita af Dönsku tóbaki, svona rjett til smekkbætis er nú ekki nó af öllu? Þinn ógleimannlegur vin L. Jonasson |