Nafn skrár:MagMag-1877-12-07
Dagsetning:A-1877-12-07
Ritunarstaður (bær):Ketilsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2755 4to
Nafn viðtakanda:Halldór Jónsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Magnús Magnússon
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Kjetilsstöðum 7daDec. 1877

Háæruverðugi elskulegi vinur!

Þareð jeg að öllum líkindum kjem því ekki við, að finn ayður í vetur vegna anríkis rita jeg yður þessar línur, er flytja eiga yður mitt innilegasta þakklæti fyrir

velvila yðar og hluttekníngu mjer og systur minni til handa, eptir því sem hún skrifar mjer hefur hún verið lengi hjá yður, enn nefnir ekki mánaðardag þá er hún

flutti frá yður uteptir, nú verð jeg að biðja yður elskulegi að láta mig vita hvað vera hennar hjá yður kostar, og hvurt það skal borgast til yðar eða Guðjónssens,

Hjeðan er fátt að frjetta tíðin hefur verið heldur bág og var víðast orðið jarðlítið eða jorðlaust,enn nú hefur gengið hláka um næstu þrjá daga svo allstaðar er

komin jörð aptur, svo menn eru hættir að mögla um stund, fyrir þrem vikum síðan lagði maður hjeðan á stað til þjorðarheiðar hann hafði

vaðið í fakir

áður hann lagði á fjall og kól svo að talið er víst að hann missi allar tær á báðum fótum eður meira, heilbrigði má heita almenn þó hefur orðið vart við barnaveiki

á stöku stöðum enn ekki er hún skjæð. Að endíngu óska jeg yður og yðar allrar blessunar á í höndfarandi ári.

Virðíngarfylst

yðar Magnús Magnús

Myndir:12