Nafn skrár:MalJen-1817-12-26
Dagsetning:A-1817-12-26
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Elskuleigi Son

gud gefi þier lidi sem best eg kan oska eg þacka þier lambid mitt goda, firir þin mier mikið kiær komnu til skrif í sumar ur Reikivík hvurnin kunnir þu vid þig þar þotti þier þar ecki æði soll samt. - Eg hefi nu eckert að skrifa þier i friettum þvi modur min er buin að taka þad alt 00fra mier mier. - samt verd eg eitt hvad til að tina. - i haust for eg ad gamni mínu uppi fliotsdal, að sia Siggeir minn, þokti mier þar þa þunglega um skipt því Siera Vigfus var hreint sionlaus ifir alt so hann sa ei hvurt nott eda dagur var, og hafdi þad mest ifir fallid hann á rumum manadartíma, i ferd þeirri var eg fiora daga, og þa eg kom heim aptur var, amma þin ei heima var hun komin ad StoraSteinsvadi til ad bua til i brudkaup Gudlaugar og Guðmundar sem var vinnumadur á Klaustri samt Sigurdur og Ragnheid fra Vifilstödum sem giptust þar undir eins. _ i sömu vikuni giptust Jon ingri a Hrafnabiörgum og forum vid þangad allar fiorar þvi eg lofadi badum

systrum þinum badum og ridum við þa Jökula undan Hrafnabiörgum og þa mattu trua ad vid vorum hræddar, anna hef eg nú ei ferdast sidan skildum, Sigurdur Brodur þinn og kona hans voru i þessum veitslum. - 000 þaug eignudust i sumar dottur sem Þorun heitir so nú eru þar tvær nöfnur, - Sigfus frændi þinn er a Valþiofsstad i vetur ad kienna piltum Prestsins heirt hefi eg ad Þorsteirn i Krossavik födur Brodur þinn muni fara þangad i vetur til ad læra ad skrifa og reikna, oddur er ad læra á Hofi. _ eikki ei veit eg neitt hvurt frændi þinn Sigfus for nockurntima Sudur eda ei, eg hugsa hann muni skrifa þier linu, og þu verdur og so ad skrifa hönum þvi eg veit hann hefur gaman af þvi, _ ei ættla eg ad skrifa þier neitt um systur þinar þvi þær vilia skrifa þier sialfar. _ Siggeir Brodur þinn vex og vel dafnar hann er nu farin að ganga og er vel fliotur, Stephan er farin að stafa og giengur það nogu vel, Margret sem var þionusta þin á Valþiofstad for i haust á Reidarfiörd til fríhandlara, er heitir Kristensen

er kom i sumar i stad Eiriksens sem var af settur við Isfiardar höndlun. _ nílega hefur heirst lat nielsar sem var hrepstiori i Lodmundarfirdi, er skeidi með þeim atburdum að hann ættladi ad biarga vinnu manni sinum, ed i fiögur dægur hafdi med kindur hans verid i hellirsskuta við sioin og komst ei þadan firir brimi, var og farin að bera sig miög illa þettad heirdi niels treisti of 00000 og matti þar firir missa lifið i olaginu er greip hann, _ manninum sem var í hellirnum vard að ofan verdu biargad med streing er kastad var til hans 30 kindur mistust og. _ ecki hefi eg friett neitt af Siera Þorkieli sidan i sumar ad hann kom að sunan og færdi mier brief þitt og anara, þu skrifar mier so litid um elskan min hvurnin þier gekk ferdin æ þu matt ecki undan falla ad skrifa mier þegar getur og lata mig vita hvurnin þier lidur þvi skaparin veit mig langar til að frietta af þier, og ef eitt hvað væri sem eg giæti verid þier til anægiu med þa lattu mig vita þad. _ ecki er en þa buid að skipta sterbúi eptir födur þinn saluga en samt vona eg að þad verdi i vetur

klárað og held eg mier þiki mál á því, þar mier mun bagt ganga að halda þvi so vid ad ei vinni of mikid. _ ei veit eg hvurt þu heirt hefur að gud upp vakti kongin að gefa mier 50 dala pension sölu:vardig. _ nu get eg ecki skrifad þier meiri friettir i þettad sinn nema bidia þann almattuga gud ad anast þig og um fadma, og fram ifir alt gefa þier lan til að þocknast þeim sem þu ert hia og eg er full viss um ad vilia þier hid besta, lifdu þa æfinlega og eiliflega vel

þin til daudans elskandi modir

Malene Jensdottir

Hallfredarstödum annandag jóla 1817

P:S: sön hiartans anægia var mier að sia sedil þinn, sem þu hafdid skrifad Brodur þinum í haust, æ eg vissi elskan min ad hionin fullkomlega geingu þier i foreldra stað en meira tviladi eg um sjalfan þig gudi sie lof að nu er su sorg slökt. -

lifdu nu lambid mitt sisæll

þettad blad er er nu buid að liggia hia mier i viku hef eg ei komid þvi frá mier, þad hefur til tidinda borið sidan ad eg misti skessu mina til 0000 0000 ofan i fiski lækin og þokti mier illa firir því þar eg er hest laus so nu vildi eg að Jarpur þinn væri komin

Myndir:12